Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 25
Blað SF/KEA
i nýjum
búningi
Svo sem lesendum blaðsins mun
vera kunnugt af fyrri frásögn, þá
gefur Starfsmannafélag KEA, skamm-
stafað SKE, út sitt eigið blað og
nefnist það KRUMMI. Það hefir kom-
ið út í 4 ár og verið í sama broti og
HLYNUR var áður í. — Nú hefir
KRUMMI tekið miklum breytingum
frá fyrri gerð og er kominn í næstum
sama brot og HLYNUR. Þó er hann
örlítið breiðari. Segir í fyrsta eintak-
inu, sem borizt hefir eftir 'breytinguna,
að ritnefndin hafi lengi haft þessa
breytingu í huga, en af ýmsum ástæð-
um liafi það dregizt lengur en ætlað
var. Kristján Kristjánsson, prentari
hjá POB, var ritstjórn til aðstoðar
við útlitsbreytinguna, sem tekizt hefir
ágætlega.
Sú breyting hefir orðið á ritnefnd-
inni, að úr henni hefir gengið Jóhann-
es Oli Sæmundsson, sem látið hefir
af störfum fræðslufulltrúa KEA. Hefir
Jóhannes verið í nefndinni frá upphafi
og innt af hendi mikið og gott starf
við blaðið. I stað Jóhannesar í rit-
nefndinni kemur Sigurður Jóhannesson,
fulltrúi innkaupastjóra KEA. Fyrir
í ritnefnd voru þeir Finnbogi Jónas-
son og Daníel Kristinsson. Ritstjóri
er Gunnlaugur P. Kristinsson fulltrúi
aðalbókara. Afgreiðslum. KRUMMA
er Halldór Ásgeirsson.
Blaðið er mjög fjölbreytt að efni.
Segir þar t. d. frá Stærstu olíustöð á
Norðurlandi, Vistaskiptum, KEA-annál
1956, Þorrablóti SKE 1957, námskeið-
um fyrir starfsfólk, bridge-keppnum
KEA-manna, einnig er þáttur úr gesta-
bók Bjarkalundar, en það er sumar-
skáli starfsfólksins, og loks eru ýmsar
smærri fréttir úr félagslífinu.
Aðalfundur SKE var haldinn 14.
júní, segir í KRUMMA. Stjórn fé-
lagsins skipa nú Gunnlaugur P. Krist-
insson, formaður, Helgi Ingólfsson,
varaform., Ebba Ebenhardsdóttir,
gjaldkeri, Frímann Guðmundsson, rit-
ari og Guðmundur Mikaelsson, álialda-
vörður.
Mikil aðsókn er að sumarskála fé-
lagsins í Vaglaskógi og margt verið
þar til gamans gert. Sérstakur fundur
var haldinn í júlímánuði vegna bréfs
frá Starfmannafélagi SIS í Reykjavík.
Fjallaði það um stofnun væntanlegs
Sambands samvinnustarfsmanna. Eft-
irfarandi tillaga var samþykkt á þeim
fundi:
,,Fundur í Starfsmannafélagi KíiA
18. júlí 1957 samþykkir, að félagið
gerist aðili að væntanlegu Landssam-
bandi samvinnustarfsmannc, ef stjórn
þess, að fengnum nánari upplýsingum,
telur það æskilegt. Felur fundurinn
stjórninni framkvæmdir í málinu.“
KRUMMI greinir einnig frá því, að
safnazt hafi 16.500.00 krónur meðal
starfsmanna KEA, sem færðar voru
Skarphéðni Karlssyni, en hann slas-
aðist alvarlega við störf í pylsugerð
KEA.
HLYNUR 25