Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Verðmætin í umhverfi okkar Ég hef að undanförnu velt fyrir mér hvernig við förum stundum með verðmæti. Tilefni þessara hugsana var að ég var fyrir helgina að þvo bíl- inn minn á þvottaplani. Kemur þá arkandi á svæðið einn af þessum mönn- um, sem ég kýs að kalla hvunndagshetju, og byrjar að kíkja ofan í rusla- dallana á lóð bensínstöðvarinnar. Hann fór gaumgæfilega yfir öll þessi ílát og afraksturinn var fullur innkaupapoki af drykkjarílátum, á að giska 30 tómar flöskur og áldósir. Úr mörgum gosflöskunum þurfti hann að hella á að giska helmingi innihaldsins. Þetta sýndi mér margt. Fyrir það fyrsta eru flest drykkjarílát höfð of stór. Það myndi duga flestum að kaupa 200 millílítra gosflöskur, en ekki hálfs lítra. Í annan stað segir þetta mér að þeir sem kaupa drykki í sjoppum telja sig annað hvort eiga meiri peninga en þeir þurfa að nota, eða eru einfaldlega of latir til að halda til haga verð- mætum. Fyrir hverja tóma drykkjarflösku eða dós fást nefnilega 16 krón- ur í endurvinnslugjald, gjald sem innifalið er í verði vörunnar þegar hún er keypt. Þessi maður sem ég fylgdist með hafði þarna í laun á að giska 500 krónur fyrir fimm mínútna vinnu. Það gerir þokkalegt tímakaup þeg- ar upp er staðið. Almennt erum við Íslendingar aular þegar kemur að meðhöndlun úr- gangs. Við lítum á umbúðir utan um mat og ýmsa hluti sem rusl, en ekki flokkanlegt og endurvinnanlegt efni. Þannig erum við algjörir eftirbátar nágrannaþjóða okkar. Ég minnist þess þegar ég fyrir tæpum þremur ára- tugum bjó í borg í Danmörku. Þá var okkur sem þar bjuggum gert að flokka rusl frá heimilinu í sjö einingar. Það voru pappírs-, gler-, plast,- og málmdósaílát, tunna fyrir lífrænan úrgang, dós undir rafhlöður og tunna undir almennt sorp. Ef flokkunin sem slík var samviskusamlega unnin, var sáralítið sem fór í almenna sorpið. Fyrir þremur áratugum voru semsé Danir, í það minnsta í Óðinsvéum, búnir að tileinka sér alvöru sorpflokk- un og endurvinnslu verðmæta. Við Íslendingar erum ennþá hvílíkir eft- irbátar þeirra, að það er eiginlega fáránlegt og okkur til skammar. Svo leyfum við okkur að býsnast yfir því magni plasts og annars úrgangs sem lendir í sjónum og mengar höfin! Ég las í Fréttablaðinu nýverið viðtal við unga konu sem stundar fram- haldsnám í Danmörku í því sem kallast Zero Waste lífsstíll. Þessi lífsstíll byggir á einkunnarorðunum að minnka, endurnýta og endurvinna verð- mæti. Í grunninn snýst nám hennar um að henda engu í almennt rusl, heldur endurnýta hráefnið og breyta því í verðmæti. Þá er auk þess í námi hennar lögð áhersla á að draga úr neyslu. Kona þessi sagði eitthvað á þá leið að til að geta tileinkað sér þessi fræði hafi hún orðið að haga eigin innkaupum og lífsstíl með gjörbreyttum hætti en hún var vön hér á Ís- landi. Benti á að ef maður kaupir minna af óþarfa, þarf sjálfkrafa minnu að henda. Ég hlakka til að heyra meira frá þessari konu og þeim sem læra Zero Waste lífsstíl. Árið 2016 var samkvæmt ársskýrslu Sorpu hent sem nemur 145,5 kíló- um af rusli á hvern borgarbúa. Það gera rúm 12 kíló af rusli mánaðarlega á alla sem þar búa. Það gefur því auga leið að við erum að sóa verðmætum, því stærsti hlutinn af því sem við hendum er í raun flokkanlegt efni sem hægt er að endurnýta. En meðan við lítum á verðmæti sem rusl er ekki á góðu von. Umbúðir sem jafnvel bera skilagjald, eins og drykkjarvöru- umbúðir. Því segi ég þökk sé þeim sem leggja það á sig í frítíma sínum að ganga um og tína upp verðmæti sem aðrir nenna ekki að koma í verð. Magnús Magnússon Leiðari Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti með sjö atkvæðum á fundi sínum 27. mars síðastliðinn breyt- ingu á aðalskipulagi sem felst í að heimilt verði að gera ráð fyrir skot- æfingasvæði í landi Hamars ofan við Borgarnes. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 5. desember 2017 og tekur til breyt- ingar á aðalskipulagi Borgarbyggð- ar 2010-2022, þ.e. að breyta land- notkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaðarnotkun í íþróttasvæði. Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m sunnan við skotæfingasvæðið. Fram kemur í fundargerð að máls- meðferð sé samkvæmt 36. gr. Skipu- lagslaga nr. 123/2010. Níu ábend- ingar bárust sveitarfélaginu þegar fyrirhuguð lýsing á breytingunni var auglýst og 125 íbúar skrifuðu sig á undirskriftalista gegn breytingunni. Flest allar ábendingar vörðuðu stað- setningu skotæfingarsvæðis. Við af- greiðslu málsins voru sjö sveitar- stjórnarfulltrúar samþykkir breyt- ingunni. Atkvæði gegn tillögunni greiddi Geirlaug Jóhannsdóttir (S) en Finnbogi Leifsson (B) sat hjá. mm Samþykkja breytingu á aðalskipulagi vegna skotæfingasvæðis Byggðastofnun hefur gert mann- fjöldaspá til ársins 2066 fyrir sér- hvert sveitarfélag á Íslandi. Spáin byggir á gögnum frá Hagstofu Ís- lands um fæðingar- og dánartíðni frá árinu 1971 og búferlaflutn- inga frá 1986. Við vinnu stofnun- arinnar var þróað mannfjöldalík- an sem byggir á þekktum aðferð- um sem nota eingöngu söguleg gögn til að spá fyrir um framtíðina. Stóra myndin sem dregin er upp í mannfjöldaspá Byggðastofnunar er fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða á landsbyggðinni. „Helstu ástæð- urnar eru samverkandi áhrif lækk- andi frjósemishlutfalls og flutning- ur ungs fólks á höfuðborgarsvæð- ið sem ekki skilar sér aftur til baka. Einnig breytist aldurssamsetning þjóðarinnar samkvæmt spánni og t.d. má búast við að hlutfall þeirra sem eru eldri en 65 ára hækki úr 13% árið 2017 og verði á milli 20 og 30% í lok spátímabilsins, þ.e. 2066. Minnt er á að hafa beri í huga að spá sem þessi tekur ekki mið af mögulegum mótvægisaðgerðum eða öðrum breytingum sem væru til þess fallnar að hafa staðbundin áhrif á fjölda íbúa. Við kynningu mannfjöldaspár Byggðastofnunar segir: „Það er því ekki notast við nein sérfræðiálit eða fyrirfram gefnar forsendur um lík- lega þróun heldur byggir spáin á því að fram haldi sem horfir m.t.t. inn- taksgagna. Mikilvægt er að reyna að gera sér grein fyrir því hvert stefn- ir svo skipuleggja megi aðgerðir til að hafa áhrif á þróunina. Með þessu hefur Byggðastofnun brugðist við eftirspurn sem er fyrir hendi jafnt innan Byggðastofnunar sem utan, um mannfjöldaspá minni svæða á Íslandi. Líta verður á þetta frum- kvæði Byggðastofnunar sem fyrstu tilraun til að gera svæðisbundnar mannfjöldaspár, sem eflaust á eftir að endurbæta og þróa enn frekar í nánustu framtíð.“ Þá segir að stíga verði varlega til jarðar þegar ályktanir eru dregnar af þessari spá því óvissa hennar er töluverð. Hún gæti gefið þokka- lega mynd af mannfjöldaþróun til skemmri tíma, t.d. 15 ára, en taka verður niðurstöðum til lengri tíma með meiri fyrirvara. mm Spá fólksfjölgun á höfuðborgar- svæðinu og fækkun á landsbyggðinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.