Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 2018 19 að í nám. „Það var auðvitað heljar- innar breyting. Allir sem ég þekkti voru í öðrum landshluta en þar sem mér gengur vel að kynnast fólki þá var þetta ekkert svakalegt mál þann- ig. Það skemmdi ekki heldur fyr- ir að amma var líka í námi á Akur- eyri og útbjó sér lita íbúð í kjallaran- um á bílskúrnum. Við amma höfum alltaf verið gríðarlega góðir vinir. Á Akureyri fór ég m.a. að æfa hand- bolta sem mér fannst skemmtilegt en varð að hætta þegar ég brotnaði á lærlegg. Svo hef ég líka síðustu árin verið að æfa frisbígolf sem er algjör- lega frábært. En síðan fluttum við til Kanada þegar mamma ákvað að fara í skiptinám þar, þetta var árin 2015-16. Þar fór ég í High School og prófaði m.a. rennismíði í verk- lega náminu. Það varð til þess að ég ákvað að læra einhverja járniðn þeg- ar við komum heim og fór í VMA, Verkmenntaskólann á Akureyri, til að læra stálsmíði.“ Karlakór og mjaltir Brynjar hefur fleiri áhugamál held- ur en vélar og veiði þótt þau standi hjarta hans næst. Í vetur hefur hann unnið sér inn vasapeninga með því að mjólka kýr á Grund í Eyjafirði sem hann hefur gaman af en jafn- framt uppgötvaði hann nýtt áhuga- mál nú eftir áramótin. „Í fyrrasum- ar vann ég hjá Akureyrarbæ á drátt- arvél. Yfirmaður minn er í Karlakór Eyjafjarðar og var alltaf að hvetja mig til að ganga í kórinn. Svo kom í ljós að tveir félagar mínir úr skól- anum eru líka í kórnum svo þaðan kom enn meiri þrýstingur þann- ig að eftir áramótin ákvað ég bara að láta slag standa, mæta og prófa og er þarna enn. Mér finnst þetta alveg æðislegt. Við erum að syngja mjög skemmtileg lög núna vegna verkefnis sem er í gangi í minn- ingu Ingimars Eydal. Þetta eru skemmtilegir karlar og kórstjórinn er æðislegur og ekki skemmir fyrir að sagðar eru skemmtilegar sögur.“ Veiðidellan og félagslífið „Þegar ég flutti norður þá minnkaði veiðin eitthvað þar sem ég var ekki með Hvítá og allar þessar ár í bak- garðinum en ég kom samt í Borgar- fjörð reglulega til að veiða. En hérna megin er ég farinn að veiða í Hörgá og Eyjafjarðará og líka í vötnum eins og t.d. Vestmannsvatni. Nú er ég komin sjálfur með bílpróf svo ég þarf ekki að að vera háður öðrum. Ég fór í fluguhnýtingarval í 8. bekk. Þar fékk ég að dorga og veiða í núll svæði í Eyjafjarðará. Það var rosa- lega gaman. Svo kynntist ég aðeins skotveiði þegar ég fékk að prófa hjá móðurbróður mínum og fann að mig langaði en formlega byrjaði ég á henni 2015 þegar ég sá auglýs- ingu frá Skotveiðifélagi Akureyrar. Ég fékk pabba með mér til að fara og prófa og fannst rosalega gaman. Síðasta haust fór ég svo á rjúpu, önd og gæs og er staðráðinn í að taka byssuleyfið þegar þar að kemur,“ segir Brynjar og bætir við að eftir að hann kom frá Kanada hafi ver- ið meira en nóg að gera almennt, þótt veiðin skipi enn stærsta sess- inn. „Ásamt öllu öðru hef ég ver- ið í stjórn Nemendafélags VMA í vetur sem hefur tekið mikinn tíma enda vil ég standa mig vel í því sem ég tek að mér en ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram í stjórn VMA. En lét samt undan þrýstingi um að vera í Gettu betur liði skól- ans fyrir næsta vetur. Auk þessa er ég núna að leita mér að aðila sem vill taka mig á samning í stálsmíði sem vonandi gengur eftir fyrir sum- arið 2019 en ég verð aftur hjá Ak- ureyrarbæ í sumar. Vinnustaðurinn er góður og mér finnst skemmti- legt að fá að vera í svona dráttar- vélastörfum.“ Gott með að kynnast fólki „Ég held að áhugamálin mín hafi eiginlega alltaf tengst náttúrunni á einhvern hátt,“ segir Brynjar aðspurður og bætir við að hann langi alla vega eins og staðan er í dag að búa í sveit. „Ég er meira að segja að spá aðeins í að fara á Hvanneyri þegar ég er búinn með stálsmíðina, en hvort af því verð- ur mun framtíðin leiða í ljós. Hins vegar hef ég alltaf átt marga vini og átt auðvelt með að kynn- ast fólki, alveg sama hvort það er gamalt eða ungt. Ef ég hef nóg að gera með góðu fólki að ég tali nú ekki um ef veiði er með í spilinu, þá er ég bara sáttur,“ segir Brynj- ar Halldór Sveinsson að endingu. mm Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 99 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Blóðdropi.“ Vinningshafi er Jónína Björg Ingólfsdóttir, Borgarbraut 65A, 310 Borgarnesi. Máls- háttur Orka Nemur Röð Skýli Örtröð Fis Hróf Ótti Púki Starf Niðji þreyta Einnig Frísk Brum Vissa Skortur Pexar Her- maður Vökvar Umsvif Við- brennd- ur Flokka Trýni Dagleið Öldufall Skipið 5 Megin- hlutinn Suddi Tæpur 3 Fisk Eldaði Mauk Alfa 501 Sverta Étandi Málmur Seyðir Góð- gæti 9 Hrönn Kámar Vaxa 7 Tónn Ójafna Vega Leiðar Á fæti Viðbótin Æsta 2 Frjáls Sk.st. Rigsa Mása Vara- söm Mjöðm Leðja Gól Ófædd Ösla 1 Pers. - fornafn Nóa Bogi Form Púkar Óttast Drykkur Blað Planta Slæm Víma Bar Orð- rómur Samhlj. Ugga Vangi 4 Snös Séhlj. Tapast Há- hýsi 1050 Beita Gort Tunnur Kunni Gæði Sérhlj. Fugl Ráf Hætta Friður Veisla Kæpa Sögn Gola Hnus Slá Hvílum Viðmót Ílátin 6 8 Ögn Rödd Elska Röst Rugga Geil Haf Hófdýr Þröng Spil Með- limir Slá 50 Lokað Spilið Röð Glundur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 M Y N D Í M Y N D F Ó R A N N I R L I T A E G G L Ó R A G S N J Ó A R G B A K P J A T T I Ó V A R L O G I A U T A L Ð L F S J R N S R K S G R L M R G Ó Ð T A K K A N A T V E I R K A N N A R A E I K L I N A K E P P U R I L T D A L V E G G U M A K L E I N A Á R L A R U M N I R F I L L U M R M F I M U R T Ó A K R A R A N I S T I N Á L N Á Ú R G I L L Ó A B Ó K A R Ö V A L M A R D R E N G I R E I R A A R M E Y R I Ð N B L Ó Ð D R O P I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Fermingarmyndin var að sjálfsögðu tekin við veiðar og uppáhaldsáin varð fyrir valinu, Gljúfurá í Borgarfirði. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. „Við Keli vorum miklir vinir. Ég fór öðru hverju í heimsókn til hans eða við töluðum saman í síma. Hann lét mig stundum vita um góða veiði t.d. í síkjunum eða að hann væri að fara að leggja eða vitja um net eða álagildrur og bauð mér þá að koma koma með sér.“ Hér er Keli á Sumarhátíð KB, þar sem hann fékk Binna með sér í lið að sýna silunga og ála, sérsvið þeirra. Brynjar með afa sínum og nafna í Skarðsrétt. Sá eldri að taka í nefið og sá yngri með nokkur korn á milli puttana. Binni í essinu sínu að sýna krökkum ála í kari á sumarhátíð KB í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.