Hlynur - 15.06.1975, Síða 16

Hlynur - 15.06.1975, Síða 16
Samvinnustarf í Tanzaníu — viðtal við Baldur Óskarsson. 1 Austur-Afríku skammt sunnan miðbaugs við strönd Indlandshafs er Tansanía. 939.700 km2 að flat- armáli með 15 milljón íbúa og 130 þjóðflokka. Ef við lítum á landa- bréfið þá sjáum við, að landamær- in eru til suðurs að Mosambique, síðan kemur Zambía, Ruanda, Bur- undi, Zaire, Uganda og Kenýa. Eru mörg þessara nafna kunn úr frétt- um síðustu mánaða og daga. Hið mikla Viktoríuvatn gengur inn í landið að vestan og nyrst gnæfa tindar Killimanjaro. Landið hlaupt sjálfstæði árið 1961 en laut áður stjórn Breta. Pjóðhöfðingi er Júlíus Nyerere, sem er kunnur hugmyndafræðing- ur í þriðja heiminum, hann er einnig leiðtogi TANU flokksins, eða einingarflokks Tansaníu, sem jafnframt er eini stjórnmálaflokk- ur landsins. Stjórnarfarið er sósíal- istiskt og land og atvinnuvegir að mestu þjóðnýttir. Er stefnt að því, að aðalatvinnuvegur landsins, land- búnaður verði að fullu þjóðnýttur fyrir árslok 1976. Tansanía er eitt af 20 fátækustu löndum í heimi. Stærsta borgin er Dar Es Salaam með 500 þús. íbúa en annars er engin borg með yfir 100 þús. íbúa. Borgirnar eru mið- stöðvar þjónustu og stjórnsýslu og þar eru menntastöðvarnar, að öðru leyti er þar einungis stundaður smá iðnaður. Meiri hluti fólksins er ólæs og óskrifandi en gert ráð fyrir, að ólæsi verði útrýmt innan tíu ára. Sem áður segir er landbúnaður aðalatvinnuvegurinn og búa 95% þjóðarinnar í sveitum og er stefnt að því, að allir verði búsettir í samyrkjubúum, ,,ujamaa.“ Aðallega er stunduð kornrækt enda er höf- uðfæðan maísmjöl og soyjabaunir, en kjötmeti og fiskur er lítill hluti af fæðu landsmanna. 1 þessu landi hefur Baldur Ósk- arsson búið með fjölskyldu sinni síðan í ársbyrjun 1974 og mun Baldur og Gulltoppur. búa þar til næstu áramóta. Pau búa í borginni Moshi í Chagga- landi. Petta er borg með 40 þús- und íbúa í hlíðum Killimanjaro og þýðir nafn borgarinnar ,,reykur“. Parna er aðsetur Samvinnuskóla landsins, sem síðan hefur nokkurs konar útibú um landið. í Tansaníu hafa norðurlandabúar um margra ára skeið unnið að ýmsum upp- byggingarstörfum og fannst okkur því við hæfi þegar Baldur var staddur hér á landi í sumarleyfi sínu að taka hann tali og segist honum svo frá: Norðurlöndin aðstoða Par er þá fyrst til að taka, að ég Baldur í hópi kaupfélagsstarfsmanna, sem stundað hafa nám í bréfaskólanum. Myndin er tekin fyrir utan kaupfélagsbarinn þar sem menn koma gjarnan saman að kvöldi dags til þess að hressa upp á andann. Eins og myndin ber með sér er barinn með veglegri húsum. Formaður kaupfélagsstjórnarinnar í þorpi einu í Mbeyahéraði fagnar komu Baldurs með heimabrugg- uðu öli, en eins og góðum gestgjafa sæmir smakkar hann fyrst á ölinu áður en skálin gengur til næsta manns. 16 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.