Hlynur - 15.12.1957, Page 20

Hlynur - 15.12.1957, Page 20
SLEGIÐ A ÞRAÐINN OG RyíTT VIÐ KRI5TJÁN SIGURÐSSON Þeir eru orðnir furðu margir starfs- menn kaupfélaganna og Sambandsins, sem leggja leið sína utan til náms í einni eður annarri grein verzlunar- starfanna. Sumir fara eingöngu til skólanáms, aðrir eingöngu til starfs og enn cðrir bæði til starfs og náms á skólum. A öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá hinum nýja verzlunarstjóra kjörbúðar Kf. Suðurnesja, Kristjáni Sig- urðssyni, en hann er nýkominn út eftir náms- og starfsdvöl í Noregi. Hlynur sló á þráðinn suður til Keflavíkur og náði stuttu viðtali við Kristján, ef ske kynni að lesendur blaðsins hefðu gaman af að heyra eitthvað frá dvcl hans ytra. Komdu blessaður Kristján, þetta er hjá fræðsludeild SÍS, mig langaði til að fregna eitthvað frá þinni utanför. Hve- nær fórstu utan? Það var skömmu eftir s.l. áramót, ég fór þetta á vegum kaupfélagsins, sem hafði útvegað mér vinnu hjá kaupfélag- inu í Osló. Þar vann ég síðan í nokkra mánuði í kjörbúðum félagsins og kynnti mér eftir fremsta megni allt, sem að þessum málum lýtur. Er mikið á Norðmönnum að græða í þessu efni? Það er ætíð mikill fróðleikur í því einu bundinn að fara utan eins og þú veizt. Hvað fyrirkomulag og starfsað- ferðir Norðmanna snertir þá tel ég mig hafa lært mikið af þeim. Fórstu ekki líka á námskeið hjá norsku samvinnufélögunum, mig eins og minnir það? Eg fór jú á námskeið fyrir starfsfólk kjörbúða. Það var haldið s.l. vor á norska samvinnuskólanum. Hann er rekinn og kostaður að öllu leyti af norska samvinnusambandinu, N.K.L., en nemendur greiða einungis fæði. Hvar er þessi skóli? Hann er staðsettur í mjög fögru um- hverfi nálægt bænum Sandvika, sem er skammt frá Osló. Skólinn er eingöngu ætlaður samvinnustarfsmönnum norsku félaganna og eru haldin þar námskeið lengri og skemmri. Þessi námskeið eru sniðin eftir þörfum kaupfélaganna. Skólinn þykir mjög góður og er ætíð fullsetinn. Þetta er heimavistarskóli. A neðstu hæð hússins eru tvær kennslu- búðir með vörugeymslum. I þessum búðum fer öll tæknileg kennsla fram. Onnur þeirra er kjörbúð en hin venju- leg afgreiðslubúð. Nemendur eru látnir Norski samvinnuskólinn. 20 HLYNUH

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.