Hlynur - 15.12.1957, Side 31
Mikil skerpa í skákmönnum
Formaður skákdeildar SF/SÍS, Guð-
geir Ágústsson, lét blaðið fá tvær með-
fylgjandi myndir, sem teknar voru á
skákkeppni, sem háð var milli SF/
KRON og SF/SÍS. Úrslit urðu þau, að
SÍS-liðið bar sigur af hólmi, hafði 11
vinninga gegn 5. Þetta var önnur
keppni þessara liða, hin fyrri var fyrir
ári síðan. KRON á ágæta skákmenn,
og er vaxandi áhugi fyrir íþróttinni þar.
Eins og áður liefir verið frá-sagt hér í
blaðinu, þá færði Erlendur p]inarsson,
forstjóri, skákdeildinni að gjöf sex skák-
klukkur og töfl, sem hefir auðveldað
starf hennar að miklum mun. Á með-
fylgjandi myndum, þar sem sjá má
bæði menn frá KRON og SÍS í djúp-
um hugleiðingum, sjást klukkurnar og
töflin.
Innan Sambandsins stendur nú yfir
bikarkeppni um góðan grip, sem Hjört-
ur Hjartar, framkvæmdastjóri, hefir
nýlega gefið deildinni. Eins og sakir
standa, er Sigurgeir Gíslason, útfl.d.,
efstur eftir 5 umferðir með 4% vinning,
en enn eru eftir 4 umferðir og' ekki gott
að vita hvernig keppnin endanlega fer,
þótt telja megi Sigurgeir nokkuð ör-
uggan.
HLYNUR 31