Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 21
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Staða leikskólastjóra leikskólans
Andabæjar er laus til umsóknar
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningar-
bréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rök-
stuðningi fyrir hæfni í starfið skulu sendar til
borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Umsóknarfrestur er til 20. desember nk.
Nánari upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir,
sviðsstjóri fjölskyldusviðs, annamagnea@
borgarbyggd.is, sími: 840-1522.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands
vegna Félags stjórnenda leikskóla.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru
karlar sem konur hvött til að sækja um starfið.
Menntunar og hæfniskröfur:
Leyfisbréf leikskólakennara•
Stjórnunarreynsla•
Færni í mannlegum samskiptum•
Skipulagshæfni og fagmennska•
Starfssvið:
Stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á •
faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við
markmið laga um leikskóla
Ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í samstarfi við •
foreldra, starfsfólk skólans og skólayfirvöld
Ber ábyrgð á mannauðsmálum, svo sem •
ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu
leikskólastjóra hjá leikskólanum Andabæ á
Hvanneyri í Borgarbyggð. Andabær er þriggja
deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi.
Snæfellsbær
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Auglýsing á aðalskipulagi
Snæfellsbæjar 2015-2031
Snæfellsbær auglýsir samkvæmt 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 til-
lögu að aðalskipulagi Snæfellbæjar 2015-2031 ásamt umhverfisskýrslu.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Snæfellsbæjar að
Klettsbúð 4 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 14. desember 2017
til 8. febrúar 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu
Snæfellsbæjar, http://taeknideild-snb.is/.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur
á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn
athugasemdum er til 8. febrúar 2018. Skila skal inn skriflegum
athugasemdum á skrifstofu Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4,
360 Snæfellsbæ eða á netfangið byggingarfulltrui@snb.is.
Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdráttum og er
auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunnar og
yfirliti hvernig brugðist var við athugasemdum.
Segja má að hluti af fótboltavellin-
um í Ólafsvík hafi fengið nýjan til-
gang, en það hefur ekki ekki farið
fram hjá íbúum á svæðinu að þessa
dagana standa yfir framkvæmdir á
Ólafsvíkurvelli. Verið er að jarð-
vegskipta undir gervigras eins og
fram hefur komið í Skessuhorni.
Ákveðið var að nota hluta af efninu
sem til féll til að bæta umferðarör-
yggi. Var alls um 3000 rúmmetrum
ekið í vegkantinn fyrir utan Enni á
rúmlega 300 metra kafla til að gera
hann aflíðandi og draga úr slysa-
hættu í þeim tilfellum þegar bílar
lenda utan vegar. Hefur öryggis-
svæðið á veginum verið stækkað
með þessum hætti og ræsi lengd.
Það er TS vélaleiga sem annast
verkið. þa
Efni úr knattspyrnuvelli
ekið í vegaxlir
Foreldrafélögin á sunnanverðu
Snæfellsnesi, í samvinnu við Sögu-
fylgjur, buðu síðastliðinn laugar-
dag upp á Rökkurró í Hofsstaða-
skógi. Var viðburðurinn vel sótt-
ur og úr varð skemmtileg fjöl-
skyldustund. Farið var í ratleik,
sungið, sagðar fallegar jólasögur
og boðið upp á jólakökur og heitt
kakó og kaffi. Að sjálfsögðu birt-
ist svo jólasveinninn börnunum til
ennþá meiri gleði. Voru krakkarnir
óhræddir að dæla á hann spurning-
um um hin og þess mál sem tengd-
ust þeim bræðrum.
iss
Rökkurró í Hofsstaðaskógi
Soroptimistaklúbbur Snæfells-
ness afhenti nýverið foreldrum
allra barna sem fæddust á þessu
ári í Snæfellsbæ að gjöf bókina
Fyrstu 1000 dagarnir, barn verð-
ur til. Börnin eru fjórtán talsins.
Höfundur bókarinnar er Sæunn
Kjartansdóttir ljósmóðir. Sorop-
timistasystur Snæfellsness hafa
síðan ákveðið að gefa öllum verð-
andi foreldrum í Snæfellsbæ bók-
ina og mun hún verða afhent
framvegis á meðgöngunni þeg-
ar konur fara í eftirlit á Heilsu-
gæslustöðinni í Ólafsvík. Til-
gangur gjafarinnar er að efla for-
eldra í nýju hlutverki.
þa
Afhentu foreldrum bók að gjöf