Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201718
Matreiðslubókin „Pabbi, áttu fleiri
uppskriftir,“ eftir Skagamanninn
Smára Hrafn Jónsson matreiðslu-
meistara, kom út um miðjan októ-
ber. Er þetta önnur matreiðslubók-
in sem hann gefur út en sú fyrri,
„Pabbi áttu uppskrift“ kom út
haustið 2014 og seldist upp og hef-
ur ekki verið fáanleg í tvö ár. Smári
er fæddur og uppalinn á Akranesi
og hefur starfað sem matreiðslu-
meistari í rúmlega þrjá áratugi og
er að mati flestra sem til þekkja af-
bragðsgóður kokkur. Hugmyndin
að matreiðslubókinni fæddist í raun
hjá eiginkonu Smára, Guðbjörgu
Nielsdóttur. „Fyrir nokkrum árum
voru frænkur Guðbjargar iðu-
lega að hringja til að fá uppskrift-
ir hjá henni. Hún ákvað þá að búa
til bækling með öllum vinsælustu
tertu- og kökuuppskriftunum og
gefa frænkum sínum í jólagjöf. Ég
var lengi búinn að gæla við þá hug-
mynd að gera sjálfur bók af þessu
tagi með mínum uppskriftum. Fá-
einum árum síðar voru dætur mín-
ar fluttar að heiman og farnar að
hringja í pabba til að fá uppskrift-
ir af þeim mat sem þær voru van-
ar að fá á okkar heimili. Ég áttaði
mig þá á að ég hefði aðeins klúðrað
í uppeldinu, sú yngsta kunni nefni-
lega ekkert að elda,“ segir Smári og
hlær. „Hún kunni jú að gera eggja-
brauð,“ bætir Guðbjörg við og
hlær.
Eftirspurn eftir fyrri
bókinni ýtti við nýrri
Smári ákvað að láta slag standa fyr-
ir jólin 2014 og búa til matreiðslu-
bókina sem þau höfðu talað um
lengi. „Við ákváðum að vera frek-
ar djörf og láta prenta nokkur auka
eintök og prófa að selja. Ég kjaft-
aði frá þessu á Fracebook og tveim-
ur dögum síðar var ég komin með
yfir 100 pantanir,“ segir Smári. „Sú
bók var eiginlega fjölskylduverk-
efni sem við hjónin og dætur okkar
komum öll að. Svo þegar við sáum
viðbrögðin frá fólki ákváðum við að
halda fjölskyldufund um framhald-
ið. Á þeim fundi var tekin ákvörðun
um að vera enn kaldari og prenta
300 eintök af bókinni. Næst sett-
um við upp Facebook síðuna
„Smári kokkur“ og þá fór bókin að
rokseljast. Um áramótin, rúm-
um mánuði eftir að fyrstu eintök-
in voru prentuð, var búið að prenta
600 eintök. Við seldum bókina í
anddyri Krónunnar og Bónuss,
á mörkuðum og í gegnum Face-
book. Í byrjun árs 2015 fór bókin
í sölu hjá Eymundsson en við tók-
um hana svo úr sölu í lok sama árs
þegar við fluttum til Spánar. Þá gat
ég ekki lengur sinnt sölunni sjálf-
ur og var ekki með útgefanda til að
sjá um það,“ útskýrir Smári. Fyrir
seinustu jól bárust honum margar
fyrirspurnir um bókina en hún var
þá hvergi fáanleg. „Eftirspurnin
ýtti við mér og ég ákvað að leita að
útgefanda til að gefa bókina út fyr-
ir mig. Niðurstaðan var samstarf
við Huginn Þór hjá Óðinsauga út-
gáfu. Hann vildi ekki gefa bókina út
í sinni fyrri mynd, heldur fá alvöru
„fullorðna“ bók. Nýja bókin byggir
á sömu hugmyndafræði og sú fyrri,
einfaldar uppskriftir og leiðbein-
ingar en ég endurskrifaði bókina
nánast alveg, tók út nokkrar upp-
skriftir og bætti við yfir fjörtíu nýj-
um uppskriftum. Í nýju bókinni er
einnig búið að bæta heilmiklu við
af leiðbeiningum og hagnýtum ráð-
um,“ segir Smári.
Að malla og krauma
Bókin ætti að gagnast hverjum sem
er, hvort sem viðkomandi er að
stíga sín fyrstu skref í eldamennsku
eða er þaulvanur á því sviði. Upp-
skriftirnar eru allar af hversdags-
legum heimilismat sem flestir ættu
að kannast við. „Ég reyndi eft-
ir bestu getu að leggja fagmann-
inn til hliðar og skrifa bækurn-
ar með það í huga að hver sem er
gæti skilið þær. Ég komst þó fljótt
að því að ég gat ekki alveg lagt fag-
manninn til hliðar. Þegar útgef-
andinn var búinn að lesa yfir upp-
skriftirnar sem ég sendi honum
sendi hann iðulega til baka fyrir-
spurnir um hin ýmsu hugtök sem
ég notaði, eins og hvað væri að
malla eða krauma. Ég gerði mér
enga grein fyrir að merking slíkra
hugtaka væru ekki bara almenn
vitneskja. Það varð til þess að ég
skrifaði nýjan kafla um matreiðslu-
aðferðir, þar sem ég útskýri ýmis
hugtök sem notuð eru við matar-
gerð,“ segir Smári og hlær.
Kafli um
ítalska tómatsósu
„Ég get ekki annað en minnst á
einn nýjan kafla í bókinni, en það
er kafli um ítalska tómatsósu,“ segir
Smári. Í kaflanum er að finna upp-
skrift af ítalskri tómatsósu auk níu
uppskrifta af réttum sem innihalda
sósuna. „Þessi sósa á sér langa sögu
en hún á rætur að rekja í pasta-
sósu sem ég bjó til árið 1990. Eftir
að við fluttum til Spánar fór ég að
þróa sósuna enn frekar og úr varð,
þó ég segi sjálfur frá, þessi fína ít-
alska tómatsósa. Það tók mig nokk-
urn tíma að fullkomna sósuna og
var á tímabili fátt eldað á heimilinu
sem ekki innihélt þessa sósu. Hún
Guðbjörg mín var orðin frekar leið
á sósunni undir lokin, enda bjugg-
um við tvö ein á Spáni og ég hafði
engan annan til að láta smakka fyr-
ir mig,“ segir Smári og hlær. „Þetta
var allt þess virði og ég held að
Guðbjörg sé alveg sammála því og
geti alveg hugsað sér að borða sós-
una aftur núna. Sósan hefur fengið
ítalska viðurkenningu, ekki form-
lega þó, bara frá ítölskum vinum
okkar á Spáni sem hafa sagt að þessi
sósa sér afbragðsgóð ítölsk tómat-
sósa,“ bætir hann við og hlær.
Jólauppskrift
Nú þegar jólin nálgast eru marg-
ir farnir að huga að hátíðarmatn-
um en í matreiðslubókinni er ein-
mitt að finna eina uppskrift af jóla-
mat. Réttinn þekkja eflaust flestir í
einhverri mynd en eflaust eru ekki
margir sem tengja hann við jólin,
en um er að ræða fisk í rjómasósu.
Á heimili Smára er rétturinn þó
mjög tengdur jólunum en þar hefur
hann verið eldaður á aðfangadags-
kvöldi í 20 ár. „Um miðjan des-
ember fyrir 20 árum var elsta dótt-
ir mín að tala um hvað hana hlakk-
aði mikið til að fá jólamatinn, en ég
var vanur að elda innbakaða nauta-
lund á aðfangadegi. Ragnheiður
dóttir mín spyr mig hvort ég ætli
að hafa kjöt eða fisk á jólunum, hún
var lítið gefin fyrir kjöt á þessum
tíma. Ég svara henni því að ég ætli
að hafa kjöt eins og vanalega. Þá
spyr hún mig hvort það ættu ekki
allir að fá eitthvað sem þeim þykir
gott á jólunum og ég gat ekki ann-
að en svarað því játandi. Þá segist
hún ekki vilja kjöt heldur fisk. Ég
gat því ekki annað en lofað henni
fisk á aðfangadegi og eldaði þennan
fisk í rjómasósu. Þetta hefur orðið
að jólahefð og borðar hún ennþá
þennan rétt á aðfangadegi, þó hún
sé farin að fá sér kjötið líka,“ seg-
ir Smári. Í bókinni ljóstrar Smári
líka upp áratugagömlu leyndar-
máili um hvernig hann gerir fiski-
bollur, en hann hefur margoft verið
beðinn um að segja frá því. „Marg-
ir hafa beðið mig um leiðbeiningar
hvernig ég næ fiskibollunum mín-
um svona stífum en samt léttum í
sér. Ég hef í mörg ár haldið þess-
ari aðferð fyrir mig og ekki viljað
gefa hana upp en ákvað að nú væri
tíminn. Mig langaði að setja þessa
uppskrift með í bókina og þá fannst
mér ég verða að láta leyndarmál-
ið um aðferðina fylgja með,“ segir
Smári.
Líður vel á Spáni
Smári og Guðbjörg fluttu til Al-
tea á Spáni fyrir tveimur árum. Að-
spurður hvort matarmenningin þar
sé mjög frábrugðin þeirri íslensku
segir Smári svo ekki vera. „Spán-
verjum hefur farið mikið fram í
matargerð og þar er hægt að fá
mjög góðan mat. Matarmenning-
in sem slík er ekki svo frábrugðin
en hráefnisúrvalið er mun betra á
Spáni og verðið hagstæðara. Mér
þykir mjög skemmtilegt að prófa
að matreiða eitthvað alveg nýtt og
hef stundum keypt eitthvað sem
ég veit varla hvað er, eins og t.d.
fisk sem ég hef aldrei séð áður. Ég
spyr þá bara sölumanninn hvernig
eigi að matreiða þetta og prófa mig
svo áfram. Þetta þykir mér mjög
spennandi,“ segir Smári. Hann og
Guðbjörg eru um þessar mund-
ir að selja húsið sitt á Akranesi og
segjast ekki hafa hug á að flytja aft-
ur til Íslands í náinni framtíð. „Við
keyptum okkur sumarhús í Borg-
arfirði til að hafa aðsetur þegar við
komum til Íslands en okkur lík-
ar mjög vel á Spáni og sjáum ekki
fyrir okkur að flytja heim aftur. Við
erum bæði öryrkjar með sjúkdóma
sem hrjá okkur helst í kulda og var
það upphaflega ástæðan fyrir að við
fluttum út í hitann. Þegar við fór-
um fyrst út ætluðum við aðeins að
vera eitt ár og sjá svo til en það var
ekki liðið hálft ár þegar við ákváð-
um að við værum ekki að fara aftur
heim á næstunni. Okkur líður svo
mikið betur úti og höfum það líka
betra.“ Aðspurður hvar sé hægt að
kaupa bókina segir Smári hana fást
í helstu bókabúðum og í Nettó.
arg/ Ljósm. úr einkasafni.
Gefur upp leyniuppskrift í nýrri matreiðslubók
Smári Hrafn Jónsson, matreiðslumeistari, gaf út matreiðspubókina „Pabbi, áttu fleiri uppskriftir.“
Kápuna á bókinni málaði Smári sjálfur.
Fiskur í rjómasósu hefur verið á boðstólnum á aðfangadegi á heimili Smára í 20 ár.