Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 25 Borgarbyggð - miðvikudagur 13. desember. Skallagrímur tekur á móti Stjörnunni í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - miðvikudagur 13. desember Stefán Gísla með upplestur á arinstofu Landnámsseturs kl. 20:00. Stefán les upp úr nýútkominni bók sinni Fjallvegahlaup. Hún hefur að geyma lifandi leiðarlýsignar 50 fjallvega víðs vegar um landið auk veglegs undirbúningskafla og fjölda góðra ráða. Leiðirnar eru af ýmsum toga og hægt er að hlaupa þær eða ganga, allt eftir getu hvers og eins. Nánar á: https://www.salka.is/ products/fjallvegahlaup. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. desember Jólatónleikar Hljómlistafélags Borgarbyggðar í Hjálmakletti kl. 20:00 til 23:00. Fram kemur tónlistarfólk úr héraði ásamt söngkonunni Helgu Möller. Hljómsveit Hljómlistafélags Borgarfjarðar leikur undir. Miðasala fer fram í Framköllunarþjónustunni, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Einnig hægt að panta miða í tölvupósti á hljomborg@gmail.com eða í síma 660-0468. Miðaverð í forsölu er kr. 3.000 en almennt miðaverð kr. 3.500. Tekið skal fram að tónleikarnir eru ekki reknir í hagnaðarskyni heldur rennur allur rekstraraðgangur í sjóð sem verður notaður til þess að styðja við bakið á ungu og/eða upprennandi tónlistarfólki í Borgarfirði. Snæfellsbær - fimmtudagur 14. desember Jólatónleikar kirkjukórs Ólafsvíkurkirkju ásamt skólakór Snæfellsbæjar í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:00. Borgarbyggð - föstudagur 15. desember Vesturlandsslagur í 1. deild karla. Skallagrímur tekur á móti ÍA í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Akranes - föstudagur 15. desember Jólaævintýri í Garðalundi. Sannkölluð jólagleði verður í Garðalundi föstudagskvöldið 15. desember þar sem ævintýraheimur jólanna mun ráða ríkjum. Dagskráin hefst klukkan 20:00 þegar kveikt verður á ljósunum hans Gutta en ljósin eru í eigu Hollvinasamtaka Grundaskóla og eru til minningar um Guðbjart Hannesson, fyrrverandi skólastjóra Grundaskóla. Elstu nemendur Grundaskóla taka jafnframt virkan þátt í jólaævintýrinu. Grundarfjörður - föstudagur 15. desember Hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Grundarfjarðarkirkju kl. 20:00. Eyþór er án efa einn af okkar fremstu söngvarum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni létt, hugljúf og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór kemur fram einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Sérstakir gestir eru kórar úr heimabyggð. Borgarbyggð - föstudagur 15. desember Jólabingó í Lyngbrekku. Kvenfélagi Álftaneshrepps heldur sitt árlega Jólabingó í Lyngbrekku föstudaginn kl. 20:00. Allur ágóði rennur til tækjakaupa fyrir Brákarhlíð til minningar um Ernu Pálsdóttir fyrrverandi kvenfélagskonu. Skorradalshreppur - laugardagur 16. desember Jólatrjáasala Skógræktarinnar. Hin árlega jólatrjáasala Skógræktarinnar fer fram í Selskógi í Skorradal dagana 16. og 17. desember. Opið er frá kl. 11:00 til 16:00 báða dagana. Í Selskógi gefst fólki kostur á að fella sitt jólatré sjálft, einnig verða nokkur felld tré ef leitin ber ekki árangur. Starfsmenn Skógræktarinnar taka vel á móti gestum þessa helgi. Borgarbyggð - laugardagur 16. desember Jólatráasala Björgunarsveitarinnar Heiðars. Jólatrjáasala Bjsv. Heiðars, í samstarfi við Skógrækt Borgarfjarðar, verður helgina 16. og 17. desember í Grafarkotsskógi milli kl. 11:00 og 16:00 báða dagana. Sama verð fyrir öll tré óháð gerð, kr. 6.500. Um að gera að skella sér í skemmtilega skógarferð með börnin og velja sér jólatré. Við verðm fólki innan handa og aðstoðum við val á jólatrjám. Boðið verður upp á hressingu fyrir gesti. Tekið verður við greiðslukortum. Akranes - laugardagur 16. desember Aðventustemning í Akranesvita. Það verður sannkölluð aðventustemning í Akranesvita alla laugardaga kl. 14:00. Næstkomandi laugardag kemur fram söngkonan Jónína Björg Magnúsdóttir. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Stykkishólmur - laugardagur 16. desember Snæfell fær Breiðablik í heimsókn í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 16:30 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Akranes - sunnudagur 17. desember Jólamarkaður í Safnaskála kl. 11:00 til 17:00. Jólamarkaður verður haldinn í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum þar sem hægt verður að kaupa sitthvað sem bæði gleður stóra og smáa. Nánari upplýsinga um markaðinn er að vænta þegar nær dregur. Sjá vefsíðu Akraneskaupstaðar, www. akranes.is. Stykkishólmur - sunnudagur 17. desember „Það eru að koma jól“. Jólatónleikar með Guðrúnu Árnýju í Stykkishólmskirkju kl. 17:00. Guðrún kemur fram ásamt Soffíu Karls, Arnari Jóns, Pétri Valgarð og kór Stykkishólmskirkju. Miðasala á tix.is og við innganginn. Borgarbyggð - fimmtudagur 21. desember Opið hús í tilefni 70 ára afmælis Snorra á Augastöðum. Snorri á Augastöðum verður sjötugur 21. desember næstkomandi og ætlar fjölskylda hans að bjóða öllum þeim sem vilja heiðra hann með nærveru sinni að Hraunfossum á afmælisdaginn. Húsið opnar kl. 18:00 og verður opið fram að miðnætti. Léttar veitingar í boði. Snorri vill benda á að hann þarfnast ekki gjafa, nærvera vina er meira en nóg til að gleðja hann. Allir velkomnir. Bestu kveðjur, fjölskyldan á/frá Augastöðum. Borgarbyggð - fimmtudagur 21. desember Jólagleði Borgarfjarðarkóra í Reykholtskirkju. Freyjukórinn, Karlakórinn Söngbræður og Reykholtskórin syngja inn jólin fimmtudaginn 21. desember næstkomandi kl. 20:30. Aðgangseyrir kr. 1.500 en frítt fyrir 12 ára og yngri. Óska eftir íbúð á Akranesi Óska eftir að leigja tveggja til þriggja herbergja íbúð á Akra- nesi. Upplýsingar í síma 698-1698, Brynjar. Óska eftir íbúð Er að leita að stúdíóíbúð eða tveggja herbergja íbúð í Borgar- nesi eða nágrenni. Er með rólega labradortík. Upplýsingar í síma 848-5799, Helgi Valur. Ljósakrossar á leiði Hef til sölu díóðuljósakrossa á leiði. Margir litir. Upplýsingar: maria- jona13@gmail.com. Borgarnesdagatalið Borgarnesdagatalið fyrir árið 2018 er komið út, áttundi árgangur. Veggdagatal með þrettán mynd- um úr Borgarnesi frá öllum mán- uðum ársins. Myndirnar og aðr- ar upplýsingar má sjá á slóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal. ATH ! Dagatalið fæst nú einnig í smásölu á Olís í Borgarnesi. Markaðstorg VesturlandsNýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM Á döfinni 26. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.824 gr. Lend: 55 cm. Foreldrar: Valgerður Valsdóttir og Lúðvík Gunnarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 7. desember. Stúlka. Þyngd: 4.024 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Íris Gunnarsdóttir og Davíð Ásgeirsson, Borgarbyggð. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. LEIGUMARKAÐUR 10. desember. Drengur. Þyngd: 4.020 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Hulda Björk Einarsdóttir og Guðmundur Ingi Gunnarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. TIL SÖLU Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Þau leiðu mistök urðu í síðasta tölublaði að sama krossgátan frá vikunni áður var endurbirt. Beðist er vel- virðingar á því. Engu að síður voru nokkrir sem sendu okkur lausn við henni og fær heppinn þátttakandi bók- argjöf. Lausnin var: „Spakmæli.“ Vinningshafi er Haf- steinn Guðjónsson, Sólmundarhöfða 7, Akranesi. Máls- háttur Sam- þykki Eldstó Smá- vegis Sækja eftir Tölur Mjöður Tap Á fæti Gáski Strax Kjarni Alúðleg Titill Góðir Fersk Dró Æsa Ílát Mjög Grip Kusk Tekja Spilið Rausn Kom 2 Harð- indi Heill Sómi Freri Sinnir Þófi Fis Kroppur 3 Vísan Fugl Hvell- hetta Varkár Grípa Ósekur Hress Tré Mynni Ker Mál Viðmót Hvíldi Öldruð Systir Bardagi Slökkv- ari Villtar Skríkir Dáir 4 Södd Nudd Korn Duft Göfgi Grimm- ur 6 Stilli Frá Gufa Mör Fland- ur Hnykill Kvörn Hópur 1 Væta Fiskur Sverta Reipi Velt- umst Þreytir Laust Nafn- laus Svif Gleður Stefna 1000 Leiðsla Vand- ræðin 500 Nögl Kl. 15 Tölur Ávöxtur Forma Reik Einn Spenn-ur Reifi Reim Tangi Kopar Eldur Fjöldi Fákur Kantur Sérhlj. 5 Risa Mið Blekk- ing Kular Drykkur Rjótt 7 Ugga Sáu Taut Spil Örgum 1 2 3 4 5 6 7

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.