Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 17 Veittir verða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, menningar- styrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er að finna reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknarferlið er á Ísland.is og notast er við Íslykil til innskráningar. Slóð: https://innskraning.island.is/?id=soknaraaetlun.is.ssv. Nánari upplýsingar í síma 433-2310. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 17. janúar 2018. S K ES SU H O R N 2 01 7 Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Borðapantanir í síma 551-2783 / 625-6251 eða á laxarbakki@laxarbakki.is Skata - Saltfiskur - Síldarréttir Rófur - Kartöflur - Heimabakað Rúgbrauð Hnoðmör - Hamsar - Smjör Mjólkurgrautur - Kaffi Verð kr. 3.900,- Árleg skötuveisla Laxárbakka verður haldin föstudaginn 22. desember frá kl. 11.30 - 14.00 og 17.00 - 21.00 laugardaginn 23. desember frá kl. 11.30 - 14.00 Skötuveisla Laxárbakka Um miðjan nóvember var undirrit- aður í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu nýr samningur Snorra- stofu við ríkið um rekstur stofnun- arinnar til næstu þriggja ára. Berg- ur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, Björn Bjarnason, for- maður stjórnar hennar, og Krist- ján Þór Júlíusson ráðherra undir- rituðu samninginn við hátíðlega at- höfn. „Þetta er í fyrsta sinn frá því 2007 sem Snorrastofa fær staðfest- an langan samning við ríkið vegna almenns rekturs og verður hann því starfi stofnunarinnar mikil hvatn- ing. Undanfarin sjö ár hefur stofn- unin einvörðungu fengið framlög frá ári til árs án sérstaks samnings. Í samningnum nú er kveðið á um að Snorrastofa gangist fyrir og styðji rannsóknir í Reykholti og kynn- ingu á sögu Snorra Sturlusonar og staðnum með skírskotun til arfsins frá Snorra,“ segir Bergur Þorgeirs- son, forstöðumaður Snorrastofu, í samtali við Skessuhorn. mm Samningur um rekstur Snorrastofu til þriggja ára Björn, Bergur og Kristján Þór rituðu nöfn sín á samninginn 17. nóvember sl. og tókust eftir það í hendur. Síðastliðinn laugardag fór fram æf- ingaleikur í knattspyrnu í Akranes- höllinni þar sem meistaraflokkur karla í ÍA tók á móti Val. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Í lýsingu á vef KFÍA segir að leikurinn hafi farið vel af stað og nokkuð jafnræði hafi ver- ið með liðunum. Valsmenn komust þó yfir seint í fyrri hálfleik og tvö- földuðu forskot sitt skömmu eftir að leikurinn hófst á ný í síðari hálf- leik. Skagastrákar voru þó ekki af baki dottnir, minnkuðu muninn á 58. mínútu og á þeirri 76. voru þeir búnir að jafna. Segja má að Skaga- menn hafi verið óheppnir að ná ekki að landa sigrinum en þeir fengu dauðafæri á síðustu mínútu leiksins, en boltinn hafnaði í hliðarnetinu. Markaskorarar ÍA voru Bjarki Steinn Bjarkason, í sínum fyrsta leik fyr- ir félagið, og Gylfi Brynjar Stefáns- son. Líkt og í síðustu leikjum fengu margir leikmenn tækifæri og það var nánast alveg nýtt lið sem kom inná í síðari hálfleik. Eins og við fram hefur komið í fréttum var leikurinn haldinn í sam- vinnu við vini Kidda Jens, Krist- inn Jens Kristinsson, sem glímir við þrálát veikindi. Selt var inn í Höll- ina og boðið upp á glæsilegt kaffi- hlaðborð í hálfleik. Upphæðin sem tókst að safna á leikdegi var 721 þús- und krónur en við þá upphæð bætast önnur framlög sem hafa verið lögð beint inn á reikning hjá Kidda. Kiddi Jens var afar þakklátur og hafði á orði að sér liði bara eins og hann væri að fermast. Nú eru framundan hjá hon- um að minnsta kosti þrjár aðgerðir á næstunni svo það er alveg ljóst að þessir peningar munu koma sér vel. „Við hjá Knattspyrnufélagi ÍA erum líka afar þakklát öllum þeim sem að leiknum komu. Við erum stolt af okkar félagsmönnum og snort- in af þeim samhug sem var sýndur hér í dag, með margskonar framlagi, bakstri, vinnu við leikinn og auðvi- tað fjárframlögum. M.a.s. leikmenn beggja liða greiddu aðgangseyri á leikinn. Það er svo skemmtilegt að sjá hverju við getum áorkað þegar við leggjum öll saman,“ segir í frétt frá KFÍA. mm/ Ljósm. kfia.is Styrktarleik fyrir Kidda Jens lauk með jafntefli Á 77. héraðsþingi Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, HSH, sem haldið var á mánudags- kvöldið var Berglind Gunnarsdótt- ir körfuknattleikskona úr Umf. Snæfelli kjörin íþróttamaður HSH 2017. Aðrir íþróttamenn voru einn- ig heiðraðir fyrir góðan árangur í sinni íþróttagrein auk þess sem veitt var viðurkenning fyrir vinnuþjark ársins. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: Blakmaður HSH 2017 – Svana Björk Steinarsdóttir, Umf. Grund- arfjarðar. Hestaíþróttamaður HSH 2017 – Siguroddur Pétursson, Snæfellingi. Knattspyrnumaður HSH 2017 – Birta Guðlaugsdóttir, Umf. Vík- ingi. Kylfingur HSH 2017 – Rögnvaldur Ólafsson, Golfklúbbnum Jökli. Körfuknattleiksmaður HSH 2017 – Berglind Gunnarsdóttir, Umf. Snæ- felli. Skotíþróttamaður HSH 2017 – Guðmundur Andri Kjartansson, Skotfélagi Snæfellsness. Vinnuþjarkur HSH 2017 – Freydís Bjarnadóttir fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnu. arg Berglind Gunnarsdóttir íþróttamaður HSH 2017 Berglind Gunnarsdóttir var kjörin íþróttamaður HSH 2017. Ljósm. Eyþór Benediktsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.