Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Qupperneq 14

Skessuhorn - 15.11.2017, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201714 Um 650 nemendur af elsta stigi grunnskólanna á Vesturlandi fjöl- menntu til Tæknimessu í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi síðastliðinn fimmtudag. Var þetta í annað sinn sem Tæknimessa er haldin en markmið hennar er að kynna fyrir nemendum elsta stigs grunnskólanna það nám sem er í boði í Fjölbrautaskóla Vesturlands á sviði iðn- og verkgreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum að námi loknu. Á Tæknimessu er lögð áhersla á að kynna starfsemi fyrirtækja á Vesturlandi sem byggja tilveru sína á starfsfólki með iðn- og tækni- menntun. Dagskrá Tæknimessu hófst á ratleik þar sem gestir leit- uðu svara við ýmsum spurning- um. Iðn- og tæknifyrirtæki víða af Vesturlandi kynntu starfsemi sína auk þess sem nemendum bauðst að fara í kynningarferð í Skagann 3X á Akranesi. Þá var einnig kynning á véltækninámi um borð í ferjunni Akranesi og farið í siglingu með skipinu. Allt miðar þetta að því að kynna unga fólkið fyrir iðn- og tækni- námi. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi styðja verkefnið í gegnum Sóknaráætlun Vesturlands. Skessuhorn leit við í Fjölbrauta- skóla Vesturlands við upphaf Tæknimessu síðastliðinn fimmtu- dag og var ekki annað að sjá en að krakkarnir væru áhugasamir um starfsemi fyrirtækjanna og iðnnám í Fjölbrautaskóla Vesturlands. kgk Kynntu sér iðnnám á Tæknimessu Emil Kristmann Sævarsson frá Blikksmiðju Guðmundar kynnti starfsemi fyrirtækisins og útskýrði fyrir krökkunum hvernig loftræstikerfi virkar. Hér fær ungur piltur kennslu í rafsuðu á Tæknimessu í FVA. Hægt var að fylgjast með kennslu á málmiðnaðardeild FVA. Áhugasamir krakkar kynna sér starfsemi Elkem Ísland. Á kynningu Norðuráls mátti m.a. sjá gínu í hlífðarklæðnaði eins og notaður er í álveri fyrirtækisins á Grundartanga. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skóla- meistari FVA og Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi, ræða saman á Tæknimessu. Hlédís Sveinsdóttir verkefnisstjóri við Tæknimessu tók á móti hópunum og fór yfir dagskrána með þeim í upphafi heimsóknarinnar. Krakkarnir kynna sér starfsemi vél- smiðjunnar Hamars. Hægt var að fylgjast með kennslu á tréiðnadeild FVA. Hér ráðfærir nemandi sig við kennara sinn. Piltar prófa kennslubúnað í megatróník. Í grunndeild rafiðna stóð krökkunum til boða að spreyta sig í rafvirkjun, undir handleiðslu nemenda í grunndeild rafiðna við FVA.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.