Hlynur - 15.12.1957, Síða 24
þess að starfa þar, sem þó voru að
mestu utandyra. Það var Stefáni Th.
Jónssyni. Hann greiddi mér 25 aura
fyrir hverja ferð. Búðarmaðurinn hafði
alla skiptimyntina í skinnpungi í vasa
sínum og rétti mér greiðsluna, þegar
ég kom til baka. Kassaeftirlitið var
annað þá en nú, jú rétt er það.
Ilvert fórstu svo frá Eskifirði?
Hingað suður, og hefi verið hér starf-
andi mestan tímann í Austurstræti.
Hvar hófstu störf hér syðra?
Það var í Soffíubúð, og þar var ég
í 24 ár og 6 mánuði. Það var einkenni-
legt, ég gekk þangað inn og spurði eig-
andann, Axel Ketilsson, hvort ekki
vantaði mann til afgreiðslu. Hann horfði
á mig svolitla stund og sagði mér síðan
að fara úr frakkanuin og byrja. Þetta
var upphaf að löngum og góðum kynn-
um. Það fyrsta sem ég seldi var regn-
hlíf fyrir kr. 4.85 en það næsta pels
fyrir 450 krónur. Samstarfsmönnum
mínum fannst það vel gert af mér al-
veg nýjum og urðu allir hissa. Þetta
voru nýgift hjón, sem pelsinn keyptu,
mér hefir alltaf verið lilýtt til konunn-
ar síðan.
Hefir Austurstræti ekki breyzt mikið
á þessum aldarfjórðungi?
Strætið hefir ekkert breyzt, það var
verið að byggja þetta hús, sem við
erum í, þegar ég byrjaði í Soffíubúð,
annað hefir ekki komið, nema Búnað-
arbankinn.
Hvað um jólaösina, er hún ekki mun
meiri?
Hún er sú sama, fólkið er bara fleira
nú en áður og' hefir meira af pening-
um. Jólaæðið hefir verið til í öll þessi
ár hér í henni Reykjavík.
Er ekki voðalegt að vera í afgreiðsl-
unni yfir þennan tíma?
Það er erfitt, en ekki vildi ég missa
af því. A þessum aldarfjórðungi hefir
það aðeins einu sinni komið fyrir, þá
vann ég' um skeið á skrifstofu hjá Á-
burðarverksmiðjunni. Þar hætti ég
störfum á þorláksmessu á hádegi og
fór heirn, en mér leið hreint út sagt
illa. Eg' var alveg eirðarlaus, vissi hreint
ekkert hvað ég átti af mér að gera.
Það lá við að ég færi niður í bæ og
biði mig fram hjá Haraldi eða annarri
vefnaðarvörubúð. Ekkert varð þó af
því. Konan hafði aldrei séð mig heima
á þessu kvöldi alla okkar hjúskapartíð
og þegar allt kom til alls, þá er nú
alltaf bezt að vera heima.
Hvernig' líkar þér svo að vinna hér
í þessari nýju búð og við þetta nýja
fyrirkomulag?
Mér líkar það mjög vel, þetta er
framtíðin, það er mikill munur að þess-
um viðskiptaháttum. Hér gengur fólkið
um og velur sér og fer með allt hið
smærra að kassanum. Einnig velur það
sér skóna við hverfilinn. Einnig vil ég
geta þess, að íslenzku efnin eru orðin
ágæt og alveg sambærileg erlendum.
Fólk trúir manni ekki stundum, þegar
sagt er, að hér sé um íslenzkan iðnað
að ræða. Áður vildi fólk ekki íslenzkar
vörur, nú þykir það meðmæli með
margri vöru, að hún sé íslenzk. Að lok-
um vil ég biðja þig fyrir þessar setn-
ingar til samstarfsmanna minna um allt
land: Það er oft réttilega undan því
kvartað, að við séum ekki nógu kurteis
í störfum okkar. En það er ein regla,
sem við skulum fara eftir, þá gengur
starfið vel, og það er að ef við sýnum
fólkinu sömu kurteisi og tillitssemi og
við viljum að það sýni okkur, þá verði
starfið ánægjulegt og árangurinn góður.
„Sjáið þér til, hann fellur ekki síður vel
á bakið“.
24 HLYNUR