Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 201810 Katla Hallsdóttir hyggst hætta eða breyta rekstri á Hárhúsi Kötlu á Akranesi eftir ríflega þrjá áratugi. Katla stofnaði Hárhús Kötlu í hús- næði við Suðurgötu árið 1986 og flutti stofuna tíu árum síðar í nú- verandi húsnæði við Stillholt. Fyrir um 15 árum kom Ína Dóra Ástríð- ardóttir inn í reksturinn og hafa þær rekið stofuna saman síðan. „Nú er bara svo komið að Ína Dóra ætlar að hverfa til annarra starfa og því var reksturinn settur á sölu. Ínu Dóru langaði bara að prufa eitthvað annað,“ segir Katla. „Viðskiptavin- ir mínir geta þó alveg verið róleg- ir því ég fer hvergi. Ég hef staðið í ströngu undanfarið við að svara síma og tölvupósti frá viðskiptavin- um sem hafa áhyggjur af að ég sé að hætta. Ég vona að ef reksturinn selst muni ég áfram geta leigt að- stöðu hér innandyra,“ segir Katla. „Ég hef ekki í huga að hætta í hár- greiðslunni og get fullvissað alla mína viðskiptavini að ég fer hvergi, allavega ekki strax,“ bætir hún við. Húsnæði stofunnar er í eigu Kötlu en hún segist ekki ætla að selja það. „Við ætlum eingöngu að selja reksturinn en ekki húsnæðið og þar sem ég ætla ekki að hætta sjálf kæmi það alveg til greina að selja eingöngu þann hluta sem er í eigu Ínu Dóru,“ bætir Katla við. arg Hárhús Kötlu sett á sölu Þær Katla Halldórsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir í góðum gír. Þær reka saman Hárhús Kötlu á Akranesi en hafa nú sett reksturinn á sölu. Ljósm. Aðsend. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti nýverið að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg, en eins og fram kom í frétt Skessuhorns í vetur hafa vegabætur þar m.a. strandað á að ekki er búið að skipuleggja svæðið m.t.t. nýs og breiðari vegar um Kjalarnes. Deiliskipulagið nær yfir núverandi Vesturlandsveg á 14 kílómetra kafla frá sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og að gagnamótum að Hvalfjarðarvegi sunnan við göng- in. Mörk skipulagsins elta því veg- helgunarsvæði Vesturlandsvegar og nær yfir hliðarvegi, gönguleiðir og reiðvegi sem liggja nærri þjóðvegin- um. Í skipulagslýsingu kemur fram að á þessum 14 kílómetra kafla eru nú 40 vegamót, tengingar og þveran- ir og einungis ein akrein í hvora akst- ursstefnu. Skipulagið nú gerir ráð fyrir að vegurinn verði gerður að 2+1 vegi í fyrstu en síðar verði hann gerður að 2+2 vegi. Til að byrja með verður kaflinn frá Esjubergi að Hvalfjarðar- vegi breikkaður, eða 9 af þessum 14 kílómetrum sem skipulagið nær yfir. mm Auglýsa skipulag að breiðari Vesturlandsvegi Eftir velgengni Hrúta er Grím- ur Hákonarson kvikmyndagerð- armaður kominn af stað í tökur á Héraðinu, sinni næstu mynd í fullri lengd. Tökur fóru fram á Erps- stöðum í Dölum og í nágrenni fyrir páska og halda svo áfram á Blöndu- ósi og Hvammstanga eftir páskafrí- ið, en lýkur í sumar í Dölum. Hér- aðið er kvenhetjusaga kúabónda sem gerir uppreisn í karllægu sam- félagi. Aðalhlutverkið er í hönd- um Arndísar Hrannar Egilsdóttur og í öðrum veigamiklum hlutverk- um eru m.a. Sveinn Ólafur Gunn- arsson, Sigurður Sigurjónsson og Ragnhildur Gísladóttir. Kvikmynd- in Héraðið er framleidd af Grím- ari Jónssyni hjá Netop Films í sam- starfi við profile pictures í Dan- mörku, One Two Films í Þýska- landi og Haut et Court í Frakk- landi. Fréttaritari Skessuhorns sló á þráðinn til Grímars Jónssonar fram- leiðanda og spurði hann út í tökur í Dölunum. „Tökur ganga vel, þetta er búið að vera virkilega fínn tími hér í Dölum. Við erum sérstaklega þakklát og ánægð með hvað fólkið í heimabyggð tekur okkur vel. Þetta er svolítil innrás þegar það koma um 40 manns og snúa öllu á hvolf,“ segir Grímar. Bregður sér í gervi aðalleikkonunnar Þá er Grímar sérstaklega þakklát- ur hjónunum Þorgrími og Helgu á Erpsstöðum sem hafa opnað fyr- ir þeim bæði heimili og nýja fjósið á bænum ásamt ísbúð. „Þau eru svo örlát að leyfa okkur að koma og ráðst svona inn í líf sitt. Við notum fjósið, gjörbreyttum íbúðinni og byggðum nýtt sett þar sem ísbúðin er og köll- um hana koníaksstofu. En við erum ekki bara að leigja þessi hús heldur eru þau hjónin hluti af verkefninu og hjálpa okkur á margvíslegan hátt. Helga fer stundum í hlutverk að- alleikonunnar, t.d. þegar um er að ræða tæknileg atriði varðandi trak- tor og vélar. Þá fær Helga bara hár- kollu og fer í gervi aðalsöguhetj- unnar Ingu sem annars er leikin af Arndísi Hrönn Egilsdóttur,“ segir Grímar og bætir því við að Þorgrím- ur hefur líka sitt hlutverk í myndinni sem ein af aukapersónum sögunnar. Eins og Skessuhorn hefur áður fjallað um fóru fram leikprufur í félagsheimilinu Dalabúð áður en að tökum kom og því eiga áhorfendur von á að sjá ýmsum heimamönnum bregða fyrir í myndinni. „Þetta er það sem Grímur leikstjóri gerir, fær áhugaleikara á svæðinu til að leika í myndinni líkt og hann gerði í kvik- myndinni Hrútum,“ segir Grímar. Öskrað á Grímar! Það er ekki frá því að þetta með nöfnin Grím og Grímar fari að verða svolítið ruglingslegt, þar sem framleiðandinn heitir Grímar og leikstjórinn Grímur. Fréttaritari stenst ekki mátið og spyr Grímar hvort þetta valdi ekki ruglingi. „Jú, okkur er ruglað saman og úr spinn- ast stundum skondnar aðstæður. Og svo á tökustaðastjórinn okkar hund sem heitir Grímar og hann er oft með á svæðinu. Stundum er öskrað á hann og ég hrekk í kút,“ segir Grím- ar hlæjandi. Grímar segir það vera talsvert ólíkt að gera myndir úti á landi sam- anborðið við höfuðborgarsvæðið. „Það er oft skemmtilegra að taka upp úti á landi því þá vill hópurinn verða samheldnari og nánari. Svo er líka magnað hvað heimafólkið er til í að gera, það eru allir svo velviljugir. Það er svo gaman,“ bætir hann við. Ljúka tökum í júní Það kemur fyrir að ýmsu þurfi að redda í snarheitum og þá hafa heimamenn verið fljótir að bregð- ast við auk þess sem lögreglan hefur verið tökuliði innan handar. „Níels lögga hefur verið okkur mikið inn- an handar, bæði við að sekta okk- ur þegar við keyrum of hratt,“ segir Grímar með bros á vör, „og að stýra umferð þegar teknar eru upp senur úti á þjóðveginum. Svo lánaði sveit- arfélagið okkur félagsheimilið Ár- blik þar sem við erum með aðstöðu fyrir búninga, hár, förðun, matar- aðstöðu og skrifstofu. Árblik hefur verið nokkurs konar heimili fram- leiðslunnar,“ segir Grímar og bæt- ir við að hópnum þyki stór kostur að geta leigt húsnæði á staðnum þar sem menn hafa sitt heimili á meðan tökur standa yfir en þar á hann við bæði gistihús, sveitabæi og veiðihús á svæðinu. Kvikmyndin Héraðið byrjar að vetri en endar um sumar. Vetrar- senum á svæðinu er senn að ljúka en tökuliðið mætir aftur í Dalina í júní til að ljúka tökum á Héraði. sm/ Ljósm. Margret Seema Takya. Tökur hálfnaðar á Héraðinu Helga Elínborg Guðmundsdóttir bóndi á Erpsstöðum sett í gervi aðalsögu- persónunnar Ingu. Grímur og Grímar við tökur. Tökur í gangi í fjósinu á Erpsstöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.