Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201722 Á haustmánuðum 1997 lét Átthaga- félag Breiðfirðinga þann draum ræt- ast að koma á laggirnar blönduðum kór. Áður hafði starfað kór félags- ins í fimmtán ár frá árinu 1940. Liðu því 42 ár á milli kóra. „Fyrir tuttugu árum var saman kominn 58 manna hópur sem hafði áhuga á að taka þátt og kom saman ásamt kór- stjóra. Mátti þar sjá og finna mikinn áhuga og samkennd allra, en fæstir höfðu starfað í kórum áður. Starf- ið fór vel af stað og hefur ætíð far- ið stígandi síðan og hefur kórstarf- ið haldist óslitið frá þeim tíma,“ seg- ir Ólöf Sigurjónsdóttir formaður Breiðfirðingakórsins í Reykjavík í samtali við Skessuhorn. „Fjöldi kór- félaga í gegnum tíðina hefur verið um 50 manns, fólk sem flutt hefur frá heimahögum sínum við Breiða- fjörð eða átt tengsla þangað á ann- an hátt. Kjarninn er svipað stór og í upphafi en nýir félagar hafa komið inn og aðrir farið, en jafnvel komið aftur í sumum tilfellum. Það sem er svo skemmtilegt við þetta allt saman er að tengslin eru svo sterk og sam- vinnan góð,“ bætir Ólöf við. Leggja helst áherslu á tónleika við Breiðafjörðinn Meðlimir kórsins eru iðnir við æf- ingar og hittast í Breiðfirðingabúð í hverri viku auk þess sem þeir hittast einn laugardag í hverj- um mánuði og nota þá allan dag- inn til æfinga. „Þegar við æfum á laugardögum höfum við gjarnan með okkur bita og borðum sam- an í hádeginu og syngjum svo eins og enginn væri morgundagur- inn, það sem eftir lifir dags,“ seg- ir Ólöf. „Ég hef ekki tölu á þeim tónleikum sem sungnir hafa verið á hinum ýmsu stöðum um landið og þó sérstaklega við Breiðafjörð- inn, þar sem við leggjum áherslu á ræktarsemi við heimahagana. Auk þess höfum við farið í söng- ferðir erlendis. Við höldum allt- af í það minnsta bæði vortónleika og jólatónleika, sem þýðir að æfa þarf tvöfalda dagskrá á hverjum vetri. Þegar farið er lengra með tónleika erum við dugleg að gera úr því skemmtilegar ferðir, förum jafnvel með rútu og þá er mikið sungið,“ segir Ólöf. Samsöngur eins og góð vítamínssprauta Julian Michael Hewlett er kór- stjóri og að sögn Ólafar eru með- limir kórsins mjög ánægðir með stjórnandann. „Við höfum verið einstaklega heppin með kórstjóra í gegnum tíðina, enda erum við af- bragðs nemendur,“ segir Ólöf og hlær. Hún segir góða stemningu og mikla gleði vera innan kórsins, sem sé mikilvægur þáttur í vel- gengni kórsins. „Gott er að koma endurnærður og úthvíldur heim að lokinni æfingu, en samsöngur er, eins og ég hef stundum sagt, á við góða vítamínssprautu,“ seg- ir Ólöf og hlær. „Oftast nær för- um við í heimsóknir á vistheim- ili hér á höfuðborgarsvæðinu fyr- ir jólin og syngjum og hefur ver- ið almenn ánægja með það fram- tak, bæði hjá heimilisfólki og kór- félögum,“ segir Ólöf. Jólatónleikar á Akranesi Aðspurð hvað sé framundan hjá kórnum segir Ólöf jólatónleikana vera næsta á dagskrá. „Við ætlum að syngja tvenna tónleika nú fyr- ir jólin. Þeir fyrri verða í Akranes- kirkju föstudaginn 8. desember klukkan 20 og þeir seinni í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 17. desember klukkan 20, en þar höld- um við nánast alla okkar jólatón- leika. Á efnisskrá eru fallegar jóla- perlur sem allir þekkja. Mætti þar t.d. nefna; Það á að gefa börnum brauð, Ljúfur ómur og Aðfanga- dagskvöld jóla. Okkar tryggu gest- ir koma ár eftir ár og segja gjarn- an að jólahátíðin þeirra komi með jólatónleikum Breiðfirðingakórs- ins, góður vitnisburður það,“ seg- ir Ólöf og brosir. „Hér er á ferð- inni mikið og gott starf þar sem allir leggja sitt að mörkum,“ bætir hún við að lokum. arg Breiðfirðingakórinn í Reykjavík síðastliðið vor á afmælistónleikum kórsins í Fella- og Hólakirkju. Breiðfirðingakórinn í Reykjavík fagnar tuttugu ára afmæli Sunnudaginn 19. nóvember næst- komandi klukkan 16:00 verða í Langholtskirkju í Reykjavík haldn- ir áhugaverðir tónleikar sem unn- endur sönglistar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þar munu ellefu kórar og einsöngvarar flytja fjöl- breytta söngdagskrá. Allur ágóði af sölu aðgöngumiða á tónleikana rennur til styrktar Umhyggju, fé- lags langveikra barna. Hvatamað- ur að tónleikunum og skipulagn- ingu þeirra er Húnvetningur- inn Eiríkur Grímsson sem sjálfur stendur á tímamótum í lífi sínu. „Kannski má í og með segja að ég standi fyrir þessum tónleikum í tilefni þess að ég verð 70 ára dag- inn eftir, það ýtti mér allavega af stað í þetta. Þegar ég áttaði mig á að ég væri að nálgast 70 árin núna í haust fór ég að velta ýmsu fyrir mér. Ég komst nefnilega að raun um að hef átt yndislegt líf. Ekki áfallalaust, en gott líf. Ég hef verið heilsuhraustur, eignast heilbrigð börn og yndisleg barnabörn. Þá hef ég fengið að vinna við margt sem veitt hefur mér lífsfyllingu,“ segir Eiríkur í samtali við Skessu- horn. Sjálfur hefur hann lengst af sínum starfsaldri unnið hjá Náms- gagnastofnun, en lét af störfum fyrir aldurs sakir í fyrrahaust. Eiríkur segir að hann hafi not- ið þeirrar gæfu að geta nánast allt sitt líf verið í tengslum við tón- list og sérstaklega kórsöng. Hann byrjaði sjálfur að syngja í kór þeg- ar hann var fimmtán ára og steig fyrstu skrefin með Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps, en Eiríkur er fæddur og uppalinn á Ljótshólum í Svínadal. Sá mæti kór vann ein- mitt keppnina Kórar Íslands sem lauk á Stöð 2 á sunnudagskvöld- ið. Frá fimmtán ára aldri hefur Ei- ríkur starfað með ýmsum kórum auk þess sem honum hefur verið trúað fyrir stjórnun kóra og söng- sveita. Þá hefur hann samið lög og útsett fyrir kóra. „Ég semsagt á 55 ára söngafmæli um þessar mundir. Í kórstarfinu í gegnum tíðina hef ég eignast marga vini fyrir lífstíð og átt þar margar frábærar stund- ir. Söngferðir eru fjölmargar og eftirminnilegar og ýmislegt sem ég hef séð og upplifað hefði varla verið gert nema vegna kórastarfs- ins.“ Hann segist hafa áttað sig á því að allir eru ekki eins heppnir og hann. „Þess vegna datt mér í hug að gaman væri nú að launa fyrir sig og gera eitthvað fyrir þá sem kannski hafa ekki eignast yndis- legt líf. Þess vegna datt mér í hug að efna til tónleika í Langholts- kirkju sunnudaginn 19. nóvember og kalla þar til kóra, sönghópa og einsöngvara sem ég hef haft tengsl við í gegnum tíðina. Afrakstur- inn af tónleikunum mun óskert- ur renna til stuðnings Umhyggju. Um leið verður það framlag tón- leikagesta að langveik börn geti eignast að einhverju leyti betra líf, vonandi yndislegt líf. Ég bind miklar vonir við að húsfyllir verði á tónleikana og hvet því Vestlend- inga sem eiga heimangengt að fjölmenna í eina borgarferð.“ Á tónleikunum Yndislegt líf koma fram: Kammerkór Reykja- víku, Góðir grannar, Ópus 12, Húnakórinn, Söngfuglar, Karla- kór Kjalnesinga, Þrjár klassísk- ar, Margrét Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Signý Sæmunds- dóttir, Einar Claesen og Ólafur M Magnússon. Kynnir á tónleikun- um verður Guðmundur Guðlaugs- son frá Hvammi í Hvítársíðu. Að- gangseyrir er 2.500 krónur. Í lok tónleikanna munu allir viðstadd- ir bresta í söng og syngja saman Yndislegt líf eftir Weiss, texta við þýðingu Kristjáns Hreinssonar. mm Þakkar fyrir yndislegt líf með samnefndum tónleikum Eiríkur Grímsson. Eiríkur á 55 ára söngafmæli um þessar mundir, en þessi mynd var tekin um það leyti sem hann hóf 15 ára að syngja með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.