Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 2018 15 búið á heimavistinni frá því hún byrjaði í upphafi aldarinnar. „Ég tók strax þá ákvörðun að ala þessi börn upp eins og ég ætti þau sjálf. Tók við móðurhlutverkinu og leit á það sem mitt hlutverk. Auðvitað eru ekki allir sem hefja nám í fram- haldsskóla, fjarri heimilum sínum, búnir að fullmótast áður en þeir hleypa heimdraganum. Unglingar taka þroskann út á misjöfnum tíma og oft var því mikið líf og fjör á vistinni.“ Voru ekki einu sinni í skólanum Hulda rifjar upp hvernig bæjar- bragurinn á Akranesi tók einatt breytingum á haustin þegar fjöl- brautaskólinn byrjaði. „Það lifnaði yfir öllu í sumarlok þegar bærinn fylltist af ungu fólki sem streymdi útitekið og hraustlegt eftir sumar- vinnuna í skólann. Reyndar voru til þeir bæjarbúar sem létu þetta fara í taugarnar á sér. Vissulega jókst rúnturinn til muna fyrstu vikurnar, meðan enn var til bensínpeningur, og íbúar sem töldu ró sinni rask- að „með þessum látum.“ Meira að segja var einu sinni skrifuð fýlu- grein í bæjarblaðið þar sem sagt var frá þessum múgæsingi sem tal- inn var fylgja því að fjólbrautaskól- inn væri nú byrjaður. Með grein- inni var svo birt mynd af tveim- ur ungum mönnum við styttuna af sjómanninum niðri á torgi og héldu þeir á flösku á milli sín. Ég man að ég klippti þessa frétt út því á myndinni var Sigurður Már son- ur minn og vinur hans. Siggi minn var ekki einu sinni í skólanum og fór þangað aldrei!“ Nú hlæja þau saman blaðamaður og Hulda. Margar minningar Hulda minnist þess að hafa tekið þátt í uppeldi allra barna frá til- teknum bæjum þaðan sem ung- lingarnir voru sendir í framhalds- nám í FVA. „Mest hef ég verið með átta systkini frá sama bænum og allan hópinn frá mörgum fleiri. Allt frábært fólk. En veistu, óþekku börnin eru oft þau skemmtileg- ustu,“ segir Hulda, „þau eru upp- átækjasöm, frjó og skemmtileg á sinn hátt. En auðvitað segi ég þetta bara núna af því ég er að hætta,“ segir Hulda og hlær. Aðspurð hvort hún finni mun á unglingun- um eftir því hvaðan af landinu þeir koma, svarar hún: „Já, reyndar. Mér finnst skemmtilegt að minn- ast á að unga fólkið úr Stykkis- hólmi var einhvern veginn alltaf til fyrirmyndar, að öðrum ólöstuðum. Þau voru prúð og eins og þau hafi komið úr mjög öguðu samfélagi og kannski hefur snyrtimennskan í bænum, uppeldið í skólanum, eða eitthvað annað úr umhverfi þeirra haft sitt að segja. Mér finnst ekkert ljótt að segja þetta núna og er alls ekki að taka þetta fram til að lasta þá sem voru annarsstaðar frá. Ég hef eignast alveg ótrúlega mikla vini í gegnum tíðina og finnst til dæmis mjög vænt um þegar krakk- arnir úr Dölum krefjast þess að ég kalli mig Dalamann. Á sama hátt eru borgfirsku ungmennin mér af- skaplega kær og í þessum hópum hef ég eignast alveg ótrúlega góða vini. En auðvitað slær stundum skugga á. Einn minn besti vinur er nýlega fallinn frá og mér finnst fráfall hans óendanlega sorglegt og skyggir á þann annars góða minningarbrunn sem ég nú á eftir starf vistarstjórans. Maður byggir upp traust og kunningsskap við öll þessi börn sem maður á þátt í upp- eldinu á. Heimir Klemenzson frá Dýrastöðum og ég urðum afskap- lega góðir vinir og héldum tengsl- unum áfram þótt hann færi annað í nám og störf. Þannig var ég lík- lega sú fyrsta sem fékk að vita þeg- ar honum og unnustu hans fæddist barn á síðasta ári. Mér finnst frá- fall hans það sorglegasta frá þess- um árum en ylja mér við minning- ar um góðan dreng,“ segir Hulda. „Það var gæfa að kynnast öllu þessu unga fólki sem búið hefur á heimavistinni. Auðvitað er starf sem þetta ekki alltaf dans á rós- um en ég hef lengstum haft góð- an bakgrunn frá samstarfsfólki hér við skólann,“ bætir hún við. Skin og skúrir En sorgin hefur oftar knúið dyra hjá Huldu og fjölskyldu hennar. „Við vorum skilin, ég og Sigmar fyrri maður minn og faðir drengj- anna minna þriggja. Hann flutti til Noregs 1998 en velur síðan að taka líf sitt haustið 2000. Þrátt fyr- ir að við værum þá skilin var sorg- in mikil og söknuðurinn sár, ekki hvað síst hjá drengjunum okkar. Slíkar aðstæður eru eitthvað sem enginn á að þurfa að takast á við, en alltof margir þurfa engu að síð- ur að upplifa. Þessi jákvæða lund sem strákarnir mínir hafa, og ég vil meina að þeir hafi erft úr Gunn- laugsstaðaættinni, hjálpaði þeim gríðarlega mikið að takast á við sorgina og vinna úr föðurmissin- um.“ En lífið heldur áfram þótt þeir sem eru fólki nærri hverfi af braut. Hulda fann ástina að nýju þeg- ar hún kynntist Þorsteini péturs- syni sjómanni á Höfrungi III árið 2005. Hann átti sjálfur fjögur börn þannig að samanlagt taldi barna- hópurinn þeirra sjö, allt strákar. „Við Steini giftum okkur síðan vorið 2010 og búum hér á Akra- nesi. Við flytjum í sumar í eigin íbúð sem verður gerð upp, enda þarf ég að losa íbúð vistarstjór- ans. Þá fá synir mínir að finna fyr- ir því að hjálpa mömmu sinni að græja og gera.“ Hulda segist ekki kvíða því að hætta að vinna, en ætl- ar þó áfram að hafa aukastarf. „Ég hef aldrei velt því mikið fyrir mér hvað ég geri þegar ég verð gömul og hætti að vinna. Kannski helgast það af því ég er ung í anda og hef ekki verið að velta slíku fyrir mér, 25 ára konan!“ Skúringablætið En Hulda hefur ákveðið blæti, skúringablæti: „Það er svo skrítið með mig að ég hef alltaf haft gam- an af því að skúra vinnustaði, ekki heimahús. Ég skúraði lengi póst- húsið og leikskóla og byrjaði að skúra lögreglustöðina á Akranesi fyrir nokkru og líkar það frábær- lega og ætla að halda því áfram. Það eru vissulega ekki margir sem hafa gaman af því að skúra gólf, en ég finn einhverja hvíld í því, finnst einfaldlega svakalega gaman að skúra stóra fleti og get gjörsamlega gleymt mér við þá iðju. Engu að síður ef ég væri ung kona í dag og stæði frammi fyrir því að velja mér nám eða starfsvettvang, myndi ég líklega velja hjúkrun. Þegar ég var ung var ég slæm af mígreni og því þótti ekki gott að ég færi í mik- inn bóklestur og því varð ekk- ert af námi þótt hugurinn leitaði í þá átt. Ég minnist þess hversu vel mér leið við að starfa á sam- býlinu við Vesturgötu. Umönn- unarstörf henta mér því ágætlega og mér fannst ganga vel að eiga í samskiptum við þá sem þar bjuggu og störfuðu. Fékk þar ákveðna út- rás fyrir þessa þörf mína að stunda umönnun. Auðvitað er það líka eitt form af umönnun að starfa með ungu fólki sem vistarstjóri. En ég geri mér grein fyrir hversu andstæðurnar eru miklar að finn- ast skemmtilegast að skúra ann- ars vegar og sinna fólki hins vegar. Örugglega eitthvað að gera með að uppfylla andlega og líkamlega þætti. Mér finnst hins vegar standa uppúr að lífið hefur kennt mér að ég er mikið fyrir fólk og í rauninni elska ég fólk,“ segir Hulda. Áhugamálin eru því fólk Hulda kveðst ekki hafa komið sér upp sérstöku áhugamáli sem marg- ir eldri borgarar gera áður en þeir ljúka hefðbundinni starfsævi. „Það er svo mikið líf í kringum mig að ég óttast ekki einhverja einsemd. Við eigum sjö börn og samtals ell- efu barnabörn og mér líkar allt þetta líf í kringum mig. Mér finnst ég hafa verið einstaklega heppin að eiga þessa góðu fjölskyldu og marga vini. Ég er ekki mikið fyr- ir dramatík þótt ég standi á tíma- mótum og kannski nýt ég þess að hafa erft eitthvað af þeim kostum sem prýddu ömmu mína Jófríði á Gunnlaugsstöðum og afkom- endur hennar. Líkt og hjá henni eru áhugamál mín fólk. Ég er líka þakklát fyrir þau tækifæri sem líf- ið hefur gefið mér. Það eru náttúr- lega forréttindi að vera getin í Döl- unum, fá að alast upp í Borgarfirði og eignast svona góða vini og fjöl- skyldu eins og ég. Hvað er hægt að biðja um meira,“ spyr Hulda Sig- urðardóttir að endingu. mm Hér er Hulda í hópi fimm vina sinna af heimavistinni sem voru að útskrifast úr FVA. Hulda ásamt þremur Kristjánsdætrum frá Ölkeldu í Staðarsveit. Allar voru þær á vistinni í tíð Huldu. Sjö stúlkur úr Borgarbyggð sem voru á vistinni hjá Huldu. Hulda ásamt strákunum sínum. F.v. Stefnir Örn, Sigurður Már og Sævar Þór. Hulda ásamt tengdadætrum sínum. F.v. Valdís Eyjólfsdóttir og Margrét Ragna Kristinsdóttir. Þegar Hulda og Þorsteinn giftu sig í maí 2010 færðu synir Huldu móður sinni persónulega í aukagjöf, nektarmynd af sjálfum sér með Akrafjallið í fullri reisn á bakvið. Strákarnir hafa einstaka sinnum fengið orð á sig fyrir glettni af ýmsum toga! Barnabörn þeirra Þorsteins og Huldu eru nú ellefu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.