Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 21

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 21
Nafnarnir, Þorsteinn Þorsteinsson og Þorsteinn Máni Kristinn Sn. Jónsson og Jóna Björg Sætran. Árnason. Þorsteinn Máni hefur undanfarin ár verið formaður íslendingafélagsins í Khöfn og haft í ýmsu að snúast. þeir, sem í framtíðinni gera það, fcttu að geta orðið stoð og stytta bæði fyrir Sambandið og önnur fyr- irtæki heima. Ég held, að þessi menntun sé það, sem mest vantar á Islandi í dag. Kristinn: Hitt er svo annað mál, að ekki er víst, að það verði vel séð, að við göngum beint inn í fyrirtækin og förum að ráðs- mennskast þar. Pað er eins og all- ir heima álíti, að menn verði að byrja sem sendlar og vinna sig upp. Á hinn bóginn er það spurn- ingin um, hvort þeir sem fyrir eru vilja viðurkenna menntamanninn, persónulega held ég, að það ætti að vera minnsta vandamálið því menntamaðurinn er sá sem kemur inn í fyrirtækið með ákveðna þekk- ingu og verður að sjálfsögðu að sanna í verki, að þessi þekking sé einhvers virði. En þá væri gaman að víkja að því hvert álit þið hafið á ís- lensku atvinnulífi útfrá ykkar menntun, og hvar helst sé úr- bóta þörf? Þorsteinn: Ef við lítum á það frá sjónarhóli söluhagfræðinnar þá fullyrði ég ,að íslendingar hafi aldrei lært að selja nokkurn skap- aðan hlut á þann veg, sem þarf í nútíma samfélagi. Megnið af okkar útflutningi er fiskur, sem seldur er í blokkum, en er ekki settur á fastan markað heldur seldur á verði, sem ákvarðast af framboði og eftirspurn, svo við erum háðir gífurlegum verðsveiflum, enda seljum við eingöngu hráefni. Pann- ig er dæmið um síldina mjög slá- andi. Síldin var söltuð í tunnur og seld til Danmerkur þar sem síld- in var látin í dósir og seld þannig til neytenda. Pað voru því svíar og danir sem græddu á síldinni, en ekki við. Stór hluti af iðnaðar- vörum er seldur til Austur-Evrópu og þar þarf ekki að nota markaðs- ■VWJ 4? Hér er Ingunn Jónasdóttir, fyrrum formaður námsmannafélagsins í Khöfn að setja 1. des. hátíð þeirra i Kaupmannahöfn. Sá með gítar- inn er svo Tómas Jónsson, sem útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1974 og er hér að búa sig undir það að taka lagið fyrir landann handan hafs. setningu heldur kemur einfaldlega maður frá einhverju sendiráði og skrifar undir samning og þar með er varan seld, og ekki um frekari markaðssetningu að ræða í því til- viki. Okkur vantar kunnáttu til að selja framleiðslu okkar sem iðn- aðarvörur og byggja upp markað fyrir þær. Tökum sem dæmi lamba- kjötið. I stað þess að setja það á uppboð á Smithfield í London á að selja það undir merki sem ís- lenskt og sömuleiðis á að selja fisk- inn sem íslenskan fisk, Samband Seafood eða eitthvað í þá áttina. Pá höfum við sigrast á þessu um fram- boð og eftirspurn sem er uppistað- an í þeim vandamálum, sem við hefur verið að glíma á undanförn- um árum. 1 staðinn værum við búnir að skapa markað, sem við einfaldlega ættum og seldum okk- ar vörur sem iðnaðarvörur. Pað er að vísu rétt, að við höfum lítils- háttar byggt upp markað í Banda- ríkjunum fyrir merki en ekki hrá- efni, en það er líka eina dæmið og evrópumarkaðurinn liggur enn sem óplægður akur. Kristinn: Fyrirtækin heima hafa lítið gert af því að nota fram- leiðsluþættina á skipulegan hátt, og þar gæti mitt nám orðið til aðstoð- ar við að ákveða magn hinna ýmsu þátta og með stærðfræðilegum að- ferðum að finna sem besta lausn. Fram að þessu hefur yfirleitt verið HLYNUR 21

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.