Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 5
Fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppninni er vikudvöl í Þingeyjarsýslu fyrir tvö. Sig- urjón Jónsson er nýkvæntur, hann gekk fyrir skömmu að eiga Ólöfu Vernharðsdóttur, sem starfaði einu sinni hjá Sambandinu, og er systir Einars í fjármáladeild. Það eru því allar líkur fyrir því að förin norður verði um leið brúðkaupsferð, og þá verður vafalaust komið að Mývatni. bylgjudali og bárufalda. Það er ógn- andi, þegar brimskaflar brotna á hlein- um, en milt og merlað í miðnætursól. Það er gjöfult. En gjafir þess eru oft dýrkeyptar. Það reynir á þrek og karl- mennsku sjómannanna, sem draga í þjóðarbúið dýrmæta björg úr hafdjúp- unum. Þar eru margar dáðir drýgðar. Landið þitt, glókollur, hefur stund- um verið nefnt sögueyjan. Bókiðja for- feðra þinna myndar perlur í heimsbók- menntunum. Og saga þjóðar þinnar er að mörgu leyti mjög merk. Orlögin liafa að vísu oft spunnið hnökrótt band með bláþráðum, svo að vefurinn, sem sleginP hefur verið í vefstól aldanna, er misjafn að gæðum og áferðin sund- urleit. En það eru velgerðir kaflar í voðinni. Frelsi er fjöregg þjóða og einstaklinga. Þjóðin þín, glókollur, stofnaði þjóðveldi á Þingvelli. Þar réðu vitrir menn ráð- um. Þá hófst gullöld. En sá, sem stend- ur á tindinum, getur hrapað í gljúfra- gil. Þjóðin þín, glókollur, hrapaði niður í crbirgð, \ arð umkomulaus í greipum erlendrar ánauðar. En saga hennar minnir á kjarrið í brunahrauninu: Það dregur svölun og næringu úr duldum lindum undir hraunskorpunni. Umkomu- lausa smáþjóðin glataði aldrei sjálfri sér, tungu sinni og frábærum bók- menntaarfi. Undir felhellum fornrar frægðar, mannvits og drengskapar, fól- ust glóðir, sem ornuðu og efldu við- námsþrótt hennar. Og hún sigraði að lokum í sjálfstæðisbaráttunni. En það er eigi nóg að endurheimta frelsi og fullveldi. Þjóðin verður að varðveita hitann í eigin barmi. Makráð- ur amlóði og' sýndarmenni nýtur án verðleika verka athafnasamra foreldra, sem brutust úr öskustó til bættra lífs- kjara. Hcnn sólundar arfinum. Og fjör- eggið brotnar í höndum hans. I bláum augum þínum, glókollur, eru spurningar. Sólargeisli á gólfinu vekur athygli þína. Þú réttir fram fálmandi hendi. Þú sérð hann, glókollur, en gríp- ur þó í tómt. Stækkunargler dregur að sér sólar- geisla og getur valdið íkveikju. Þannig HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.