Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Page 10

Skessuhorn - 15.11.2017, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201710 Svo virðist sem ránfuglar séu farnir að halda sig meira í þéttbýli. Þeg- ar ljósmyndari var á ferð um hafn- arsvæði Ólafsvíkurhafnar í vikunni rak hann augun í fálka sem sat á grjótgarðinum upp með ánni. Sat fálkinn hinn rólegasti meðan hann var myndaður, færði sig svo úr stað, en settist aftur á sama steininn. Það síðasta sem ljósmyndari sá til fálk- ans var að hann var búinn að koma sér fyrir á ljósastaur skammt frá. þa Fálki heldur til á hafnarsvæðinu Íslenska kvennalandsliði í körfu- knattleik er þessa stundina statt í Slóvakíu þar sem það mætir heimakonum í undankeppni Evr- ópumótsins 2019. Leikur Íslands og Slóvakíu fer fram síðdegis í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Leikurinn er seinni leikur liðsins í þessu landsleikjahléi í nóvember. Síðasta laugardag tapaði Ísland fyrir Svartfjallalandi í Laugardals- höllinni. Var það fyrsti leikur liðs- ins í undankeppninni. Vestlendingarnir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skalla- gríms og Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, verða í eldlín- unni með landsliðinu í kvöld, rétt eins og á laugardaginn var. Leik- urinn í kvöld hefst kl. 17:00 að ís- lenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2. kgk Landsleikur gegn Slóvakíu í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Skallagrími er þriðja frá vinstri en Berglind Gunn- arsdóttir, leikmaður Snæfells, er önnur frá hægri. Ljósm. KKÍ. Markaðsstofa Vesturlands hefur ásamt öðrum markaðsstofum lands- hlutanna skrifað undir samstarfs- samning við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála um að vinna heildstæða stefnumarkandi stjórn- unaráætlun ferðamála fyrir sitt svæði eða svokallaðar DMP áætlun (Dest- ination Managment Plan). Ferða- málastofa gefur forskrift að verk- efninu auk þess sem skoskur ráð- gjafi kemur að því á þeirra vegum. Heima í héraði er tíu manna stýri- hópur sem skipaður er fólki af öllu svæðinu sem leggur línurnar fyr- ir verkefnið á Vesturlandi. Auk þess eru vinnuhópar sem vinna að verk- efninu á hverju svæði innan Vestur- lands og svo verður kallað eftir að- komu bæði heimamanna og hag- aðila til að leggja verkefninu lið. Margrét Björk Björnsdóttir ráðgjafi hjá SSV þróun & ráðgjöf er verk- efnisstjóri fyrir Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi. Að auki koma að verkefnisstjórn Kristján Guð- mundsson framkvæmdastjóri Mark- aðsstofu Vesturlands og Signý Ósk- arsdóttir hjá Creatrix, sem ráðin er til að halda utan um skipulagningu og framkvæmd funda sem framund- an eru á fjórum stöðum á Vestur- landi. Hvað er DMP? „DMP áætlanagerð er heildstætt stefnumótunarferli þar sem litið er til stöðu, skipulags og samræmingar í þróun og stýringu þeirra þátta sem geta haft áhrif á uppbyggingu og upplifun varðandi ferðamál,“ segir Margrét Björk í samtali við Skessu- horn. „Þessi vinna lýtur að greiningu á stöðu ferðamála á hverju svæði, þ.e. þörfum og þolmörkum jafnt umhverfis, samfélags, fyrirtækja og gesta auk framtíðarvæntinga innan greinarinnar. Vinnan byggir á gögn- um og styðst við aðrar áætlanir og verkefni sem snúa að ferðamálum á hverju svæði, svo sem skipulag- sáætlunum sveitarfélaganna, lands- áætlun, auðlindakorti Ferðamála- stofu og fleira. Auk þess sem mik- ið er lagt upp úr að fá heimamenn að borðinu, bæði hagsmunaaðila og almenning til að leggja sitt af mörk- um í þessari vinnu, því stefnumótun ferðamála kemur öllum við.“ Afurðin verður heild- stæð áfangastaðaáætlun Margrét Björk segir að afurð verk- efnisins verði heildstæð áfanga- staðaáætlun DMP sem hefur það að markmiði að stýra á ábyrgan hátt uppbyggingu og þróun ferðamála á Vesturlandi í framtíðinni. „Þetta er áætlun sem byggir á sameiginlegri sýn, stefnumótun og aðgerðaáætlun samfélagsins, skipulagsyfirvalda og hagaðila ferðaþjónustunnar, þann- ig að allir sammælist um að stefna í sömu átt og vinna að málum sam- an.“ Fjögur svæði Vesturlands Áfangastaðáætlun DMP á Vestur- landi er unnin á fjórum svæðum með samstarfi við DMP verkefna- hópa sem starfa á hverju svæði þ.e: #1. svæði: Akranes og Hvalfjarð- arsveit, #2. Svæði: Borgarbyggð og Skorradalshreppur, #3. Svæði: Snæfellsnesi – sveitarfélögin fimm og #4. Svæði: Dalabyggð. Heild- ar áfangastaðaáætlun DMP fyrir Vesturland verður svo unnin upp úr gögnum og vinnu frá þessum fjór- um svæðum. Margrét Björk segir að nú hafi verið unnið að undirbúningi, söfnun gagna og gagnavinnslu auk þess sem fundað hefur verið með DMP vinnuhópum á öllum svæðum til að leita svara við spurningunum: Hvað hefur verið vel gert í ferða- málum? – og hvað má betur fara í ferðamálum? „Næst á dagskrá er að kalla alla sem áhuga hafa að borð- inu til að ræða hlutverk ferðaþjón- ustu í samfélaginu og framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi. Það verður gert á opnum súpufundum á öllum svæðum núna í nóvember og vonast er eftir virkri þátttöku heimamanna, þar sem ferðamál snerta allt sam- félagið. Síðan varða aftur boðaðir opnir fundir á öllum svæðum í janú- ar þar sem unnið verður að mark- miðasetningu og aðgerðaráætlun. Viðfangsefni janúarfundanna mun þá byggja á þeirri vinnu sem hefur verið unnin í verkefninu og á opnu fundunum núna í nóvember. Þessi vinna markar stefnuna fyrir framtíð- arþróun ferðamála á Vesturlandi,“ segir Margrét Björk. Tímasetning fundanna Fundirnir sem hér um ræðir eru opnir öllum sem áhuga hafa á ferða- málum, en mikilvægt er að skrá sig til þátttöku á www.west.is svo hægt sé að elda súpu sem dugir fyrir alla fundargesti án þess að hafa áhyggjur af matarsóun. Fundirnir í nóvember verða á eftirtöldum dögum og stöð- um. Allir fundirnir hefjast kl. 17:00 og munu standa til kl. 20:00. 20. nóv. Opinn fundur fyr-• ir Dalabyggð verður haldinn í Dalabúð í Búðardal. 23. nóv. Opinn fundur fyrir • Snæfellsnes verður haldinn á Breiðabliki í Eyja- og Mikla- holtshreppi. 28. nóv. Opinn fundur fyrir • Borgarbyggð og Skorradals- hrepp verður haldinn í Land- búnaðarháskólanum á Hvann- eyri. 29. nóv. Opinn fundur fyr-• ir Akranes og Hvalfjarðarsveit verður haldinn í Garðakaffi safnasvæðinu á Akranesi. Margrét Björk hvetur íbúa á Vestur- landi til að mæta á súpufundina á sínu svæði sem framundan eru og leggja sitt af mörkum varðandi stefnu- mótun um uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi. „Það er mjög mikil- vægt að gott samtal og samstarf allra aðila verði um framgang þessarar vinnu við áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi svo hún geti skilað raunhæfri og góðri stefnumótun og aðgerðaráætlun sem byggir á vilja heimamanna og stuðlar að ábyrgri þróun ferðamála öllum til hagsbóta á Vesturlandi.“ mm Kynna Áfangastaðaáætlun DMP - samstarfsverkefni um ábyrga þróun ferðamála „Það er mjög mikilvægt að gott samtal og samstarf allra aðila verði um framgang þessarar vinnu við áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi svo hún geti skilað raunhæfri og góðri stefnumótun og aðgerðaráætlun sem byggir á vilja heimamanna og stuðlar að ábyrgri þróun ferðamála öllum til hagsbóta á Vesturlandi.“ Svipmynd frá Hraunfossum í Borgarfirði. Margrét Björk Björnsdóttir er verk- efnisstjóri í Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.