Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 13 anverða Vestfirði eru laskaðar, veg- irnir slæmir og Baldur vélarvana við bryggju. Við þetta ástand er ein- faldlega ekki hægt að una. Þá mun ég tala fyrir því að þegar nýr Herj- ólfur kemur til Vestmannaeyja að gamli Herjólfur verði ekki seldur úr landi. Við þurfum að eiga vara- skip til að aðstæður sem þessar geti ekki skapast. Þá verðum við einn- ig að fjölga ferðum yfir Breiðafjörð þar til vegasamgöngur um lands- hlutann komast í betra horf.“ Fjárfest til framtíðar Sem nefndarmaður í fjárlaga- nefnd Alþingis berst talið að pen- ingamálum og því sem brennur á mörgum. „Það er ljóst að ekki er að verða breyting á þeirri peninga- stefnu sem við fylgjum og að við munum áfram nota sama gjaldmið- il, en vægi verðtryggingar verður skoðað á kjörtímabilinu. Þótt mik- ið standi til í fjárfestingum fyrir ríkissjóð á næstu árum verð ég að benda á að fjárfestingar í heilbrigð- is,- mennta- og samgöngumálum skila sér fljótt til baka í formi betri og heilbrigðari reksturs ríkissjóðs. Auðvitað verðum við engu að síð- ur að halda áfram að lækka skuldir ríkissjóðs, en við sjáum fram á meiri tekjur nú en jafnvel var gert ráð fyr- ir í fjármálaáætlun í september. En almennt er stefnan sú að árið 2024 skuldi ríkissjóður helmingi minna en hann gerir nú, skuldir fari úr 800 milljörðum í 400 milljarða á því tímabili. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn alltof mikil þegar við erum að greiða sem nemur 70 milljarða í vexti, eða um eitt Landspítalaverð á ári. Engu að síður lít ég þannig á að fjárfesting í bættum búnaði á spítöl- um og nýjum vegum sé ekki útgjöld heldur fjárfesting sem strax fer að skila arði. Slys kosta til að mynda gríðarlegar fjárhæðir á hverju ári og með betri vegum og bættri aðstöðu til lækninga og heilsugæslu drögum við úr útgjöldum. Raforkukerfið og heimaframleiðsla Ýmis fleiri mál eru ofarlega í huga fyrsta þingmanns. Haraldur nefn- ir að unnið verði að endurskoð- un veiðigjalda sem mjög hafa ver- ið umdeild ekki síst þar sem þau taka ekki mið af raunverulegum tekjum og gjöldum útgerða hverju sinni, heldur byggja á aðstæðum sem voru uppi tveimur árum áður. „Endurnýjun raforkudreifikerfis er auk þess mjög brýnt verkefni og eitt af því sem setið hefur á hakanum eftir Hrun. Mér sýnist við hins veg- ar ekki vera að fara inn í tíma þar sem nýjar stórvirkjanir verða settar á teikniborðið heldur virkjum það sem nú þegar hefur verið samþykkt í nýtingarflokk. Þá er greinilega vöxtur í smávirkjunum. Tæknin hefur breyst og nú er hægt að virkja ýmsa bæjarlæki. Hér í Norðvestur- kjördæmi hafa til dæmis 140 heim- arafstöðvar einhvern tímann ver- ið í rekstri. Á seinni árum erum við svo að sjá verulega góð verkefni þar sem einstaklingar og jarðaeigend- ur framleiða rafmagn og það sem ekki nýtist er selt inn á dreifikerf- ið og styrkir það. Ég nefni Húsa- fellsvirkjun og virkjanir á Snæfells- nesi sem dæmi. Þó ekki séu þær all- ar stórar þessar heimavirkjanir þá skipta þær tugum.“ Fýlupúkafélagið er lokaður karlaklúbbur Að endingu berst talið að félagi sem ekki hefur farið mikið fyrir í þjóð- málaumræðunni, Fýlupokafélag- inu. „Þetta er að líkindum öflugasta og traustasta félagið sem hér starf- ar. Í því eru einungis þrír félags- menn; Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson auk mín. Þegar næstsíð- asta ríkisstjórn var mynduð vorum við þrír í hópi efasemdarmannanna um ágæti stjórnarinnar. Brynjar missti það út úr sér í einhverju við- tali og sagði; „við fýlupokarnir.“ Þetta festist við okkur og ekki síst eftir að við fórum reglulega að hitt- ast heima hjá mér til að éta hrossa- kjöt. Við höfum haldið hópnum í þessum fjölda og harðlokum fyr- ir inngöngu nýrra félaga. Höfum þó leyft einstaka mönnum að koma í heimsókn. Fýlupúkafélagið er traust stjórnmálaafl.“ mm Virðum hvíldartímann um hátíðarnar VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Nánar á vr.is Hvíld er ekki bara svefn. Til að njóta gæðastunda um jólin – og allt árið um kring – eiga félagsmenn VR rétt á 11 klukkustunda hvíld á sólarhring að lágmarki. Á heimavelli. Ljósm. úr safni Skessuhorns af bóndanum á Vestra-Reini. Akranesviti 24.-26. desember Lokað 31. desember - 1. janúar Lokað Bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar 25.-26. desember Lokað 1. janúar Lokað Bókasafn Akraness 25.-26. desember Lokað 1. janúar Lokað Íþróttamiðstöðin og Jaðarsbakkalaug 23. desember 09:00-16:00 24. desember 09:00-11:00 25.-26. desember Lokað. 30. desember 09:00-18:00 31. desember 09:00-11:00 1. janúar Lokað Íþróttahús Vesturgötu 16. desember 11:30-14:30 17. desember 12:00-15:00 18.-21. desember 07:00-22:00 22. desember 07:00-18:00 23.-26. desember Lokað 27.-29. desember 07:00-19:00 30. desember - 1. janúar Lokað. 2. janúar 07:00-19:00 Bjarnalaug Lokað frá 20. desember til og með 2. janúar 2018. SK ES SU H O R N 2 01 7 Akraneskaupstaður yfir jól og áramót Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga:

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.