Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 16
Guðni Þórðarson :
Hann finnur fegurö og sköpunai
Hornafjörður er ein af þeim byggð-
um á Islandi, sem frægar eru fyrir
náttúrufegurð. Þar rísa brattir fjalls-
tindar upp við sanda og voga, en milli
þeirra liggur skriðjökullinn, niður á
jafnsléttu, eins og pensilfar hugmynda-
ríks málara sem hefir viljað auka feg-
urð hinna bláu og bröttu tinda. í
faðmi þessarar sérstæðu og litríku fjalla-
fegurðar liggur svo grösug sveit með
grænar byggðir. Ovíða á Islandi, mun
náttúran færa börnum sínum svo ríf-
Iega fangið fullt af skærum litum og
tærri náttúrufegurð.
Sérstœður listamaður.
Það er því kannske engin tilviljun,
að í þessari fögru byggð býr sérstæður
Sérstæður og sjálfmenntaður listan
bærar myndir. — Hefir alið allan *
óvenjuleg náttúrufegurð hefir þrosk
fyrir litum og 1
listamaður, málari, sem Iítið hefur farið
fyrir á opinberum vettvangi, enda þótt
hann hafði málað í áratugi. Myndir
hans eru margar frábærlega vel gerðar.
Hann hefir til þessa látið höfuðborgina
og sýningarsali hennar í friði til tjóns
fyrir listunnendur, sem þess vegna hafa
farið á mis við málverkin hans.
Þessi maður er Bjarni Guðmundsson
í Höfn í Hornafirði. Sjálfur er Bjarni
heimakær og hefir eytt flestum frjáls-
um stundum frá daglegum önnum við
f ;------------------s.
Hinn 22. nóvember opnaði Bjarni
Guðmundsson, fyrrverandi kaupfé-
lagsstjóri í Höfn í Hornafirði, mál-
verkasýningu í samkomusal Sam-
bandshússins. Fyrir sýningunni var
gengist af hálfu HLYNS, en ritstjóri
hans sá Bjarna og verk hans fyrst
á afliðnu sumri. Bauðst hann þá
strax til að gangast fyrir sýningunni
og varð það af að hún yrði haldin.
Þetta er fyrsta sýning Bjarna, sem
kominn er á áttræðisaldur. Hverjar
viðtökur sýningin fékk, þarf ekki að
orðlengja hér, það er löngu orðið •'
kunnugt af fregnum hlaða og út-
varps.
Það á vel við, að HLYNUR fari
inn á þessa hraut og vonandi er
þetta fyrsta viðfangsefnið en ekki
síðasta, sem hann færist í fang við
að kynna tómstundaárangur sam-
vinnustarfsmanna.
V_______________________________________J
HLYNUR