Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 20188 Reglugerð um skráningu afla LANDIÐ: Kristján Þór Júlí- usson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, hefur und- irritað nýja reglugerð um skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum en slík mót eru haldin víða um land á hverju sumri á vegum sjóst- angveiðifélaga. Með reglu- gerðinni er leitast við að ein- falda framkvæmd aflaskrán- ingar en sjóstangaveiðifélög- unum eru með lögum um stjórn fiskveiða tryggðar full- nægjandi aflaheimildir vegna mótanna og skal tekjum af sölu aflans ráðstafað til að standa straum að kostnaði við mótshaldið. Reglugerðin var sett að höfðu samráði við Landssamband sjóstanga- veiðifélaga og Fiskistofu og hefur verið birt í Stjórnartíð- indum. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 24.-30. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 9 bátar. Heildarlöndun: 29.120 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 20.732 kg í fjórum löndun- um. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 21.139 kg. Mestur afli: Bárður SH: 20.432 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður: 3 bátar. Heildarlöndun: 161.859 kg. Mestur afli: Hafborg EA: 115.707 kg í sex löndunum. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 186.188 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 53.435 kg í tveimur löndun- um. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 148.773 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 60.571 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 6.622 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 2.846 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Rifsnes SH – RIF: 60.571 kg. 26. mars. 2. Helgi SH – GRU: 43.951 kg. 26. mars. 3. Kristinn SH – ÓLA: 31.526 kg. 26. mars. 4. Hafborg EA – GRU: 30.140 kg 28. mars. 5. Hafborg EA – GRU: 22.854 kg. 30. mars. -arg Lóan mætti til landsins 28. mars síðastliðinn og sást þá fyrst í Fló- anum. Aðeins tvisvar sinnum hafa lóurnar komið seinna en þennan dag, árin 1999 og 2001, en meðal- komudagur þeirra 1998-2017 hef- ur verið 23. mars. Lóan er einkennisfugl íslenskra móa og útbreiddur varpfugl um land allt og einnig á hálendinu. Lóan er vaðfugl sem verpur eink- um á þurrum stöðum, mólendi og grónum hraunum. Hreiðr- ið er opin laut milli þúfna eða á berangri, klætt með stráum. „Um helmingur af heimsstofni lóunnar verpir hér á landi, eða um 300.000 pör, svo ábyrgð okkar gagnvart þessum vorboða er mikil og nauð- synlegt að vernda búsvæði henn- ar. Vetrarheimkynnin eru í Vest- ur Evrópu, aðallega á Írlandi en einnig í Frakklandi, portúgal og á Spáni,“ segir í tilkynningu frá Fuglavernd. mm/ Ljósm. Alex Máni Guð- ríðarson Lóan fremur seint á ferðinni Slökkvilið Borgarbyggðar var í tví- gang kallað út vegna elds í sinu í liðinni viku. Fyrra útkallið var á miðvikudagskvöld við þjóðveg- inn sunnan við Galtarholt í Borg- arhreppi. Íbúar í nágrenninu hófu þegar slökkvistarf og var því að mestu lokið þegar slökkvilið mætti skömmu síðar. Í seinna tilfellinu á laugardagskvöldið var um nokk- uð meiri eld að ræða. Þá hafði álft flogið á háspennustreng skammt frá Signýjarstöðum í Hálsasveit. Féll fuglinn logandi til jarðar og kveikti eld. Eldurinn sást frá Sáms- stöðum í Hvítársíðu og var gert við- vart þaðan. Bændur á Signýjarstöð- um hófu slökkvistarf og sömuleiðis komu slökkviliðsmenn frá Slökkvi- liði Borgarbyggðar á vettvang. Raf- magni sló út við að fuglinn flaug á línurnar en það komst á að nýju tæpum hálftíma síðar. mm Sinueldur í tvígang Logar í þurrum gróðri sunnan við Galtarholt. Ljósm. gsh. Hér er búið að slökkva eldinn í landi Signýjarstaða. Ljósm. fpp. Í dymbilvikunni var nokkuð um skemmdarverk á Akranesi. Með- al annars var gamall Bens fólksbíll, sem stendur niður á Breið, eyði- lagður; rúður meðal annars brotn- ar. Þá voru rifin niður og skemmd upplýsingaskilti á nokkrum stöð- um, svo sem meðfram gönguleið- inni frá Elínarhöfða að Miðvogi sem og skilti á Breiðinni. Íbúum er bent á að hafa samband við lögreglu búi þeir yfir vitneskju um hver eða hverjir eiga í hlut. mm Skemmdarverk unnin á bílum og merkjum Hluti af upplýsingakorti á Breiðinni, en það var rifið niður og brotið. Ljósm. pþl. Minni líkur eru nú á að þessi Bens fólksbíll verði gerður upp. Ljósm. gó. Skemmt upplýsingaskilti á gön- guleiðinni í Höfðavík. Ljósm. árg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.