Hlynur - 15.12.1957, Page 21
breyta afgTeífrslubiiðinm í kjörbúð og
kjörbuðinni í afgreiðslubúð.
Hvaða námskeiði varst þú á þarna?
Námsefnin voru þessi:
1. Utstillingar í glugga.
2. Rekstur kjörbúða.
3. Skipulagning vörunnar í kjörbúð
og í geymslu.
4. Verðmerking.
5. Tækniskrift.
6. Samvinnusaga.
7. Framkoma.
8. Meðferð á kælum og kælikerfum.
9. Vöruþekking.
10. Vinna við peningakassa og kassa-
eftirlit.
Fyrir utan þetta voru sýndar margar
kennslukvikmyndir og boðið upp á ýms-
an annan fróðleik.
Þetta hefir verið mikið námskeið en
var tíminn ekki fremur stuttur fyrir
svona margt?
Tíminn var nokkuð stuttur, en samt
vcr námskeiðið til ómetanlegs gagns
fyrir mig. Það er nauðsynlegt fyrir þá,
sem í kaupfélögunum starfa að vita
einhver deili á þessum atriðum. Eg vil
persónulega hvetja alla unga menn, sem
vinna hjá kaupfélögunum til að brjót-
ast utr.n til stuttra náms- og kynnis-
ferða. Islenzkir samvinnustarfsmenn
verða nauðsynlega að hafa kost á stutt-
um námskeiðum og mér finnst, að rétt
hafi verið að efna til þeirra námskeiða,
sem haldin hafa verið í Bifröst. Sú til-
raun sýndi að hér á landi er hægt að
g'era þessum málum hin beztu skil, og
þótt kaupfélögin geti ef til vill ekki
fyllt slík námskeið á ári hverju, þá
mega þau alls ekki leggjast niður. Eg
er þess einnig fullviss, að það starfs-
fólk, sem tækifæri er gefið til þess að
sækja námskeiðin, binzt mun fastari
böndum við félögin, þar sem það starf-
ar. Eilífar mannabreytingar í félögun-
um eru slæmar, eins og allir vita.
Jæja, Kristján. Hún er alltaf að til-
kynna viðtalsbilin daman, svo ég má
víst brátt hætta þessum spurningum.
En það var gaman að heyra frá þér
og ég mun ekki spara þau tilmæli þín
að hvetja ungt fólk til þess að afla sér
aukinnar menntunnar á verzlunarsvið-
inu. Vertu svo blessaður og þakka þér
kærlega fyrir.
Vertu blessaður og þakka þér sömu-
leiðis.
Hnyttið tilsvar
Jón Ormar Ormsson, starfsmaður hjá
Innflutningsdeild, er maður fremur lág-
ur vexti, en kattliðugur. Hann er mikill
unnandi knattspyrnu og leikur oftast í
liði SF/SÍS. Utan þess að vera liðugnr
og hraður á fæti er Jón með afbrigðum
hnyttinn í tilsvörum og býr yfir mikilli
kímnigáfu. Eitt sinn kepptu lið SF/SÍS
og Kf. Arnesinga, leikurinn fór fram í
Reykjavík. Selfossliðið vann og var því
haldið kaffisamsæti að leikslokum í
kaffistofu SIS. Voru haldnar þar ræður
af hálfu beggja aðila og luku báðir
lofsorði á hina. Þegar líða tók á sam-
sætið og umræður manna á milli voru
orðnar mjög óþvingaðar tók að heyrast
all mikið í Jóni. Hann mun hafa verið
að rökræða knattspyrnumál við Selfyss-
inga sér nálæga. Kallar þá einn úr SIS-
liðinu, sem sat fjarri Jóni: „Jón, stattu
upp fyrst þú ert að halda ræðu,“ en
hann hélt að svo myndi vera. Jón skildi
strax hvernig í öllu lá4 en lét sér hvergi
bregða og svaraði um hæl: „Láttu ekki
svona maður, sérðu ekki að ég' stend?“
Spurðu hann, hvort hann vanti ekki snotr-
ari einkaritara.
HLYNUR 21