Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 3
HLYNUR 3. tbl. 23. árg. 1975 Útgefendur: LÍS og NSS Útgáfustjórn: Reynir Ingibjartsson, ábm., Guðmundur R. Jóhannsson, Gunnar Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Pálmi Gíslason. Afgreiðsla: Hamragarðar, Hávallagötu 24 sími 21944. Umbrot og myndataka: Repró s.f Setning og offsetprentun: Formprent s.f. Forsíðumynd: Þótt langt sé á milli Finnlands og (slands á landabréfinu, þá veittist dananum Hans J. Iversen létt að þrýsta löndunum saman, enda hefur borið vel í veiði. Myndin er að sjálfsögðu frá vináttuvikunni, sem sagt er frá í blaðinu. Sú til vinstri er Ritva Savolainen og hægra megin, Ann-Marí Hansen. Myndina tók Krlstján Pétur og hann ásamt Ingu Blom frá Svíþjóð tóku allar myndirnar frá vináttuvikunnl. LÍS - samtök eða sjónhverfing? Tvö ár eru nú að baki í sögu ungra samtaka innan gamallar og gróinnar hreyfingar. Hvað hefur orðið úr bjartsýninni og áhuganum, sem einkenndi stofnþing LÍS? Hver hafa orðið afdrif hinna fjölmörgu samþykkta og til- lagna, sem stofnþingið afgreiddi og mörkuðu stefnuna? Á þessu tímabili hafa tuttugu og fimm starfsmannafélög gerst aðilar að LÍS. Flest þessi félög eru nýstofnuð eða þá vakin til nýs lífs og félags- menn þeirra hátt á þriðja þúsund. Pað er oft meginhlutverk samtaka að halda* vakandi hinum einstöku aðildarfélögum, sem annars mundu sum hver deyja drottni sínum, ef máttur samtakanna héldi þeim ekki við efnið. Er það vonandi liðin tíð að stjórn eins félags sitji í áratug af því að enginn var haldinn aðalfundurinn. Flest starfsmannafélögin hafa ráðist í að koma upp orlofsaðstöðu fyrir félagsmenn sína og ber þar hæst byggingu orlofshúsanna að Bifröst. Par er verið af stórhug að framkvæma eina af meginályktunum stofnþings LlS. Annað sem vert er að minnast er breytingin á rekstri Bifrastar, sem hefur fært þennan kærkomna stað nær samvinnufólkinu en áður var og jafnframt sannað, að breytingar geta líka verið hagkvæmar rekstrarlega svo talað sé því tungumáli, sem tamast virðist í dag. Hér hefur baráttumál komist í höfn. Nýliðin vináttuvika norrænna samvinnustarfsmanna hérlendis sannaði, að við eigum fullt erindi í samtök samvinnustarfsmanna á Norðurlöndum og væntanlega höfum við aðeins kynnst upphafinu á því samstarfi. Samn- ingar um hagkvæmari ferðalög hafa líka verið vísir að öðru og meira í orlofs- og ferðamálum samvinnustarfsmanna. Á stofnþinginu var ályktað um aðild LlS að útgáfu Hlyns. Varla hafði LÍS gerst aðili að ritnefnd hans, þegar Hlynur var lagður niður með einu pennastriki án samráðs við samtök samvinnustarfsmanna. Fyrir frumkvæði LÍS og með góðum stuðningi Nemendasambands Samvinnuskólans varð framhald á útgáfu Hlyns og nú talar enginn um að leggja hann niður. Varðandi aðild starfsmanna að stjórnum samvinnufélaganna og skyldu- aðild allra starfsmanna að starfsmannafélögunum, þá hefur minna miðað en skyldi. Á síðasta aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga var ályktunum um þessi mál vísað til stjórnar Sambandsins, og fyrir frumkvæði Sambands- ins er nú unnið að gagnasöfnun um atvinnulýðræði. Hefur hinn nýkjörni formaður Sambandsins, Eysteinn Jónsson haft um það jákvæð orð, að þess- um málum verði gefinn meiri gaumur á næstunni en hingað til. LÍS hefur nú gerst aðili að Lífeyrissjóði SlS og var það vonum seinna, því samkvæmt reglum sjóðsins frá 1939 var þá þegar gert ráð fyrir aðild samtaka samvinnustarfsmanna að stjórn sjóðsins. Aukin áhrif á stjórn sjóðsins verður tvímælalaust meðal þess, sem mest verður knúið á á næst- unni af hálfu LÍS. Pað er vissulega fyrir löngu kominn tími til þess að sjóðsfélagarnir sjálfir ráði sem mestu um eigið fé. Hér hefur verið drepið á nokkur mál, sem hafa verið meðal viðfangs- efna LÍS á Iiðnum tveimur árum. Ekki verður á móti mælt að fram á við hefur miðað, en réttlætir það stofnun og starf sérstakra samtaka? Pví verð- ur næsta landsþing sem verður að Bifröst 30. og 31. ágúst n.k. að svara og þá í leiðinni að finna svar við hinum hvimleiða vanda allra samtaka og félaga. Hversu mikið og hvaðan á að fá fé til að halda starfinu áfram? Vonandi stendur hnífurinn ekki fastur í kúnni. R. I.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.