Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 15 Bækur sem tekið er eftir! Fallegur gripur sem brúar kynslóðabilið. Fróðleg og spennandi frásögn af sérstæðu fiskveiðistríði. Árekstur íslenskrar gestrisni í Galtarvita við Breska heimsveldið. Listilega skrifuð samtímafrásögn frá þarsíðustu öld. Magnaðar örlagasögur víðsvegar að af landinu. Valgarður er merkur höfundur sem kemur lesendum sínum á óvart. Einstaklega frumleg og merkileg nálgun – þjóðfræðibók fyrir alla.Hetjusaga íslensku konunnar – skyldulesning fyrir bæði kynin. Bókaútgáfan Sæmundur og Bókakaffið á Selfossi senda bókelskum Íslendingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Auglýsing um deiliskipulag Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 1. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á lóð Grundar- fjarðabæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er á Framnesi og er það skilgreint sem iðnaðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Svæðið er 1,1 ha að stærð miðað við mælingu út í miðlínu aðliggjandi gatna. Þrjár lóðir eru á svæðinu. Við Sólvelli 2, lóð A, er iðnaðarhús en samkvæmt nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóð A. Á lóð B við Nesveg 13 er íbúðar- hús með tveimur íbúðum og á lóð C við Nesveg 9 stendur einbýlishús. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar frá 7. nóvember til og með 14. desember 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í ráðhúsinu Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði, eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi þann 14. desember 2017. Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar. Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 7 Farið var í heimsókn í fjárhúsin að Kringlu til þeirra Arnars Freys Þorbjarnarsonar og Fjólu Mikaelsdóttur. Á myndinni eru forsetahjónin ásamt Arnari og Fjólu, börnum þeirra fjórum, systursyni Fjólu og móður hennar. Fyrri degi forsetaheimsóknarinnar lauk á Byggðasafni Dalamanna. Gestir fengu m.a. barnaleiðsögn að hætti Byggðasafns Dalamanna. Sigríður Ósk segir hér sögu kirkjubekkjar úr Hjarðarholtskirkju í Laxárdal. En kirkju- bekkurinn fékk framhaldslíf í yfir 100 ár sem eldhúsbekkur á Hóli í Hörðudal. Ljósm. Halla Sigríður Steinólfsdóttir. Boðið var upp á fjölbreytt tónlistaratriði í Dalabúð. Hér sést blandaður kór úr Dölum, kórstjóri er Halldór Þorgils Þórðarson. Á Dvalarheimilinu Silfurtúni var sungið við hljóðfæraleik og tóku forsetahjónin vel undir með íbúum. Það var glatt á hjalla þegar komið var að Silfurtúni en þar stýrði Melkorka Benediktsdóttir samsöng og Ríkarður Jóhannsson sló taktinn á bongótrommur. Þegar í ljós kom að Dalamaðurinn Þorgeir Ástvaldsson var í hópnum sem fylgdi forseta eftir voru menn ekki lengi að finna honum góða harmonikku og úr varð hin fínasta hljómsveit sem vakti mikla ánægju viðstaddra. Fjölmörg atriði voru á dagskrá á fjölskylduskemmtun í Dalabúð, þar á meðal var íslensk glíma kynnt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.