Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 4
Hann þræddi nákvæmlega vörðuðu
leiðina, nam staðar við hverja vörðu,
tók þó eigi tíma til að hvíla sig og
blása mæðinni, heldur reiddi stöngina
til höggs og braut niður klakabrynjurn-
ar. Seint um kvöldið kom hann til
byggða, þreyttur eftir erfiðan dag. Þá
risu vörðurnar afhjúpaðar í hjarn-
breiðu þingeysku heiðarinnar.
Þessi gamli ferðaþáttur rifjast upp,
þegar þú, glókollur, ert að stíga fyrstu
sporin. Sumir viðburðir halda verðgildi
gegn um aldir og áratugi; — þeir leita
fram í hugann, þegar ungur maður rís
á legg.
Vörður á vegum eru hlaðnar til að
leiðbeina vegfarendum. Þeir þurfa ekki
að notfæra sér slíka leiðsögn, þegar
kennileiti sjást í landslagi, stjörnur
leiftra og norðurljós braga. En í myrkri
og dimmviðri kemst ferðalangurinn oft
til mannabyggða með ])ví að þræða
leiðina frá einni vörðu til annarar. Þeir,
sem hlóðu vörðurnar, eru ef til vill
horfnir í mold feðranna, en þeir lifa
áfram í verkum sínum.
Varða, sem er vafin í værðcrvoðir
vetrarins, bregst á varðberginu. Hún er
eins og göfug kóngsdóttir í álögum,
sem greint er frá í ævintýrunum. Og’
hún bíður þess, að elskhugi hennar, þey-
vindurinn, komi og leysi hana úr
hlekkjunum.
í dag stígur þú,
glókollur, fyrstu
sporin. Þú brosir,
baðar út höndun-
um, bjartur dreng-
ur, hamingjusamur
yfir unnum sigri.
Bóndinn, sem gekk heiðina í hrein-
viðrinu, þurfti ekki að gefa gætur að
vörðunum. Hann var þaulkunnugur
leiðinni. En hann vissi, að ljósum degi
getur fylgt sótsvört nótt, og’ íslenzk
veðrátta er hverflynd og duttlungafull.
Og hann lét sig varða örlög mannsins,
sem leggur á heiðina næsta morgunn.
Þess vegna braut hann klakann af vörð-
unum — gerðist liðsmaður sólbráðs og
sunnanvinda.
I dag stígur þú, glókollur, fyrstu
sporin. Þú brosir, baðar út höndunum,
bjartur drengur, hamingjusamur yfir
unnum sigri, en jafnframt dálítið kvíð-
andi að fótstyrk bresti til að standa
óstuddur.
Það er skylda eldri kynslóðarinnar
að rétta æskunni örfandi hönd, benda
henni á varðaða vegi, reyna að glæða
trú hennar á það hlutverk, sem hennar
bíður í landinu. Æskan fer að vísu í
mörgu sinna eigin ferða, en kjölfestuna
fær hún að lokum úr hollum áhrifum,
sem hún verður fyrir í uppvextinum.
Það er einkum eitt, sem ég* vil segja
þér, glókollur, um leið og þú stígur
fyrstu sporin: Landið þitt heitir IS-
LANI). Sumum finnst það lítilmótlegt
land, eyja með eld og ísa, norðurundir
heimskauti. En þú mátt aldrei gleyma
því, glókollur, að þú ert Islendingur —
þér á að vera það heilagt hugðarefni,
að reynast Islandi sannur sonur.
Landið þitt, glókollur, er fagurt. Það
er land mikilla andstæðna. Hrikaleg
fjöll með gnæfandi tinda, úfin bruna-
hraun, lyngheiðar og fífusund, silfur-
tærar bergvatnsár í djúpum dölum,
skolgrá jökulfljót á svörtum söndum,
mergð tignarlegra fossa, stór stöðuvötn
með eyjar og voga, þar sem endur kafa
og svanur syngur. Rjúpan og þröstur-
inn eiga börn í birkiskógum, en sól-
skríkjan skjól milli steina. Og í sveit-
unum, við fjall og fjörð, yrkir bóndinn
og fjölskylda hans fögur ljóð í mold-
ina. Lagboðinn við þá ljóðagerð er —
trúin á landið.
Hafið við strendur lands þíns, gló-
kollur, er síkvikt og breytilegt, með
4 HLYNUR