Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201720 Síðastliðinn fimmtudag fór fram kynning á 100 verkefnum sem verða á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018. Kynningin var haldin í Safnahúsinu við Hverf- isgötu að viðstöddum fulltrúum verkefna af öllu landinu. „Á næsta ári fögnum við aldarafmæli sjálf- stæðis og fullveldis Íslands. Afmæl- isnefnd var falið, samkvæmt þings- ályktun, að standa fyrir hátíðarhöld- um um land allt. Var ákveðið að fara þá leið að leita til landsmanna um mótun dagskrár afmælisársins. Aug- lýst var eftir tillögum að verkefnum á dagskrána. Bárust 169 tillögur og var sótt um rúmlega 280 milljónir króna. Á fimmtudaginn voru kynnt þau 100 verkefni sem valin voru úr innsendum tillögum. Verkefnin sem valin voru á dag- skrána eru fjölbreytt og verða unnin um land allt. Þau bera með sér hug- myndaauðgi og gefa mynd af öflugu menningar- og atvinnulífi í landinu. Verkefnin spanna allt litrófið; þau eru stór og umfangsmikil eða minni um sig, en öll styrkja þau ímynd þjóðar- innar sem sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar í samfélagi þjóðanna. Mörg verkefnanna fela í sér samstarf ein- staklinga, samtaka og stofnana hér á landi og erlendis, en sérstaklega var hvatt til nýsköpunar í áherslum sem nefndin kynnti á vef sínum þegar auglýst var eftir verkefnum á afmæl- isdagskrána,“ segir í tilkynningu af- mælisnefndar. Hæstu styrkina, eða þrjár millj- ónir, hljóta hátíðarsýningar í Þjóð- minjasafni Íslands 2018, Óperan Bræður eftir Daníel Bjarnason í Ís- lensku óperunni og Sagafilm sem ætlar að framleiða sjónvarpsþætti um Fullveldisöldina. Styrkir á Vesturland Hér á eftir er umfjöllun um þau verkefni á Vesturlandi sem hlutu styrki, en alls renna 6,8 milljónir króna til verkefna sem hafa beina skírskotun í landshlutann. Fullveldisöldin í fjarska og nánd Snorrastofa í Reykholti fékk vilyrði fyrir tveggja milljóna króna styrk vegna verkefnisins „Fullveldisöldin í fjarska og nánd 1918–2018. Snorri og sjálfstæðisbaráttan.“ Snorrastofa setur upp þemasýningu sem tengist fornum bókmenntum og fullveld- inu. Sýningin verður tengd grunn- sýningu Snorrastofu og mun ramma inn málþing sem verður á haustdög- um og fjallar um fornar bókmenntir og fullveldið. Er þetta hluti af stærra verkefni sem Snorrastofa stendur fyrir. Verkefnið er unnið í samstarfi við íbúa í Borgarfirði og hollvina- samtök Snorrastofu í Noregi. Viðburðir í Stykkishólmi Stykkishólmsbær fékk 1,5 millj- ón króna í styrk vegna „Viðburð- ir á vegum Stykkishólmsbæjar í til- efni aldarafmælis fullveldis Íslands.“ Stykkishólmsbær og stofnanir bæj- arfélagsins standa fyrir ýmsum við- burðum á afmælisárinu. Tónlistar- skólinn leggur áherslu á að kynna og flytja íslenska tónlist og ættjarð- arlög ásamt því að nemendur semja lög með tímamótin í huga. Veitt verða verðlaun. Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan verður haldin á vegum Norska hússins. Opnuð verður sýn- ing í Amtsbókasafninu á verkefnum nemenda þar sem fjallað verður um hvernig var að alast upp 1918 saman- borið við 2018. Grunnskólinn mun efna til ritgerðasamkeppni og Ljós- myndasafn Stykkishólms sýnir ljós- myndir tengdar 1918. Leikskólinn mun vinna verkefni tengd íslenska fánanum og halda sýningu. Fullveld- isdagurinn 1. desember verður há- punktur hátíðahaldanna. Byggða- safn Snæfellinga og Hnappdæla mun opna sýningu um tengsl Jóns Sig- urðssonar við ýmsa framfaramenn búsetta í Stykkishólmi á 19. öld. Konur í landbúnaði Landbúnaðarsafn Íslands fær hálfa milljón króna í styrk vegna verk- efisins: „Konur í landbúnaði í 100 ár.“ Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á mikilvægan og fjölbreyttan þátt kvenna í landbúnaði en sá þátt- ur hefur oft farið dult í umræðu um íslenskan landbúnað í gegnum árin. Áætlað er að setja sýninguna upp í Halldórsfjósi á Hvanneyri og á sýn- ingunni verða myndir og mun- ir sem sýna þátt kvenna í landbún- aði frá stofnun fullveldis til okkar daga. Einnig verða sett upp fræðslu- spjöld sem tengjast viðfangsefninu. Sýningin er ætluð öllum aldurshóp- um til fróðleiks og komið verður á samstarfi við grunn- og leikskóla á Hvanneyri, bæði við undirbúning og á meðan á sýningunni stendur. Sýningin er unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, þar á meðal Kven- félagið 19. júní sem fagnar 80 ára af- mæli sínu á næsta ári. Fullveldi til fullveldis Jónína Erna Arnardóttir í Borgar- nesi hlýtur hálfa milljón króna í styrk vegna verkefnisins „Fullveldi til full- veldis.“ Verkefnið eru tónleikar með sögumanni, þar sem farið er yfir menningarsögu Íslands í tónum og tali, frá því að við vorum fullvalda þjóð til þess að við urðum það aftur. Íslensk tónlist allt frá Ár var alda til Þjóðsöngsins og nýs tónverks sem hefur verið pantað hjá ungu íslensku tónskáldi af þessu tilefni. Kastljósi er beint á það hvað tónlist og menn- ing hafði mikil áhrif á sjálfsmynd Ís- lendinga til að við gætum verið sjálf- stæð þjóð. Íslensk kammertónlist Reykholtshátíð 2018 fær hálfa millj- ón vegna verkefnisins „Fullveldi í 100 ár: íslensk kammertónlist frá 1918–2018.“ Verða það lokatón- leikar Reykholtshátíðar í sumar. Á tónleikunum verður leikið úrval ís- lenskra kammerverka frá fullveldis- árinu 1918 og fram til ársins 2018. Dr. Árni Heimir Ingólfsson tón- listarfræðingur verður ráðgefandi í þessu verkefni. Á tónleikunum verð- ur frumflutt á Íslandi nýtt verk eftir Borgnesinginn Önnu Þorvaldsdótt- ur tónskáld, en frumflutningur á verkinu fer fram í París í apríl 2018. Heimildarmynd um útileiki Byggðasafnið í Görðum á Akranesi hlýtur 400 þúsund króna styrk vegna; „Viðburðir og heimildarmynd um útileika barna 1918–2018.“ Byggða- safnið hyggst fjalla um og gera stutta heimildarmynd um útileiki barna sem og halda viðburði því tengdu. Með verkefninu er leitast við að gera útileikjum barna frá upphafi 20. ald- ar skil á myndrænan hátt og með því skrá og varpa ljósi á hvernig útileik- ir barna hafa breyst frá þessum tíma fram á okkar daga. Myndin verður hluti af grunnsýningu Byggðasafns- ins í Görðum, Akranesi. Minningarreitur um Sturlu Þórðarson Dalabyggð fyrir hönd áhugahóps um Sturlu Þórðarson, hlýtur 300 þúsund króna styrk vegna; „Opn- un minningarreits um sagnaritarann Sturlu Þórðarson.“ Sturla Þórðar- son, sagnaritari, skáld og lögmaður, bjó á Staðarhóli í Saurbæ í því hér- aði sem nú heitir Dalabyggð, fædd- ur 1214, dáinn 1284. Hann er af- kastamestur sagnaritara 13. aldar, ekki aðeins um sögu Íslands, held- ur einnig Noregs. Arfur hans á fullt erindi til samtímans, enda er hann stór hluti sjálfsmyndar Íslendinga. Síðsumars verður opnaður minn- ingarreitur um Sturlu á Staðarhóli í Saurbæ og verður opnunarathöfn í tilefni þess. Vínlandssetur Eiríksstaðanefnd hlýtur 300 þús- und króna styrk vegna Vínlands- seturs í Leifsbúð Búðardal. Í und- irbúningi er opnun Vínlandsseturs í Búðardal þar sem landafundasögu Íslendinga verða gerð skil í sýning- arformi. Setrið verður systurset- ur Landnámsseturs í Borgarnesi. Í apríl verður blásið til viðburðar sem verður formlegt upphaf uppbygg- ingarinnar þar sem fjallað verður um þetta metnaðarfulla verkefni op- inberlega, sýnd drög að hönnun og sagt frá ferlinum, auk þess sem fyrsta senan að sýningunni verður sýnd og fjallað um tengsl þessara landafunda við fullvalda ríkið Ísland. Ættjörðin og unga fólkið Safnahús Borgarfjarðar í Borgar- nesi hlýtur 300 þúsund króna styrk vegna verkefnisins „Ættjörðin og unga fólkið.“ Verkefnið er sam- starfsverkefni við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem unnið er með ungu fólki í listsköpun. Á árinu 2018 tekur markmið og textaval sérstakt mið af fullveldisárinu. Valin verða ættjarðarljóð af ýmsu tagi og eft- ir borgfirsk skáld á ýmsum tímabil- um, alveg til samtíma. Umfjöllun- arefnið er ættjörðin og verða ljóð- in sett í vinnuhefti sem dreift verður til nemenda Tónlistarskólans í byrj- un janúar. Þeir vinna svo með texta úr heftinu að eigin vali undir hand- leiðslu kennara sinna og semja tón- list við þá. Lokapunktur verkefnis- ins er svo tónleikar í Safnahúsi 19. apríl þar sem nemendur flytja sjálfir eigin verk. „Kellingarnar“ minnast fullveldis Bókasafn Akraness og leikfélag- ið Skagaleikflokkurinn hlýtur 300 þúsund króna styrk vegna verkefn- isins „“Kellingarnar“ minnast full- veldis.“Markmið „Kellinganna“ er að fræða og skemmta samferða- mönnum sínum í göngu um bæ- inn. Leitað verður fanga í Héraðs- skjalasafni Akraness, í dagbókum, fundargerðum, tímaritum, bréfum og hreppskjölum. Horft verður til þessara þátta; byggðin, höfnin, heil- brigðismál / spánska veikin, skóli, kirkja, félagsstörf og hátíða-höld 1. des. 1918. Afraksturinn verður flutt- ur á göngu um Akranes, áð verður á stöðum sem tengjast efninu. Með verkefninu er varpað ljósi á lífið á Akranesi árið 1918, borið saman við daginn í dag. Barnamenningarhátíð á Snæfellsnesi Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hlýtur 200 þúsund króna styrk vegna verk- efnisins; „Barnamenningarhátíð á Snæfellsnesi.“ Á barnamenning- arhátíðinni verður sérstök áhersla lögð á fjölmenningarsamfélagið sem við búum í. Á hátíðinni verð- ur kynning á 21 þjóðerni sem búsett er á Snæfellsnesi. Á barnamenning- arhátíðinni fer fram kynning á mat- arhefðum, þjóðdönsum, söng o.fl. Verkefnið er unnið í samvinnu við Frystiklefann á Rifi og alla skóla á Snæfellsnesi. mm Verkefnastyrkjum úthlutað til að minnast aldarafmælis fullveldisins Fulltrúar styrkþega þegar styrkjunum var úthlutað í Safnahúsinu við Hverfisgötu sl. fimmtudag. Hér má sjá hvernig styrkjum er dreift um landið, enda lögð áhersla á þátttöku sem flestra landsmanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.