Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 6
Gun Kristinsson leikur á orgel Skálholtskirkju. Stundin þar varð öllum ógleymanleg. töldu það margir eftirminnilegasta atburð ferðarinnar, þegar „Hærra minn guð til þín“ hljómaði um hvelfingu kirkjunnar á fimm tungu- málum og sólargeislarnir léku sér á gólfinu gegnum steinda glugga Gerðar Helgadóttur. Pví næst var ekið upp í Pjórsárdal þar sem farið var í sund og fannst hinum erlendu þátttakendum það undrun sæta að sjá heita uppsprettu leidda í sundlaug í miðri auðninni. Pá var þegið kaffi að félagsheimilinu í Árnesi í boði KEA og síðan ekið að Gullfossi og Geysi og loks að Laugarvatni, þar sem gist var í húsmæðraskólanum sem á sumrin er rekið sem Eddu hótel. Hafði þá veðrið heldur batnað og sennilega verður þessi sumarnótt á Laugar- vatni mörgum minnisstæð. Að morgni var ekið til Selfoss, Mjólkurbú Flóamanna skoðað und- ir leiðsögn Gunnars Finnlaugsson- ar rekstrarstjóra og síðan borið fram skyr, sem hlaut góða dóma hjá viðstöddum og mun hafa leynst í mörgum pinkli, þegar haldið var utan. Pá var garðyrkjuskólinn í Hveragerði skoðaður og komið í Eden og svo ekið til höfuðborg- arinnar, Árbæjarsafnið skoðað og síðan gistu gestirnir á einkaheim- ilum og voru allir mjög hrifnir af viðtökum gestgjafa sinna. Á fimmtudaginn fóru margir til Vest- mannaeyja og notuðu svo daginn til verslunar. Um kvöldið var snætt á Hótel Esju og um miðnætti héldu gestirnir burt. Par með lauk skemmtilegum og allt of stuttum dögum, en sem betur fór var nótt- in vel notuð líka og virtust menn almennt hafa gleymt að svefnþörf væri fyrir hendi. Undir borðum á Laugarvatni af- hentu gestir LÍS góðar gjafir: Dan- ir útsaumaðan veggskjöld, sem ein konan í hópi dönsku þátttakend- anna hafði saumað, frá Norðmönn- um kom bók með litmyndum frá Noregi, Svíar gáfu veggskjöld, sem gefinn var út í tilefni 50 ára af- mælis Vár Gard og Finnar gáfu fagran kertastjaka. Formaður LlS tók á móti gjöfunum og færði gef- endum bestu þakkir. Eftir heim- komuna sendu Svíar öllum íslensku þátttakendunum veggskjöldinn sem að ofan greinir. Hér hefur í stuttu máli verið sagt frá dagskrá þessarar vináttu- viku og mjög stiklað á stóru. En það er enginn efi á því, að þeim sem tóku þátt í þessari samkomu norrænu þjóðanna fimm verður hún minnisstæð. Hvað var svo unnið? Pær radd- ir heyrast oft, að lítið gagn sé í orðskrúði og fagurgala stjórnmála- manna þegar þeir hittast. Hins Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og Ritva Jouhki, ís- landi/Finnlandi. Séra Leó Júlíusson segir sögur af kappanum Agli og fleira frá Borg og Borgarkirkju. vegar verður að gera nokkurn greinarmun á stjórnmálamönnum og fólkinu. Pessi ferð sannaði það, að þegar fólkið kemur saman er ekki þörf á löngum ræðum og orðskrúði. Hér talaði maður við mann eins og gert er á hverju heimili og hverjum vinnustað í löndunum fimm og fólkið fann, að það átti sameiginleg áhugamál og hugsaði það sama. Og tungu- málavandræði, hvað var nú það? Norðurlandaþjóðirnar eiga að geta skilið hverja aðra fyrirhafnarlítið, enda sannaðist á þessari vináttu- viku að Finnar og Islendingar áttu jafn greiðan aðgang hvorir að öðr- um og við aðra þátttakendur, eins og þeir sem tala skyldari mál. Pað er sorglegt til þess að vita, að seldar skuli fyrir spottprís ferð- ir til að velta sér á ströndum sól- arlanda og þamba vín, sem hýru- dregnir suðurlandabúar þurfa að ausa í ofalda ferðamenn, en ferðir til nágranna okkar á Norðurlönd- um seldar á verði, sem margir veigra sér við að greiða, þar sem það er svo hátt. Úr þessu þarf að bæta og því fyrr, því betra. Pakkir skulu færðar þeim, sem fyrir vináttuvikunni stóðu og þakk- ir þeim, sem þátt tóku í skemmt- un þessara daga. • 6 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.