Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 8
K.P.A. og við Kooperativa Personal Alliansen eru samtök 125.000 samvinnustarfs- manna á norðurlöndum. KPA var stofnað 1947 með þátttöku Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar. Árið 1974 bættist svo ís- land í hópinn, sem bæði var gleði- legt og hvetjandi fyrir norræna samvinnustarfsmenn. 1 hverju landi fer fram sjálfstæð starfsemi, en sameiginlega bera löndin ábyrgð á starfi milli land- anna. Norræna samstarfið er m. a. fólgið í vináttuvikum, íþróttamót- um og skiptum á starfsreynslu. Norrænt íþróttamót getur farið fram á þann hátt, að með hverri þjóð séu ákveðnir íþróttadagar, eða að þátttakendur landanna samein- ist til eins íþróttamóts. Vináttu- vikur eru haldnar til að endur- nvja og stofna til nýrra kynna milli landanna. Pví hafa vináttuvikurn- ar orðið mjög vinsælar og það ver- ið auðvelt verk að fá 10 þátttak- endur frá hverri þjóð. Markmið vináttuvikanna er að kynna þátt- takendum sérkenni gistilandsins og samvinnustarfið þar. Af öðru samstarfi má nefna tæki- færi til að leigja orlofshús, klúbb- heimili og því um líkt. Einnig söng og tónleikahald með þátttöku söngflokka og kóra frá löndunum fimm. Til að samræma starf norður- landanna er norrænt ráð, en í því eiga sæti tveir stjórnarmeðlimir frá hverju landi. Ráðið kemur saman tvisvar á ári og hefur framkvæmda- stjórn, sem um þessar mundir er búsett í Finnlandi. Ef við svo að lokum lítum fram á veginn, þá þarf starfið að halda áfram, endurnýjast og aukast. Pað getur gerst með að skipuleggja starf á nýjum vettvangi, t. d. með bréfaskiptum, frímerkjasöfnun, að norrænir gestir gisti á einkaheim- ilum, og fræðslu um starf starfs- mannafélaganna í hverju landi fyrir sig. Petta er mjög stuttorð greinar- gerð um norrænt samstarf og hvernig þú sjálfur sem starfsmaður samvinnufélags getur haft áhrif á þróunina með því að taka þátt í starfi KPA bæði í heimalandi þínu og einnig á hinum norðurlöndun- um. Per-Inge Johansson. Reidar Schau, Noregi. Vinátta er gulli betri Úr bréfi Reidars Schau til grj. . . . Já, þú baðst mig að skrifa eitthvað um KPA og því hef ég ekki gleymt en það gengur illa að hafa sig að verki. Ég hef ekki tek- ið þátt í starfinu í mörg ár fyrr en nú að ég var með á vináttuvik- unni og því má vera að ég hafi ekki að öllu leyti fylgst með því sem er að gerast í dag. Eins og þú e. t. v. hleraðir þá var ég fyrir 10—15 árum í fjögur skipti stjórnandi vetrarviku KPA hér í Noregi. Pá komst ég að raun um hversu gífurlega þýðingu það hefur að hitta samvinnustarfsmenn frá hinum norðurlöndunum. Að fá tækifæri til að heyra um störf þeirra og aðstæður á vinnustað, um áhugamál þeirra og heimilislíf. 1 fáum orðum að kynnast siðum annarra landa. Pegar ég átti þess kost að fara til íslands undirbjó ég ferðina með þetta í huga. Mis- munurinn var hins vegar sá að við hér vitum svo Títið um ísland og íslendinga. En eins og þú .Varst var við, þá spurði ég og leitaði og fékk svör. Á þessum skammá tíma sem ég var á íslandi kynntist ég íslend- ingum dálítið, og varð ekki fyrir vonbrigðum. Við erum nefnilega líkari að skapferli og framkomu en aðrir norðurlandabúar. Pegar við nú loksins höfum hist og erum farin að þekkja hvert annað er það viðburður og áfangi í starfi KPA. Nú störfum við sam- an öll fimm löndin, það er okkur mikil ánægja og eftirleiðis skal sambandið vara. Petta hefur verið von min um margra ára skeið. Pessa ánægju yfir að hitta ís- lendinga eigum við norðmenn ef- laust sameiginlega með norrænum félögum okkar sem, eftir því sem mér skildist, voru yfir sig hrifnir af ferðinni. Á þessari viku fund- um við það bræðralag og þau tengsl hvort við annað sem við hefðum ekki fundið að öðrum kosti. Við bjuggum saman, snædd- um saman, drukkum saman og alla stund blönduðum við geði saman. Nú hef ég gefið þér dálítið inn- sýn í áhrif þess sem tengir okkur gegnum hin daglegu störf. Vilt þú bera kveðju mína til íslensku vin- anna, veri þeir velkomnir á heim- ili mitt þegar þeir eiga leið um Osló. Pakka ykkur öllum ótrúlega gestrisni og vináttu sem er gulli betri. Reidar. 8 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.