Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 24

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 24
að svona í tilefni hins margþvælda kvennaárs, þá getur að líta í bæklingnum „who is who in Samband“ nöfn 99 manna, sem gegna einhverju trúnaðar- og ábyrgðarstarfi innan samvinnu- hreyfingarinnar og af þessum 99 er einn kvenmaður, Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverk- fræðingur og forstöðumaður til- raunastofu Búvörudeildar Sam- bandsins. að Sigurður Jónsson, verslunar- ráðunautur, formaður Starfs- mannafélags Sambandsins og ritstjórnarmaður Hlyns mun fara til Tanzaníu á næstunni til starfa við þróunaraðstoð. Bald- ur Óskarsson, sem viðtal er við í Hlyn mun hins vegar vænt- anlegur heim fyrir áramót. Flestir aðrir, sem fóru utan fyrir tæpum tveimur árum til Kenía og Tanzaníu munu hins vegar ætla að framlengja dvöl sinni. að Starfsmannafélag verksmiðja Sambandsins á Akureyri hefur keypt eitt af orlofshúsum Starfsmannafél. Sambandsins í Reykjavík að Bifröst. Jafnframt á Starfsm.fél. verksmiðjanna eitt hús í byggingu að Bifröst í þeim áfanga, sem þar er ver- ið að reisa. að gengið hefur verið frá aðild 6 félagasamtaka að Bréfaskólan- um og er skólastjórn hans nú þannig skipuð. Frá Samband- inu: Axel Gíslason, Gunnlaugur P. Kristinsson og Ólafur Sverr- isson. Frá ASÍ: Bolli Torodd- sen, Stefán Ögmundsson og Pórunn Valdimarsdóttir. Frá B.S.R.B.: Birna Bjarnadóttir. Frá Farmanna -og fiskimanna- sambandi Islands: Daníel Guð- mundsson. Frá Kvenfélagasam- bandi íslands: Sigríður Thorla- cius. Frá Stéttarsambandi bænda: Árni Jónasson. Skóla- stjóri Bréfaskólans er sem kunnugt er Sigurður A. Magn- ússon . að meðal námsefnis frá skólanum má nefna fjögur ný tungu- málanámskeið þar sem náms- efnið er miðað við nám eftir kassettum og hæfir vel námi í leshringjum. Tungumálin eru: enska, þýska, spænska og sænska. Nýtt námsefni er kom- ið út um: námstækni, bók- færslu, verslunarstörf og ís- lenska málfræði. Pá er væntan- legt námsefni m. a. um: bók- menntir, mannfræði, vistfræði, stærðfræði, hjálp í viðlögum, og auglýsingateiknun. að starfsmannafélögin í Búðardal og á Vopnafirði hafa keypt sér hjólhýsi til að gefa félögum sínum kost á orlofsdvöl. að Kaupfélag Dýrfirðinga verður ekki með í byggingu Vestfjarða- húss að Bifröst, en hefur hins vegar í hyggju að byggja hús á landi félagsins í botni Dýra- fjarðar, þar sem er eitt fegursta útivistarland á Vestfjörðum. að Kaupfélag Árnesinga gaf á síð- asta aðalfundi sínum 500 þús. krónur til byggingar orlofshúss fyrir starfsmenn. að Páll H. Jónsson fyrrum for- stöðumaður Fræðsludeildar Sambandsins og kennari að Laugum hefur skilað handriti að ævisögu Hallgríms Kristins- sonar en á næsta ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. að Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor vinnur nú að ævisögu Benedikts Jónssonar frá Auðn- um og Andrés Kristjánsson er að taka saman sögu Kaupfé- lags Pingeyinga. Mun hugmynd- in að þessar bækur komi út á hundrað ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga árið 1982. að fullbókað hefur verið nær alla daga og vikur að sumarheim- ili samvinnumanna að Bifröst í sumar. Hefur sú breyting, sem gerð var á rekstrinum s. I. vor mælst mjög vel fyrir m. a. voru þar nýlega gamlir Sam- vinnuskólanemendur, og munu flestir hafa ætlað að panta aft- ur að ári.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.