Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 5
undirbúningsnefndar og létu þá sumir nefndarmanna eldhúsgólfið duga sem legubekk. Eftir hádegi á föstudag var ekið til Borgarness og Kf. Borgfirðinga skoðað og boðið til kaffisamsætis af hálfu kaupfélagsins. Síðan ók Ólfur Sverrisson kf.stj. með þátt- takendum um kaupstaðinn og kynnti starfsemi kaupfélagsins og fór síðan með hópnum að Borg, þar sem sr. Leó Júlíusson sagði frá kappanum Agli og afrekum hans og gerðu menn góðan róm að máli hans. Síðan var ekið í Bif- röst og var þar dvalið til mánu- dagsmorguns við góðan aðbúnað Guðmundar Arnaldssonar og starfs- liðs hans og var aðdáunarvert hvað hið fámenna starfslið gat gert gest- um til þæginda og yndisauka. Á laugardaginn var ekið á Snæfells- nes en heldur voru veðurguðirnir andsnúnir ferðafólkinu og utarlega á nesinu var slagveður og rok eins og það getur verst verið hér á landi. Petta leiðinlega veður létu þátttakendur þó ekkert á sig fá, og var jafnvel að heyra á sumum að þeir teldu sig ekki standa að baki hinum fornu víkingum, þegar þeir bjuggu sig út í rosann og rign- inguna. Sunnudeginum var eytt í göngu- ferðir um nágrenni Bifrastar og fundur haldinn í aðalráði KPA, sem sagt er frá annars staðar í blaðinu. Pessa tvo fyrstu daga var Baldvin P. Kristjánsson leiðsögtl- maður en síðari hluta ferðarinnar tók Sigurður A. Magnússon við og einnig var notið góðrar aðstoðar Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Akureyri, sem líka var ánægður að segja hvaðan hann væri af land- inu. Þessum mönnum ber mikil þökk fyrir snjalla leiðsögn og skemmtilegan félagsskap. A mánudeginum var ekið til Reyk- holts, yfir Uxahryggi til Þingvalla og síðan til samkomuhússins að Minni-Borg, þar sem gist var í svefnpokum og snætt gómsætt hangikjöt frá Reykhúsi SlS. Næsta dag var ekið að Skálholti og dóm- kirkjan skoðuð og Gun. Krist- insson settist þar við orgelið og A Bifröst var setustofan vinsæl til skrafs yfir kaffibolla. Lengst til vinstri er sú gamla kempa Baldvin P. Kristjánsson, þá Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, Reykjavík og Gun Kristinsson, Akureyri. Fremst á þessari mynd eru norsku hjónin Bertba og Trygve Andreassen og Marie Hammer Hansen til hægri. Hér sjást fremst frá vinstri: H. C. Andersen og Ellen Petersen frá Dan- mörku og þórunn Jónsdóttir frá Reykjavík. HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.