Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 20

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 20
Nýir vindar Spjallað við Samvinnuskólamenn í Kaup- Kaupmannahöfn Pá er ekki úr vegi að þið seg- ið fyrst frá sjálfum ykkur og námi ykkar. Porsteinn: Ég er frá Hofsósi og lauk námi að Bifröst 1966. Lauk síðan kand. merc. prófi 1972 og var fyrsti samvinnuskólamaður sem gerði það, síðan hef ég unnið hér Pegar Reynir Ingibjartsson var staddur í Kaupmannahöfn um jóla- leytið í vetur tók hann ú segul- band eftirfarandi viðtal. Pað birt- ist hér að sjálfsögðu mjög stytt. Viðmælendur hans voru: Porsteinn Porsteinsson sem útskrifaðist úr Bifröst 1966 en hans kona er Kristín Sætran, sem útskrifaðist 1967, Kristinn Snævar Jónsson, sem útskrifaðist 1970, en kona hans er systir Kristínar og loks Pórður Hilmarsson, sem útskrif- aðist 1971 og er kvæntur Guðlaugu dóttur Guðmundar Sveinssonar fyrrv. skólastjóra að Bifröst. Eru þessi miklu tengsl mjög skemmti- leg tilviljun. Petta viðtal kemur í beinu framhaldi af grein um nám við verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn, sem kom í síðasta blaði og gefur það nokkra mynd af því hvernig námsefnið gerjast í mönnum þar ytra og opnar augu þeirra fyrir ýmsu sem betur mætti fara í okkar þjóðfélagi. í Kaupmannahöfn. Ég lagði stund á söluhagfræði, sem fjallar um skipulag og áætlanagerð við mark- aðssetningu og einnig tók ég tvær greinar af reikningshaldi, sem fjalla um hvernig á að beita bókhaldi við ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Kristinn: Ég er frá Blönduósi og útskrifaðist 1970 og á eftir einn vetur í kand. merc. prófið. Sér- grein mín er fag, sem kallað er reikningsfræði á íslensku, en segir nákvæmlega ekkert um námið, en inntak þessara fræða er að þekkja samspil hinna ýmsu þátta fyrir- tækisins og hvernig er hagkvæm- ast að skipuleggja starfsemina, hina ýmsu framleiðsluþætti t. d. starfskrafta annars vegar og fjár- magn hins vegar. Með þessu tók ég skipulagsfræði og alþjóða fjár- mál. Pórður: Ég er einn af mörgum Akurnesingum, sem hér hafa ver- ið við nám. Útskrifaðist 1971 og eins og Kristinn á ég eftir eitt ár til að taka kand. merc. próf. Um mitt nám er það að segja, að ég tók þjóðfélagsfræði, þjóðarhagfræði og grein sem kölluð er „organi- station" en við höfum ekkert hent- ugt nafn yfir það, en það nám snýst um það hverjar hinar mis- munandi ástæður eru til þess, að menn vinna hjá einhverju ákveðnu fyrirtæki og hvernig á að samræma þessar ástæður svo rekstur fyrir- tækisins verði sem hagkvæmastur. Nú er mikið talað um offram- leiðslu á menntamönnum, hvern- ig eru atvinnumöguleikar ykkar að námi loknu? Porsteinn: Pað er staðreynd, að það er sífellt skortur á mönnum með okkar menntun þó sá skortur sé nokkuð mismunandi eftir hin- um ýmsu sérfögum. Og hvað á- standinu viðvíkur hér í Danmörku þá veit ég, að þó ég hætti vinnu hjá núverandi atvinnurekanda gæti ég samdægurs fengið vinnu annars staðar. Pá ættu samvinnufélögin heima að vera vel í stakk búin til að taka við ykkur því við þau vinna mjög fáir háskólamenntaðir menn. Pórður: Ég veit ekki hvort fyr- irtæki heima eru viðbúin að taka við manni með mína menntun, og satt að segja hef ég ekki kynnt mér hvort samvinnuhreyfingin sér- staklega stæði mér opin, þótt í fljótu bragði gæti það virst eðli- legast, því ég hef valið mér þann þátt í uppbyggingu fyrirtækja, sem snýr að starfsfólkinu. Menn virð- ast ekki gera sér nægilega grein fyrir því, að það er ekki aðeins hagur fyrirtækisins, sem skiptir máli, heldur ekki síður hagur ein- staldinganna, sem vinna þar. Pessi atriði, hvernig fólk þrífst hjá fyrir- tækinu, hverjar þarfir þess eru og af hvaða hvötum það vinnur hjá þessum atvinnurekanda en ekki hinum hafa mjög lítið verið rædd. Ég hef þá skoðun, að sjálfsögðu með fyrirvara, að þar sem þessi grein er ný á íslandi, þá verði erfitt að fá fólk til að hlusta á mig og mestrar mótstöðu verði að vænta gegn mínum boðskap, hvort sem ég starfaði innan samvinnu- hreyfingarinnar eða á vegum einka- fyrirtækis. Mörg þeirra vandamála, sem ég á fyrir höndum að glíma við, eru alls ekki viðurkennd heima sem nein vandamál. Porsteinn: Mitt nám sem rekstr- arhagfræðings, og það sama gildir um nám okkar allra er miðað við það, að við getum séð vandamálin í hvaða fyrirtæki sem þau eru og lagað okkur að öllum aðstæðum og fundið lausn á vandamálunum undir öllum kringumstæðum. Við sem höfum stundað þetta nám og 20 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.