Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201710 Verslunin Borgarsport í Borgar- nesi átti 35 ára afmæli síðastlið- inn fimmtudag. Í tilefni dagsins var boðið upp á ýmis tilboð í verslun- inni auk þess sem viðskiptavinum var boðið upp á köku eftir klukk- an 16 og börnin fengu gefins „spin- ner“. Að sögn Helgu Sifjar Andr- ésdóttur, eiganda Borgarsports, gengur reksturinn ljómandi vel og er hún ánægð með hversu dugleg- ir heimamenn eru að koma við og eiga viðskipti við Borgarsport. arg Borgarsport í Borgarnesi 35 ára Kaka var í boði í tilefni afmælisins. Félagið Langholt ehf., sem á og rekur Bauluna í Borgafirði, hef- ur fengið nýja eigendur. Fyrri eig- endur höfðu rekið félagið síðustu 17 ár með miklum sóma en það var 1. september sl. að nýir eigendur komu að rekstrinum. Elmar Guð- laugsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins. Hann hafði starfað hjá Ölgerðinni síðan 2009, síðast sem sölumaður á landsbyggð- inni, sem nýtist honum mjög vel á nýjum starfsvettvangi. Elmar segir að það sé mikill hug- ur í honum að breyta og byggja staðinn enn betur upp. „Baulan hefur verið matsölustaður, verslun og eldsneytissöluaðili sl. ár. Mikl- ar breytingar eru hafnar til að bæta alla þjónustu við viðskiptavini en sem dæmi hefur matseðilinn verið stækkaður og nú hægt að fá pizz- ur allan daginn. Einnig munum við stækka matsalinn á næstunni svo hægt verði að taka við stórum rútum og þeim ferðamönnum sem vilja fá góða þjónustu. Frá byrjun hefur ekki verið innangengt á milli bensínstöðvar og verslunnar en því verður nú breytt,“ segir Elmar. Framkvæmdir hafa nú þegar verið hafnar og segir Elmar gert ráð fyrir að þeim ljúki í byrjun apríl nk. -fréttatilkynning Nýir eigendur Baulunnar í Borgarfirði Snæfellsbær lét nú í byrjun mánað- arins bora tilraunaholu við Ráðhús Snæfellsbæjar á Hellissandi. Með þessari borun var verið að kanna jarðlögin en þau eru nokkuð flókin blanda m.a. af klöpp og hrauni. Það var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem sá um borunina. Að sögn Krist- ins Jónassonar, bæjarstjóra Snæfells- bæjar, tókst borunin vel en töluvert vatn og sjór er í holunni sem er 150 metra djúp. Hitinn í henni mælist 6,5 gráður og botnhiti um 15 gráður. Eins og staðan er nú er gert ráð fyr- ir að holan nýtist til að kynda Ráð- húsið með því að tengja „vatn í vatn“ varmadælu við hana. Einnig hlýst við þetta góð reynsla sem ætti að nýt- ast til að bora fleiri holur á svæðinu. Til að mynda verður auðveldara að reikna út kostnað við borun og kaup á varmadælum við hús. Reynslan af notkun „vatn í vatn” varmadælna hefur sýnt fram á orkusparnað upp á 50 - 60% og ef hús eru vel einangruð og með gólfhita ætti sparnaðurinn að geta orðið meiri þar sem þess konar hús þurfa minni orku. þa Nægilegur hiti fannst við ráðhússvegg til að knýja varmadælu Síðastliðinn laugardag var jóla- markaður haldinn í gömlu hlöð- unni í Nesi í Reykholtsdal. Þar kenndi ýmissa grasa í jólatengdum varningi, matvöru og fleiru. Með- al annars var kynnt til leiks ný ís- gerð í Brekkukoti í sömu sveit sem systkinin Halldóra Lóa og Helgi Eyleifur Þorvaldsbörn standa fyr- ir. Ísinn þeirra verður seldur und- ir vörumerkinu Laufey, til heið- urs ömmu þeirra Laufeyju Hann- esdóttur í Brekkukoti. Óhætt er að segja að Laufey ísinn hafi slegið í gegn og fékk hann afar góðar við- tökur á markaðinum. mm Kynntu Laufey ísinn á jólamarkaði Jónína Sigríður Þorláksdóttir og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kynna hér Laufeyjar ísinn á jólamarkaði í Nesi. Ísinn er fyrst um sinn framleiddur með þremur bragðtegundum, meðal annars með jarðarberjum og basiliku frá Sólbyrgi. Ljósm. kj. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gert skýrslu um olíunotkun í sjáv- arútvegi og væntanlega notkun til ársins 2030, auk annarra umhverf- isþátta í starfsemi sjávarútvegsfyrir- tækja. „Mikið hefur áunnist á und- anförunum áratugum og mjög hefur dregið úr losun gróðurhúsaloftteg- unda sem rekja má til sjávarútvegs á Íslandi. Sú þróun heldur áfram á komandi árum. Einkum er horft til áranna 1990 til 2030 í skýrslunni, en það er það tímabil sem Parísarsam- komulagið miðast við. Það er von Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að skýrslan gefi nokkuð skýra mynd af þróun í olíunotkun sjávarútvegs á Ís- landi og einnig því, hvernig sjávar- útvegurinn mun á næstu árum draga enn frekar úr olíunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir í til- kynningu. Meðal helstu niðurstaðna í skýrsl- unni eru að sterkir fiskistofnar, fram- farir í fiskveiðum og betra skipulag veiða hefur leitt til verulega minni olíunotkunar í sjávarútvegi og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um 43% frá árinu 1990 til ársins 2016. Þá kemur fram að reiknað er með að eldsneyt- isnotkun í sjávarútvegi hafi dreg- ist saman um 134 þúsund tonn frá árinu 1990 til ársins 2030. Þá verði bræðsla á fiski nær eingöngu knúin með rafmagni og raforkuframleiðsla um borð í fiskiskipum heyri til und- antekninga þegar skip eru í höfn. Gangi þetta eftir mun eldsneytis- notkun í sjávarútvegi dragast saman um 54% á tímabilinu. Í skýrslunni kemur fram að árs- notkun eldsneytis í sjávarútvegi árið 2016 var sú lægsta frá árinu 1990, bæði frá fiskiskipum og fiskimjöls- verksmiðjum. Loks kemur fram að fjárfestingarþörf í fiskiskipum fram til ársins 2030 er metin um 180 milljarðar króna. Nýrri og tækni- væddari skip munu draga enn frekar úr umhverfisáhrifum sjávarútvegs. Hagkvæmnisútreikningar sýna að hagstæðara er að nota rafmagn úr landi þegar skip eru í höfn, frekar en að keyra ljósavélar sem ganga fyrir olíu. mm Verulega dregur úr eldsneytis- notkun í sjávarútvegiÍsfisktogaranum Viðey RE var á fimmtudaginn siglt af stað frá Tyrklandi áleiðis til Íslands. Gert er ráð fyrir að siglingin taki hálf- an mánuð og er skipið væntanlegt til Reykjavíkur skömmu fyrir jól. Viðey er síðasta skipið í röð þriggja nýrra ísfisktogara sem Celiktrans skipasmíðastöðin í Tyrklandi smíð- aði fyrir HB Granda, en áður voru uppsjávarskipin Venus NS og Vík- ingur AK smíðuð fyrir HB Granda hjá sömu stöð. Heimsiglingin verður í hönd- um Jóhannesar Ellerts Eiríkssonar skipstjóra og hans manna. Ráðgert er að formleg móttaka vegna komu Viðeyjar til heimahafnar í Reykjavík verði föstudaginn 22. desember. mm Viðey RE á heimsiglingu Viðey RE við brottför frá Tyrklandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.