Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 23
Ívar Orri Kristjánsson á Akranesi var
annar íslenskra dómara sem bættist
á lista alþjóðadómara FIFA fyrir árið
2018, en listinn var birtur nýverið.
Ívar hefur þó vitað lengi af þessu,
eða allt frá því KSÍ hafði samband
við hann í september og upplýsti að
til stæði að tilnefna hann á lista al-
þjóðadómara fyrir Íslands hönd.
„Ég var gífurlega ánægður og stoltur
með tilnefninguna. Ég segi kannski
ekki að ég hafi stefnt að þessu alla tíð.
En eftir að hafa dæmt í hæsta gæða-
flokki á Íslandi undanfarin ár þá hef-
ur það verið á markmiðaskránni að
komast á lista alþjóðadómara, þó ég
hafi kannski ekki horft til þess þegar
ég var að byrja,“ segir Ívar í samtali
við Skessuhorn.
En hvað þýðir það fyrir knatt-
spyrnudómara að komast á lista al-
þjóðadómara FIFA? „Nú opnast sá
gluggi að fara að dæma erlendis und-
ir eigin formerkjum. Dómarar sem
koma nýir inn á alþjóðalista byrja í
þriðja styrkleikaflokki, sem er jafn-
framt sá neðsti í af fjórum flokkum.
Í þeim styrkleikaflokki byrja dóm-
arar að dæma landsleiki yngri lands-
liða, U17, U19 og U21, í Evrópu-
keppnum ungliða og í fyrstu um-
ferðum undankeppni Evrópudeilda
UEFA. Það að dæma á erlendum
grundvelli er auðvitað bara uppskera
mjög erfiðrar vinnu og góðs gengis
hér heima og í erlendum verkefnum
sem KSÍ hefur útvegað manni síð-
astliðin ár. Síðan hef ég verið mjög
heppinn að hafa fengið að fara sem
varadómari í erlend verkefni síð-
ustu tvö ár og þar af leiðandi hlotið
dýrmæta reynslu. Nú er það undir
manni sjálfum komið að sýna það
og sanna hvað býr í manni,“ segir
hann.
Byrjaði að dæma
fyrir tilviljun
Ívar er 28 ára gamall og hóf að
dæma árið 2010. Síðan þá hefur
hann hlotið fjölda viðurkenninga
fyrir störf sín sem dómari, var
til að mynda valinn besti dómari
Pepsi deildar kvenna tvö ár í röð,
2013 og 2014, og besti dómari ÍA
undanfarin tvö ár. En tilviljun ein
réði því að hann tók upp flaut-
una á sínum tíma. Hann lék með
Skallagrími upp yngri flokkana
og síðar með meistaraflokki „við
góðan orðstír,“ eins og hann orðar
það léttur í bragði. Árið 2010 var
hann hluti af meistaraflokki Borg-
arnesliðsins, lék í 3. deild karla en
gat lítið spilað það sumarið vegna
meiðsla. Það var þá sem vinur
hans plataði hann til að koma með
sér á dómaranámskeið og síðan þá
hefur Ívar klæðst dómaratreyj-
unni inni á vellinum. „Ég held
reyndar að flestir dómarar byrji
að dæma fyrir tilviljun, þetta detti
einhvern veginn upp í hendurnar
á þeim. Ég tel að strákar og stelp-
ur leggi sjaldnast upp með það að
verða dómarar,“ segir Ívar. Ástæð-
una segir hann vera hvernig dóm-
arastarfið birtist út á við. „Þetta
lítur ekki nógu spennandi út og
virkar ekki heillandi. Spurningin
sem ég er oftast spurður að þeg-
ar dómarastarfið er til umræðu er
hvernig ég þoli að láta drulla yfir
mig í 90 mínútur? Fólk heldur
að það sé dómgæsla í hnotskurn,
að glíma við stöðugan fúkyrða-
flaum á meðan leik stendur en það
er eins langt frá veruleikanum og
það verður,“ segir hann.
Mannleg samskipti og
leikstjórnun
„Dómgæsla snýst fyrst og síðast
um mannleg samskipti og leik-
stjórnun. Þetta snýst um að hafa
samskipti við hóp af fólki, 22 leik-
menn, tvo þjálfara og varamanna-
bekki beggja liða. Áskorun dómar-
ans felst í því að halda einbeitingu
og reyna að taka réttar ákvarðanir
á sama tíma og allir eru að reyna að
hafa áhrif á mann sjálfan. Ég tel að
lykillinn að því að gera vel í dóm-
gæslu séu heilbrigð mannleg sam-
skipti og að vera trúr sjálfum sér,“
útskýrir hann en bætir því við að
fyrst og fremst sé skemmtilegt að
fást við dómgæslu. „Flestir sem ná
að komast yfir þann hjall að dæma
nokkra leiki og komast á þann stað
að hafa gaman af þessu líta aldrei
til baka. Þá er ekki aftur snúið,“
segir Ívar Orri Kristjánsson knatt-
spyrnudómari að endingu.
kgk
„Dómgæsla snýst fyrst og
síðast um mannleg samskipti“
- segir Ívar Orri Kristjánsson alþjóðaknattspyrnudómari
Ívar Orri Kristjánsson í þann mund að ganga inn á Laugardalsvöll til að dæma bikarúrslitaleik ásamt aðstoðardómurum
leiksins. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Útsendingar Jólaútvarps Grunnskóla
Snæfellsbæjar hófust í gærmorgun,
þriðjudaginn 12. desember og munu
útsendingar standa yfir fram á laug-
ardagskvöld. Undirbúningurinn á sér
þó nokkurn aðdraganda, því síðustu
vikur hafa yngri bekkir skólans unnið
hörðum höndum að því að taka upp
sína þætti í stúdíói. Eldri krakkarn-
ir verða hins vegar í beinni útsend-
ingu. „Þetta hefur verið þónokkur
vinna en engu að síður gengið vel
að undirbúa útsendingarnar og taka
upp. Krakkarnir í 1. til 7. bekk hafa
gert bekkjarþætti sem eru teknir upp
fyrirfram, en 8. til 10. bekkur flytur
sína þætti í beinni útsendingu eft-
ir handriti sem krakkarnir hafa sjálf-
ir skrifað,“ segir Margrét Lára Guð-
mundsdóttir kennari í samtali við
Skessuhorn. Hún hefur haldið utan
um undirbúning útvarpsútsendinga
með krökkunum og verið þeim inn-
an handar.
Fjölbreytt dagskrá
Handritsgerð er unnin sem verk-
efni í íslensku og gera allir krakk-
arnir handrit, hvort sem þeir vilja
fara með þau í útvarpið eða ekki.
Krakkarnir hafa val um að vera með
í útsendingum en flestir hafa valið að
taka þátt „Þátttakan er mjög góð, við
erum með fimm þætti úr hverjum ár-
gangi og flestir úr hverjum bekk vilja
vera með,“ segir hún. Fyrir vikið eru
efnistök þáttanna eins mismunandi
og þættirnir eru margir og dagskrá-
in afar fjölbreytt. „Núna er til dæm-
is verið að taka viðtal við bæjarstjór-
ann um pólitík, í beinni útsendingu,“
nefnir Margrét sem dæmi þegar
hún ræðir við blaðamann. „Síðan
má nefna brandaraþátt, sem saman-
stendur eingöngu af bröndurum og
tónlist, ég held það verði skemmti-
legt að hlusta á það. Þá verða flutt-
ar jólasögur og svo er þáttur tveggja
stúlkna í 8. bekk sem tóku viðtöl við
fólk frá ýmsum löndum um jóla-
hefðir, þar af verður eitt viðtalanna
í beinni útsendingu,“ segir hún en
tekur fram að þetta sé aðeins brot af
efni útvarpsins að þessu sinni.
Útvarpsstjörnur
framtíðarinnar
Þetta er í annað sinn sem krakkarn-
ir í Grunnskóla Snæfellsbæjar bregða
sér í hlutverk dagskrárgerðarmanna í
desember og standa að útvarpsút-
sendingum. „Ég vona að þetta verði
fastur liður og ætlun okkar er að
reyna að halda þessu við. Þetta er
skemmtilegt og gaman að sjá krakk-
ana spreyta sig á öðruvísi vinnu og
blómstra í útvarpinu,“ segir Mar-
grét og er ekki í vafa um að í hópn-
um leynist útvarpsstjörnur framtíð-
arinnar.
Hlusta má á útsendingu Jólaút-
varps Grunnskóla Snæfellsbæjar á
tíðninni FM 103,5. Auk þess er að
finna hlekk á heimasíðu skólans,
www.gsnb.is, fyrir þá sem vilja hlíða
á krakkana í tölvu eða snjalltækjum.
kgk/ Ljósm. af Facebook-síðu Jó-
laútvarps GSNB.
Jólaútvarp GSNB ómar í vikunni
Krakkarnir í 1. bekk mættir í stúdíóið.Anel, Björg Eva, Laufey, Sædís og Aldís við upptökur á dögunum.
Sylvía og Marta tóku upp tvö lög sem flutt verða í útvarpinu.