Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 14
Fulltrúar á fundi KPA-ráðsins. Sitjandi frá vinstri: Hdkan Smeds, Finnlandi, Ester överbye, Noregi, Torsten Lindholm, Finnlandi og Hans J. Iversen, Danmörku. Aftari röð frá vinstri: Pálmi Gíslason, Chr. Harritz, Danmörku, Reynir Ingibjartssori, Hdkan Arvidsson, Svíþjóð, Sverre Sundt, Noregi, Per-Inge Johansson, Svíþjóð og Gunnlaugur P. Kristinsson. Fyrsti fundur K.P.A.- ráðsins á íslandi Samhliða vináttuviku norrænna samvinnustarfsmanna hérlendis dagana 27. júní til 4. júlí s. 1. var haldinn hér fyrsti fundur KPA ráðsins og sá fimmtugasti og þriðji frá stofnun þess. Var fundurinn haldinn að Bifröst og Laugarvatni. Af LÍS hálfu sátu fundinn þeir Gunnlaugur P. Kristinsson, Pálmi Gíslason og Reynir Ingibjartsson. Dönsku fulltrúarnir voru Hans J. Iversen, formaður KPA í Dan- mörku og Chr. Harritz, frá Noregi Sverre Sundt, formaður KPA þar og Ester överbye, frá Svíþjóð Há- kan Arvidsson, formaður KPA í Svíþjóð og Per-Inge Johnsson, fyrr- um starfsmaður KPA í Svíþjóð og frá Finnlandi Torsten Lindholm, núverandi formaður KPA ráðsins og Hákan Smeds, formaður KPA í Finnlandi og núverandi ritari KPA ráðsins, en miðstöð þess er nú í Finnlandi. Starfsemi KPA deildanna Á fundum sem þessum er jafn- an gerð grein fyrir starfi hvers sambands fyrir sig frá síðasta fundi og næstu verkefnum. Nú sem jafn- an fyrr voru Svíar athafnasamast- ir. Par skipa íþróttirnar æðstan sess og haldin eru landsmót í fjölda greina. Má þar nefna: hand- bolta, badminton, hjólreiðar, skíði, borðtennis og skotfimi. Pá njóta ferðalög og fjallgöngur mikilla vin- sælda. KPA í Svíþjóð annast leigu á orlofshúsum sumar sem vetur bæði á heimaslóðum og á Italíu. S.l. vetur var byrjað að senda KPA-nytt, sem kemur út mánaðar- lega til allra hinna Norðurland- anna og er það nú í reynd frétta- blað fyrir samvinnustarfsmenn og samtök þeirra á öllum Norður- löndunum. Eiga Svíar miklar þakk- ir skyldar fyrir sitt frumkvæði og forystu. Bæði í Noregi og Finnlandi var mikið um íþróttastarf á vegum KPA. I Finnlandi var hafin útgáfa á fréttablaði og gert átak í að kynna KPA meðal samvinnustarfs- manna. Ársþingið var svo haldið um borð í m/s ,,Aallotar“ fyrir 1975. Danska KPA deildin hefur átt í nokkrum erfiðleikum undan- farin ár, skort fjármagn og mikill fjöldi starfsmanna ekki verið í KPA. S. 1. ár hefur verið ár end- urskipulagningar og taldi formaður þeirra, Hans Iversen að góðar horf- ur væru á að nýtt líf færðist í allt þeirra starf á næstunni. Vináttuvikur í Danmörku, Finn- landi og Noregi 1976 Mikilvægasti og vinsælasti þátt- urinn í samstarfi KPA deildanna á undanförnum árum hafa verið vináttuvikurnar. Á s. 1. sumri var slík vika haldin í Finnlandi eins 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.