Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 201824 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Hönnum, prentum og merkjum fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki Smáprent Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að aðstaða fyrir alla ald- urhópa til heilsueflingar og félags- starfs sé eins góð og kostur er. Því teljum við tímabært að hafist verði handa við það að hanna og skipu- leggja stækkun og endurbætur á íþróttahúsinu okkar í Borgarnesi. Á næstu áratugum mun öldr- uðum fjölga umfram aðra aldurs- hópa. Við þessu verðum við að vera undirbúin. Aldraðir verða að hafa kost á því að hátta lífi sínu eft- ir heilsu og getu á þeim stað sem þeir kjósa. Fólk þarf að geta búið sem lengst á sínum heimilum með öflugum stuðningi heimaþjónustu og heimahjúkrunar, í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Stór hluti fólks á sjötugs- og áttræðisaldir er við góða heilsu og virkir lykilþátt- takendur í samfélaginu. Það hefur blasað við lengi að staða öldrunar- og hjúkrunarheimila í landinu er ekki ásættanleg. Viðvarandi og vax- andi skortur er um land allt á rým- um. Eitt af brýnustu verkefnum okkar sveitarstjórnarfulltrúa er að tryggja í samstarfi við ríkið fram- tíðar uppbyggingu og rekstrar- grundvöll hjúkrunarheimila í land- inu. Framsóknarflokkurinn hefur þegar lýst yfir áhyggjum af sérstæk- um húsnæðisskorti á landsbyggð- inni og vonir bundnar við áform fé- lags- og jafnréttismálaráðherra um áætlanir til að bregðast við því með uppbyggingu á hagkvæmum íbúð- um og hjúkrunarrýmum fyrir aldr- aða á þeim svæðum þar sem þörfin er brýn. Nauðsynlegt er að áherslan varð- andi málefni aldraðra snúi ekki að- eins að því að veita fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, þessum hópi verður að standa til boða viðeig- andi félags-, tómstunda- og íþrótta- tengd þjónusta sem bætir lífgæði. Í janúar s.l. tók til starfa stýrihópur á vegum sveitarfélagsins sem hafði það að markmiði að endurskoða stefnumótun í þjónustu við þenn- an hóp. Fulltrúar frá eldriborgarar- áði og báðum félögum eldriborgara í Borgarbyggð hafa starfað í þess- um hóp. Niðurstaða þessarar vinnu er mikilvægt gagn fyrir okkur sem störfum í sveitarstjórn að vinna með og hafa að leiðarljósi. Góð aðstaða til heilsueflingar fé- lags- og tómstunda fyrir alla ald- urshópa mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Guðveig Anna Eyglóardóttir Höf. er oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar Fjölnota íþróttahús til heilsueflingar fyrir alla aldurshópa Pennagrein Ingibjörg pálmadóttir bæjar- fulltrúi ,,Frjálsra með Framsókn“ lagði fram tillögu um styttri vinnu- viku og/eða sveigjanlegan vinnu- tíma. Tillöguna lagði hún fram á bæjarstjórnarfundi, þann 13. mars síðastliðinn. Tillagan fjallar um að fela sviðsstjórum Akraneskaups- staðar að leita leiða og koma með tillögur til að stytta fjölda vinnu- stunda starfsmanna Akraneskaups- staðar og/eða auka möguleikann á sveigjanlegri vinnutíma. Á fund- inum var ákveðið að vísa tillögu Ingibjargar til bæjarráðs. Tillagan var tekin fyrir í bæjar- ráði, þann 15. mars s.l. og þar var ákveðið að bæjarstjóri myndi afla upplýsinga um fyrirliggjandi til- raunaverkefni hjá Reykjavíkur- borg. Tilraunaverkefnið er unnið í samvinnu við heildarsamtök laun- þega. Það verkefni er sambærilegt því sem tillaga Ingibjargar fjallar um. Markmið tillögunnar er að auka starfsánægju, bæta lífsgæði og fækka veikindadögum. Þekkt er að mikið og stöðugt álag veikir al- mennt ónæmiskerfi líkamans og mótstöðu gegn líkamlegum sem andlegum veikindum. Margar rannsóknir sýna að þar sem vinnutími er styttur, án þess að til launaskerðingar komi, bæti líðan starfsmanna og um leið frammistöðu. Það má því segja að hagur beggja, bæði atvinnurek- anda og starfsmanna, sé augljós. Í þessu samhengi má nefna að leikskólinn Hof í Reykjavík hef- ur tekið þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Á málþingi sem hald- ið var fyrir stuttu síðan kom fram að starfsfólk leikskólans var mjög ánægt með verkefnið og veik- indadögum starfsfólks fækkaði úr 7,6% niður í 4,3%. Auk þessa var starfsánægjan meiri og starfs- fólk átti fleiri gæðastundir með fjölskyldu sinni. Á sama málþingi fjallaði stjórnarformaður Hug- smiðjunnar um verkefni fyrirtæk- isins um styttri vinnudag. Niður- stöðurnar eru þær að framleiðni starfsmanna hefur aukist um 23%, veikindadögum hefur fækkað um 44% og starfsánægja allra starfs- manna hefur aukist. Ég fagna því að bæjarfulltrú- ar Akraneskaupsstaðar hafi tek- ið vel í tillögu Ingibjargar og fal- ið bæjarstjóra að afla upplýsinga um tilraunaverk- efni Reykjavík- urborgar. Ef að niðurstaða þeirr- ar skoðunar leiðir til sömu niðurstöðu og raktar eru í þessari grein þá er mikilvægt að bregðast við. Það væri einn liður í því að gera Skagann okkar að enn öflugri fjölskyldubæ. Elsa Lára Arnardóttir Höf. er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Komandi sveitastjórnarkosning- ar í Borgarbyggð marka nokk- ur tímamót hjá lista Sjálfstæðis- flokksins. Nýtt fólk skipar efstu sæti og því má segja að um eins- konar kynslóðaskipti sé að ræða. Sjálfur skipa ég 4. sætið á list- anum og er mjög spenntur fyrir þeirri vinnu sem komandi kosn- ingar hafa í för með sér. Ég kem frá Akranesi en hef búið í Borga- firðinum síðastliðin 10 árin ásamt Elísabet Fjeldsted og eigum við saman tvo stráka. Ég starfa hjá Norðuráli og hef gert það sam- hliða námi mínu til grunnskóla- kennara við Háskóla Íslands. Ég hlakka til að heyra hvað fólk hefur að segja og taka það með mér út í komandi baráttu. En hvað á ég við með orginal? Borgarbyggð varð til við sam- einingu 13 sveitarfélaga í Borg- arfjarðar-, Mýra- og Hnappa- dalssýslu. Þá vaknar með mér sú spurning; hvað er það sem gerir fólk að Borgfirðingi? Líkt og ég spyr í titlinum og Sálin söng einu sinni um, hver er orginal? Ég var kallaður flóttamaður þar sem ég flutti í Borgarnes á sínum tíma frá Akranesi. Ekki veit ég hvað ég kallast núna þar sem ég fluttist úr Borgarnesi í Ferjukot, þar sem áður hét Borgarhreppur, en ég kýs að kalla mig Borgfirðing. Ég skrif- aði reyndar pistil sem fjallar laus- lega um þetta efni og ber heit- ið „Borgarnes – Akranes, hver er munurinn?“. Ræddi þar aðeins um þá mismunandi skoðun sem Borg- nesingar og Skagamenn virðast hafa á gangstéttnagerð í íbúða- hverfum. Hef flutt hann stöku sinnum, síðast fyrir kvenfélagi Lions hér í Borgarnesi og ræddi aðeins um mismunandi áherslur þarna neðra. Ég get reyndar rakið móðurætt mína upp Borgarfjörð, langafi minn hann Hallgrímur Guðmundsson bílstjóri fæddist á bænum Sleggjulæk í Borgarfirði og afi minn Jóhann Þorsteinsson hestamaður fæddist í Efstabæ í Skorradal. Ég tel það þó ekki vera megingrundvöll þess að geta kall- að mig Borgfirðing heldur er það sú ákvörðun að flytja til að búa í Borgarfirði til framtíðar sem ger- ir mig að Borgfirðingi. Byggðalög þrífast best í jarðvegi framþróunar og með nýju fólki breytast aðstæð- ur og ný sjónarmið koma fram. Að mínu mati fæst besta niðurstaðan þar sem sjónarmið sem flestra fá að heyrast og móta þá stefnu sem farin er til að bæta samfélagið sem við búum í. Ég býð mig fram til að geta hjálpað til við að gera Borgar- byggð að enn betri stað til að búa á. Axel Freyr Eiríksson, Borgfirðingur, Ferjukoti. Höf. skipar fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hver er orginal? Pennagrein Styttri vinnuvika hjá Akraneskaupsstað? Pennagrein Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.