Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 13.12.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfellingar máttu sætta sig við tap gegn Hamri, 105-99, þegar lið- in mættust í 1. deild karla í körfu- knattleik á föstudag. Snæfell hafði undirtökin stærstan hluta leiksins en heimamenn náðu forystunni í fjórða leikhluta og tókst að halda henni til leiksloka. Snæfell byrjaði leikinn betur og hafði sex stiga forystu eftir nokkurra mínútna leik, 8-14. Heimamenn jöfnuðu og eftir það var jafnt á með liðunum og þau skiptust á að leiða. Hamar hafði tveggja stiga forystu þegar fyrsti leikhluti rann sitt skeið á enda, 29-27. Snæfellingar voru öfl- ugri í öðrum fjórðungi. Eftir að hafa fylgt heimamönnum eins og skugg- inn fyrstu mínútur hans tóku þeir að síga fram úr. Þeir höfðu 14 stiga forskot eftir miðjan fjórðunginn en heimamenn náðu aðeins að minnka muninn síðustu mínútur fyrri hálf- leiks svo tíu stigum munaði í hléinu. Snæfell leiddi, 52-62. Hólmarar voru öflugri í upphafi síðari hálfleiks, komust 14 stigum yfir að nýju snemma í þriðja leik- hluta,54-68. En þá tóku heimamenn við sér, náðu snörpum leikkafla þar sem þeir skoruðu níu stig gegn engu og minnkuðu muninn í fimm stig, 63-68 en komust ekki nær að sinni. Snæfell hafði nokkurra stiga for- skot út leikhlutann og leiddi með sjö stigum fyrir lokafjórðunginn, 75-82. Heimamenn jöfnuðu í 82-82 snemma í fjórða leikhluta og leikur- inn var í járnum eftir það. Hamars- menn höfðu heldur yfirhöndina en Snæfell fylgdi þeim eins og skugg- inn. Snæfellingum tókst þó ekki að ná forystunni á nýjan leik heldur voru það heimamenn sem leiddu allt til loka og sigruðu að endingu með sex stigum, 105-99. Christian Covile fór mikinn í liði Snæfells, skoraði 34 stig, tók 14 frá- köst og stal fimm boltum. Þorbergur Helgi Sæþórsson skoraði 18 stig og tók átta fráköst, Viktor Marinó Alex- andersson var með 16 stig, fimm frá- köst og fimm stoðsendingar, Nökkvi Már Nökkvason skoraði 14 stig og Geir Elías Úlfur Helgason var með 13 stig og fimm fráköst. Snæfell hefur 16 stig eftir tólf leiki og situr í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og næstu tvö lið fyrir neðan. Hólmarar eru komnir í jólafrí í deildinni og leika ekki aft- ur fyrr en á nýja árinu. Næst mæta þeir ÍA í Vesturlandsslag á Akranesi sunnudaginn 7. janúar. kgk Snæfell missti sigurinn úr greipum sér Christian Covile átti stórleik gegn Hamri. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll. Sameiginlegt lið Skallagríms og Vestra í körfubolta lagði Íslands- meistara KR að velli í hörku leik í átta liða úrslitum bikarkeppninn- ar í DHL höllinni 3. desember sl. Leikurinn endaði 53-60. Dreng- irnir úr Vestra/Skallagrími spiluðu glimrandi körfubolta. Náðu þeir að mynda gott flæði sín á milli og end- urspegluðu góða liðsheild. Þrátt fyrir það var það fyrst og fremst hörku varnarleikur sem skóp þenn- an sigur á móti sterku liði KR. mm Vestri/Skallagrímur í undanúrslit tíunda flokks Hér eru drengirnir ásamt þjálfara sínum . Ljósm. Skallagrímur. Leikið var í átta liða úrslitum Mal- tbikars kvenna í körfuknattleik á sunnudag. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi, 92-47, en Snæfell lagði Val í æsispennandi og dramatískum leik í Stykkishólmi, 75-73. Bæði Skallagrímur og Snæ- fell tryggðu sér þar með farseðilinn í Laugardalshöllina, þar sem undan- úrslitin fara fram. Dregið var í und- anúrslitum í hádeginu í gær. Drátt- urinn fór fram í höfuðstöðvum Öl- gerðarinnar, sem er aðalstyrktarað- ili keppninnar. Í bikarkeppni kvenna voru tvö Vesturlandslið í pottin- um, Snæfell og Skallagrímur, en þau mættust einmitt í undanúrslitum síð- asta vetur. Undanúrslitarleikir kvenna fara að þessu sinni fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og 20:15. Drátturinn fór á þá leið að í fyrri leiknum mætast Skallagrím- ur og Njarðvík og síðan Snæfell og Keflavík í þeim síðari. Vesturlands- liðin gætu því mæst í úrslitum, fari svo að þau beri sigurorð af andstæð- ingum sínum í undanúrslitum. Í karlaflokki mætast KR og Breiðablik annars vegar og Haukar og Tindastóll hins vegar. Þeir leikir fara fram daginn áður, miðvikudag- inn 10. janúar, en tímasetningar eru þær sömu og í kvennaflokki. Úrslita- leikir kvenna og karla fara síðan fram laugardaginn 13. janúar, fyrst úrslita- leikur karla og síðan úrslitaleikur kvenna. Miklir yfirburðir Skallagríms Leikur Skallagríms og ÍR á sunnu- daginn var ekki jafn nema fyrstu mín- úturnar. Leikurinn fór hægt af stað og staðan var ekki nema 6-4 þegar upphafsfjórðungurinn var hálfnað- ur. Eftir það settu Skallagrímskonur í fluggírinn og sýndu hvers vegna þær eru deild ofar en gestirnir. Þær leiddu 24-7 að loknum fyrsta leikhluta og litu aldrei til baka. ÍR náði að minnka muninn í tólf stig um miðjan annan fjórðung en nær komust þær ekki það sem eftir lifði leiks. Skallagrímskon- ur bættu jafnt og þétt við forskot sitt allt til leikskloka. Þær höfðu 31 stigs forskot að loknum þremur leikhlut- um og 45 stiga forskot þegar loka- flautan gall, 92-47. Carmen Tyson Thomas átti stór- leik fyrir Skallagrím, skoraði 34 stig, tók 15 fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar. Jóhanna Björk Sveinsdóttir var með tólf stig og sjö fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir tíu stig og átta fráköst og Gunnhildur Lind Hans- dóttir skoraði tíu stig einnig. Dramatík í Hólminum Það vantaði ekki dramatíkina í leik Snæfells og Vals í Stykkishólmi. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og jafnt eftir upphafsfjórð- unginn, 21-21. Valur tók smá rispu í upphafi annars leikhluta en það sama gerði Snæfell í lok fjórðungsins og staðan 41-29 fyrir Snæfelli í hálfleik. Snæfell hafði síðan undirtökin fram- an af þriðja leikhluta og leiddi með sjö stigum um hann miðjan. Þá náði Valsliðið góðum kafla og náði forystu fyrir lokafjórðunginn, 57-59. Valur byrjaði betur og komst fimm stigum yfir en um miðjan leikhlutann jafn- aði Snæfell í 67-67. Liðin fylgdust að næstu mínúturnar, hverri körfu var svarað og spennustigið hækk- aði jafnt og þétt. Þegar hálf mínúta lifði leiks var staðan enn jöfn, 71-71 og rafmagnað andrúmsloft í íþrótta- húsinu í Stykkishólmi. Valsliðið hélt í sókn en Snæfellskonur stukku á bolt- ann og uppkast dæmt. Örin vísaði á Snæfell og fengu þær því boltann og fóru af stað í lokasókn leiksins þeg- ar 22 sekúndur voru eftir á klukk- unni. Kristen McCarthy sendi bolt- ann á Berglindi Gunnarsdóttur sem tók erfitt skot frá endalínu sem geig- aði. En eftir mikinn atgang og bar- áttu í teignum barst boltinn aftur á Berglindi. Hún náði skoti sem rataði ofan í um leið og lokaflautan gall og tryggði Snæfelli þar með sæti í und- anúrslitum. Kristen McCarthy skoraði 26 stig fyrir Snæfell og tók sjö fráköst. Re- bekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig og fimm fráköst og Berglind Gunnarsdóttir skoraði ellefu stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst. kgk Bæði Vesturlandsliðin í undanúrslit bikarsins Snæfellskonur fagna flautukörfu Berglindar Gunnarsdóttur sem tryggði liðinu sigur í leiknum og farseðilinn í undanúrslitin. Ljósm. sá. Carmen Tyson-Thomas átti stórleik í auðveldum sigri Skallagríms á 1. deildar liði ÍR. Ljósm. Kvennakarfa Skallagríms. Síðustu leikirnir í C-riðli Íslands- meistaramótsins í Futsal hjá meist- araflokki karla fóru fram á Álfta- nesi á síðasta laugardag. Víkingur Ó stóð sig mjög vel eins og í fyrra leikjunum sem fram fóru í nóvem- ber í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Í riðlinum með Víkingi voru Augna- blik og Ísbjörninn. Leikurinn hjá Víkingi Ó og Ísbirninum fór 4 - 0 en Víkingur tapaði fyrir Augna- bliki 2 - 3. Lið Víkings var að mestu skipað ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Víkingur varð í efsta sæti riðilsins og mun spila í átta liða úrslitum 5. janúar á næsta ári klukkan 19:00, en staður er ekki kominn á hreint ennþá. þa Víkingur í átta liða úrslit Futsal Grundarfjörður tók á móti C liði Hauka í íþróttahúsi Grundarfjarð- ar miðvikudagskvöldið 6. desemb- er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og munaði einungis einu stigi eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 19-20 Haukum í vil. Gest- irnir mættu grimmir í annan leik- hluta og unnu hann með tíu stigum og staðan því 34-45 í hálfleik. Hauk- arnir létu þá forystu ekki af hendi og staðan var 48-62 eftir þriðja leik- hluta. Heimamenn sóttu aðeins í sig veðrið í fjórða og síðasta leikhlutan- um og söxuðu aðeins á forskot gest- anna án þess þó að ógna þeim af ein- hverri alvöru. Leiknum lyktaði með 80-72 sigri Hauka sem tóku stigin sem í boði voru með sér í Hafnar- fjörðinn. Grundfirðingar er því aðeins með fjögur stig í þriðju deildinni en þeir hafa sigrað í tveimur leikjum en tap- að þremur. Grundarfjörður á ekki leik fyrr en á nýju ári og er því kom- inn í jólafrí. tfk Haukar lögðu heimamenn í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.