Hlynur - 15.12.1957, Síða 8
urinn á Húsavík var þeim þyrnir í
augum.
En fyrstu sporin eru oi't erfið. Barn-
ið kann ekki að ganga strax og það
hefir andað að sér Iofti umheimsins.
Fyrstu árin verður það að styðjast við
hið eldra og reyndara. Af reynslu og
samferðamönnum lærir barnið að ganga.
— Eins var það með félag bændanna
norður við heimskautsbaug.
Erfiðleikarnir voru margir, sem steðj-
uðu að Grímstaðabóndanum og félög.
um hans. Fyrst í stað urðu þeir að
geyma vörurnar í tjaldi og vaka yfir,
um nætur. Hafuarskilyrði voru þá lé-
leg á Húsavík og uppskipun erfið. En
þeir félagar létu ekkert á sig fá, þó
þeir yrðu að standa kaldir og blautir,
klukkustundum saman, við uppskipun
í stórhríðarveðrum. Yfirvaldið var þeim
heldur ekki vinveitt, og oft urðu þeir
að standa fyrir máli sínu frammi fyrir
sýslumanni mikinn hluta dags. — En
héraðsbúum tókst að sigla yfir skerið
og út á rúmsjó. Hugur fylgdi máli og
hinn góði málstaður sigraði. Hugsjóna-
stefna bændanna varð að veruleika.
Síðan atburðir þessir gerðust, fyrir
rúmum 75 árum, hefir margt borið til.
Heimstyrjaldir tvær höfum við lifað,
kreppur og hart árferði. En framrás
kaupfélaganna varð ekki stöðvuð, þó
hvasst hafi viðrað mót hreyfingunni.
Kaupfélög hafa risið upp, svo til við
hverja höfn. Orð Einars í Nesi hafa
rætzt, svo ekki verður um villst.
Um það gagn, sem samvinnufélögin
hafa til leiðar komið, þarf ekki að fjöl-
yrða. En um eitt geta og mega allir
vera sammála. Islendingar væru ekki
komnir svo langt á veg menningar, sem
raun ber vitni, ef þingeysku bændurnir
hefðu ekki stígið fyrstu sporin í sam-
vinnumálunum fyrir 75 árum.
Islendingar hafa sýnt það í verki og
munu sýna það enn betur á komandi
öldum, að þeir vilja umfram allt standa
á eigin fótum, og vera sjálfum sér nógir.
Bezta aflið til þess er að vinna saman.
Haukur Logason.
K. Ketilsson:
Undanfarin ár hafa verzlcnir erlendis
tekið upp aldursmerkingar á vörum
sínum, (vefnaðarvöru, skóm, búsáhöld-
um og glervöru) með mjög góðum ár-
angri.
Kostir þessa nýja fyrirkomulgas eru
miklir og verður gerð nánari grein fyrir
þeim hér á eftir.
Allir starfsmenn fyrirtækisins eiga
auðveldara með að fylgjast með aldri
hinna ýmsu vörutegunda, þeir geta séð
hvaða ár og hvenær ársins viðkomandi
vefnaðarvörustrangi eða skókassi er
keyptur inn.
Að því sem sagt liefir verið liggur í
augum uppi, að vezlunarstjórar og aðrir
starfsmenn verzlana eiga mjög auðvelt
með að fylgjast með hvaða vörutegundir
„verma“ hillurnar og hvaða vöruteg-
undir gengur létt að selja.
Augljós er því sá styrkur, sem verzh
unarstjórar og aðrir þeir, sem annast
innkaup hafa af aldursmerkingunni,
þegar þeir gera innkaup sín.
Einnig er gott að hafa það liugfast
hvað aldursmerkingar hafa að segja,
þegar starfsmenn liætta störfum og
aðrir nýir koma í þeirra stað. Þar sem
aldursmerkingarnar eru hafðar um hönd,
má segja cð æviatriði vörubirgðanna
séu skráðar á þær sjálfar og standi
nýjum starfsmönnum frjálst til aflestrar.
Utsölur er eitt það fyrirbrigði í
verzlun, sem teljast verður óhjákvæmi-
legt öðru hvoru, en heldur eru þær
óvinsælar af þeim, sem fyrir þeim
standa, enda oft á tíðum erfitt verk að
velja og hafna. Þegar svo stendur á
koma aldursmerkingcrnar til hjálpar,
því að þær kveða upp hlutlausan dóm
yfir vörunnit
g HLYNUB