Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Síða 23

Skessuhorn - 04.04.2018, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 2018 23 Fyrir fjölskyldufólk er mikilvægt að börn og ungmenni hafi góða um- gjörð. Það er gott að búa á Akranesi með börn og tækifærin til að gera það enn betra eru í höndum okkar Skagamanna. Öll erum við ólík og höfum hæfileika hvert á sínu sviði. Það er mikilvægt að veita börnum og ungmennum tækifæri til þess að þroska og efla sína hæfileika. Þar búum við Akurnesingar vel með öfl- ugt skólastarf, tónlistarskóla, fjöl- breytt atvinnulíf, sterka íþrótta- hreyfingu, virka menningarstarf- semi og frístundastarf þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er nálægðin við náttúruna, bæði fjall og fjöru, sveitina og sjóinn mikil auðlind í þessu sambandi. Sterkt skólasamfélag Skólar- og leikskólar og tónlistar- skóli Akraneskaupstaðar eru vel mannaðir vel menntuðu fólki og um- gjörðin er góð. Leik- og grunnskól- ar bæjarins byggja á ólíkum straum- um og stefnum í skólastarfi og hver skóli hefur sinn skólabrag. Þessi fjölbreytileiki er styrkur sem styður við að ólíkir hæfileikar fái notið sín á Akranesi. Mikilvægi framhaldsskól- ans, FVA, verður seint ofmetið. Þar býðst ungmennunum okkar fjöl- breytt nám, bæði bóklegt og verk- legt sem gefur unga fólkinu kost á að stunda nám lengur í bæjarfélag- inu og það er mikilvægt verkefni bæjarstjórnar að hlúa að Fjölbrauta- skólanum. Þrátt fyrir að skólinn sé ríkisrekinn þá geta bæjaryfirvöld á hverjum tíma haft áhrif. Þar má velta því upp hvort frekara samstarf milli tónlistarskólans og FVA sé tækifæri til að styrkja stoðir beggja skóla og skapa sérstöðu. Það var flottur af- rakstur slíkrar samvinnu á fjölum Bíóhallarinnar nýlega, leiksýningin „Með allt á hreinu“. Frammistaða nemenda var stórkostleg og fyllti mitt Skagahjarta af stolti. Heilsuefling og forvarnir Samstarf kaupstaðarins við íþrótta- félögin er gott en þar eru engu að síður sóknarfæri. Það er mikilvægt að horfa til forvarnargildis íþrótta ekki síður en að hlúa að afreks- fólki. Það er frábært að eiga íþrótta- menn í fremstu röð og það er mikil- vægt að styðja við þá. Jafnframt er mikilvægt að halda börnum og ung- mennum í skipulögðu íþróttastarfi eins lengi og kostur er. Þar tel ég að sé sóknarfæri í því að fylgjast betur með brottfalli og rýna hvað veldur á hverjum stað, aðlaga starfið og leita leiða til að minnka brottfall. Rann- sóknir hafa sýnt að þátttaka í íþrótt- um og öðru tómstundastarfi hefur verulegt forvarnargildi þegar kemur að notkun ávana- og fíkniefna og því eru það hagsmunir allra að við náum árangri saman í þessu. Samfella í skóla- og frístundastarfi Nálægðin í samfélaginu gefur okk- ur tækifæri til að búa til enn frekari samfellu í skóla- og frístundastarfi. Í dag er það áskorun fyrir foreldra barna í yngstu bekkjum grunnskól- ans að veita börnunum tækifæri til að velja sér íþróttir eða tómstundir óháð búsetu og óháð því hvar for- eldrarnir stunda vinnu. Við þurf- um að jafna þennan aðstöðumun og tryggja að börn geti valið íþrótt- ir og tómstundir út frá áhugasviði. Það getum við gert með því að hafa skipulagða fylgd til og frá íþrótta- og tómstundastarfi fyrir yngstu börn- in. Jafnframt þarf að huga að opn- unartíma frístundamiðstöðvar fyrir yngstu bekki grunnskólanna. Í dag er frístundamiðstöðin í Grunda- skóla opin til 16:30 og frístundamið- stöðin í Brekkubæjarskóla til 16:15. Ég þekki það af eigin raun að það er flókið að púsla því saman að ná að sækja barnið á réttum tíma fyrir fólk sem sækir vinnu annars staðar en á Akranesi. Við þurfum að halda áfram, gera betur og laga þessi atriði til að minnka álag á barnafjölskyldur á Akranesi. Gerum lífið betra á Akranesi Á Akranesi eiga fjölbreyttir hæfi- leikar barna og ungmenna að fá að njóta sín í faglegu og metnaðarfullu skólasamfélagi sem byggir á styrk- leika nærumhverfisins, samstarfi og samfellu í skóla- og frístundastarfi. Það er gott að búa á Akranesi og við Akurnesingar eigum alla möguleika á að gera lífið hér á Skaganum enn betra. Sandra Margrét Sigurjónsdóttir. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Höldum áfram og gerum lífið betra Pennagrein Áhugaverður fyrirlestur verð- ur fluttur á vegum fræðslunefndar Hestamannafélagsins Borgarfirð- ings og er hann ætlaður fyrir alla sem stunda hestamennsku. „Helga Gunnarsdóttir dýralæknir kem- ur til okkar í félagsheimili Borg- firðings þriðjudaginn 10. apríl kl. 19:30 og verður með fyrirlestur um heilbrigði hestsins, fyrirbyggjandi aðgerðir, hvað getur þú gert til að láta hestinum líða betur og endast lengur glaður og heilbrigður,“ seg- ir í tilkynningu. Helga hefur einbeitt sér mikið að hestum og breytingum hestsins í gegnum árin. Hún heldur úti fés- bókarsiðu: Helga Gunnarsdóttir- Dýralæknir hesta. Þar eru margir áhugaverðir pistlar um dýralækn- ingar og dýravernd. „Við hvetjum alla sem stunda hestamennsku til þess að koma og fræðast. þá ætla snillingarnir í Kaupfélagi Borgfirðinga að vera með eitthvað sniðugt að sýna okk- ur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir,“ segir í tilkynningu frá fræðslunefnd. mm Nýtt lógó Hmf. Borgfirðings hannaði Vibeke Thoresen. Fyrirlestur um heilbrigði hestsins og betri líðan Ferðafyrirtækið Snæfellsnes Exc- ursions í Grundarfirði festi nýver- ið kaup á snjótroðara til að bjóða upp á ferðir á topp Snæfellsjökuls. Laugardaginn 31. mars var farið í prufuferð á jökulinn í blíðskapar- veðri og fékk fréttaritari Skessu- horns að fljóta með. Ferðin sjálf var frábær enda heiðskýrt og ein- dæma veðurblíða. Troðarinn var snöggur á toppinn þar sem útsýn- ið sveik engan. Hjalti Allan Sverri- son var ánægður með ferðina og var spenntur fyrir sumrinu en bók- anir fyrir sumarið eru vel á veg komnar. tfk Snæfellsnes Excursions býður upp á jöklaferðir Þriðjudaginn 10. apríl næstkomandi flytur Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur fyrirlestur í Bók- hlöðu Snorrastofu um helsu kenn- ingar er varða landnám og uppruna Íslendinga þar sem leitað verður svara við spurningum sem vaknað hafa í því samhengi. Guðmundur er byggingaverk- fræðingur að mennt, fæddur í Reykjavík árið 1939 og starfar sjálf- stætt sem verkfræðiráðgjafi. Hann hefur komið víða við í þjóðlífinu og haft á höndum stjórnarstörf í fjölda félaga og stofnana. Þá var hann um árabil alþingismaður Reykvíkinga og borgarfulltrúi. Guðmundur var forseti Skáksambands Íslands árið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið í skák milli Bobby Fischer og Bor- is Spassky var haldið í Reykjavík. Guðmundur hefur gefið út bókina Árdagar Íslendinga (2016), þar sem fjallað er um efni kvöldsins. Hann hefur einnig skrifað fjölda greina, meðal annars um leikrit Shake- speare, skák, verkfræði, laxeldi, bók- menntir og stjórnmál. Hann er einn upphafsmanna kenningarinnar um íslenskan uppruna Lewis skákmann- anna og skrifað bókina „The enigma of the Lewis chessmen“. Guðmund- ur er heiðursfélagi Verkfræðinga- félags Íslands og Skáksambands Ís- lands. „Snorrastofa fagnar þessum fjöl- fróða fyrirlesara og hvetur fólk til að njóta kvöldstundar með honum. Að venju hefst fyrirlesturinn kl. 20:30, aðgangseyrir er 500 krónur og boð- ið verður til kaffiveitinga og um- ræðna,“ segir í tilkynningu. mm Fyrirlestur um uppruna Íslendinga og landnámið Fjórða mót Vesturlandsdeildar- innar í hestaíþróttum fer fram fimmtudagskvöldið 5. apríl nk. og verður keppt í fimmgangi. Eins og áður fer mótið fram í Faxaborg í Borgarnesi. Deildin hefur farið vel af stað í vetur og aldrei ver- ið sterkari. Von er á fjölda sterkra hesta og knapa og má því búast við góðri skemmtun í Faxaborg næst- komandi fimmtudag. Randi Hola- ker sigraði fimmganginn í fyrra og eftir sigur þeirra í gæðingafiminni um daginn má búast við þeim sjóð- andi heitum á gólfið í fimmgang- inum. Húsið verður opnað klukk- an 19.00 og fyrsti hestur mæt- ir stundvíslega kl. 20.00 á gólfið. Miðaverð er 1000 krónur en frítt inn fyrir 10 ára og yngri. Vesturlandsdeildin er einstak- lings- og liðakeppni en 34 knap- ar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í sex greinum hestaíþrótta. Ráslisti var birtur í gærkvöldi, eftir að blaðið fór í prentun. Staðan í liðakeppninni þegar mótið er hálfnað er sú að Leikn- ir/Skáney er efst með 152 stig. Í öðru sæti eru Stelpurnar frá Slipp- félaginu & SuperJeep með128,5 stig og Bergur/Hrísdalur/Austur- kot er þriðja með 115 stig. Önn- ur lið hafa undir 100 stigum. Í ein- staklingskeppninni er Siguroddur pétursson efstur með 32 stig, Ylfa Guðrún Svafarsdóttir þriðja með 24 stig og Randi Holakerf þriðja með 22 stig. bmþ/mm Keppt í fimmgangi á fimmtudaginn Randi Holaker í brautinni. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.