Hlynur - 15.12.1957, Side 23

Hlynur - 15.12.1957, Side 23
Aldarf j órðungur í Austurstræti Rœtt við Karl Bender, deildarstjóra hjá SIS-Austurstrœti. Heyrðu, nú skal ég aldeilis gefa þér gott Bragakaffi, maður. — Gjör þér svo vei, hérna er eldhúsið og hér er blessaður sopinn. Þakka þér fyrir, nei enga mjólk, þá fer bæði maginn og hjartað í bölvað ólag, ekki dugir það. Ertu að segja satt? Mér finnst það bezt með mjólk, að ég nefni nú ekki rjóma. , Svo við förum nú frá kaffinu, þótt við höldum áfram að drekka það, og' snúum okkur að vefnaðarvörunni. Hefir þú ætíð starfað eingöngu við vefnaðarvörur? Nei, ég hóf fyrst störf hjá Sam- einuðu verzlununum á Eskifirði og I var þcr í 9 ár. Þar fékkst allt til heimilisins hvort sem það voru barna- sokkar eða kol, og allt þar á milli. Kaupið segirðu, o, það þætti ekki hátt á okkar tíma mælikvarða. Eg fékk ekkert kaup fyrsta árið, hafði frítt fæði og húsnæði, en taldist vera náms- maður, Þannig var það í þá daga. Ar- ið eftir fékk ég 33 krónur á mánuði og komst hæst upp í 66 á því 9 ára tímabili, sem ég starfaði þar. Þótti það ekki virðingarmikil staða að vera innanbúðar í þá daga? Svona eins og gengur og gerist enn í dag. Fólkið leit svo sem ekkert sér- staklega upp til mcnns, þetta var starf eins og hvað annað. En það var létt yfir öllu og andinn góður. Og það voru til sölumenn þá, ekki síður en nú, það máttu vita. Aldrei gleymi ég honum Bernburg, sem síðar varð hljómsveit- arstjóri hér í Reykjavík. Hann var með mér hjá Sameinuðu verzlununum á Eskifirði og tók starfið alvarlega eins og menn eiga að gera. Einu sinni kom maður í búðina og keypti sér efni í giftingarfötin og allt sem tilheyrði. Karl Bender við afgreiðslu í SÍS-Austur- stræti. Hann hefir starfað í Austurstræti í aldarfjórðung. Þegar kom að tölunum, þá fengust engar. Nú voru góð ráð dýr, en Bern- burg var vandanum vaxinn og' maður- inn fékk sínar tölur, en til þess varð Bernburg líka að skera tölurnar af jakkanum, sem hann var sjálfur í, og maðurinn komst í hið heilaga hjóna- band fyrir bragðið. Ertu fæddur á Eskifirði, Karl? Nei, ég er fæddur á Akureyri, en fluttist strax til Grímseyjar og var þar til 5 ára aldurs. Eg er kominn af Ingv'ari Guðmundssyni í Grímsey, sem þótti hinn mesti skáksnillingur í sína tíð. Nei, nei, ég kann ekki skák, ekki einu sinni mannganginn. Síðan fluttist ég til Borgarfjarðar eystra, en þar rak pabbi verzlun. Þaðan lá leið- in til Seyðisfjarðar og þá setti ég’ fyrst fótinn inn fyrir verzlunardyr til HLYNUR 23

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.