Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 22

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 22
Pórður Hilmarsson og þær mæðgur, Guðlaug Guðmundsdóttir og Guð- laug Einarsdóttir. slumpað á þetta og að slumpa hef- ur verið nokkurs konar einkunnar- orð íslensks atvinnulífs. Ég hugsa, að ekkert hafi verið gert til þess að samræma fiskvinnslu og sjávar- útveg en það er hægur vandi að samræma þessar starfsgreinar bet- ur, en gert hefur verið. Pórður: Pað mætti bæta því við, að ef hætt væri að slumpa, væri unnt að reka frystihúsin á viðun- andi grundvelli í stað þess að þau eru rekin með dúndrandi tapi, hvað vel sem veiðist. Það er í rauninni stórfurðulegt fyrirbæri, að frystihúsaiðnaðurinn heima sé alltaf rekinn með tapi, án tillits til þess, hve hagstæðar allar að- stæður eru. Kristinn: Pað vantar samhæfingu, ekki að frystihúsin séu smáar sambandslausar einingar víðs vegar um landið heldur séu þau sam- ræmd með tilliti til nýtingarinnar. Auðvitað eru fiskveiðar flókinn þáttur, en menn hafa líka einfald- lega gefist upp og álíta, að þær séu eitthvað, sem ekki er hægt að beita við hagfræðilegum ráðstöf- unum. Pórður: Allt í einu dettur okk- ur í hug, að nú skulum við endur- nýja togaraflotann og gerum það á mettíma með svo ofboðslegum fjárfestingum, að við getum alls ekki staðið undir þeim, sama hve vel veiðist. Kristinn: En þarna getur reikni- fræðin komið að gagni því með henni er líka unnt að taka tillit til og gera kerfi yfir óvissa þætti. í sambandi við togarakaupin hef- ur greinilega skort þessar hagfræði- Iegu yfirveganir, enda hlýtur eitt- hvað að vera vitlaust þegar við erum allt í einu komnir með 40— 50% verðhækkanir á ári. Pað er vitanlega hægt að segja, að fisk- veiðar og allt í kringum þær sé happdrætti, og áhættan verður allt- af nokkur, en það er hægt að reikna með þeim sveiflum, sem átt geta sér stað og gera hagnýtar ráð- stafanir í hverju tilviki. Þegar við höfum nú fengið skoðanir ykkar á atvinnulífinu, vildir þú þá ekki Þórður minn- ast á mannlega þáttinn í þessu öllu? Pórður: Mannúð í atvinnulífinu er ekki þýðingarminnsti þátturinn, sem þarf að gæta að. Ef við lít- um á íslenskt atvinnulíf þá sjáum við hvað allar stöður festast eftir því sem ofar dregur í metorðastig- anum. Petta er mjög óæskilegt, því eftir því sem menn sitja leng- ur í háum stöðum því hugmynda- snauðari verða þeir og makinda- legri, og taka sífellt minna tillit til þeirra breytinga, sem verða um- hverfis þá. Og breytingarnar í þjóðfélaginu eru svo örar, að stöð- ugt meiri kröfur eru gerðar til þess, að menn bregði skjótt við og séu frískir í sínu starfi. Hin hlið- in er sú, að of lítið tillit er tekið til þeirra, sem raunverulega mynda fvrirtækið og allir eru metnir und- ir einum hatti. Við erum alltaf að hugsa í krónum og aurum og í flestum tilvikum eru menn metn- ir eftir því hvað þeir hafa í laun, en ekkert skeytt um þær mismun- andi ástæður fyrír því, að menn vinna í þessu ákveðna fyrirtæki. Parna er svo margt, sem kemur til: hvernig þrífast starfsmennirnir, hverjar eru aðstæður þeirra að þróa sig í þá átt, sem hugur þeirra stefnir til, eða hafa þeir yfirleitt nokkra möguleika tíl þess? Petta verður stór þáttur þegar iðnaður okkar fer að eflast og við fáum færibandavinnu þar sem einstakl- ingurinn er aðeins lítið tannhjól í stórri vél, þetta er ekki ennþá orðið mjög áberandi heima en hér í Danmörku er þetta orðið mikið vandamál. Porsteinn: Ég tel, að ísland sé í iðnþróun a. m. k.20árum á eftir öðrum Evrópulöndum. Petta fag hans Þórðar er að miklu leyti sprottið af vandamálum iðnþróun- arinnar og allur þessi hagvöxtur og þörfin fyrir að auka söluna og minnka kostnaðinn hafa gert ein- staklinginn að núlli, því það er ekki litið á hann sem veru, sem hugsar og vill læra eitthvað og vill að tekið sé tillit til sín. En ef við lítum á manninn sem mann, þá ættum við á íslandi að geta hlaup- ið yfir þennan svarta kafla í iðn- þróuninni og komist hjá þessum vandamálum. Pórður: Pessi þróun heldur á- fram á Islandi því það er svo margt sem leiðir hvað af öðru og því er það alveg rétt, að mín grein er fyrirbyggjandi og á næstu árum getum við komist hjá miklum vandamálum ef við gáum að okk- ur í tíma. Og þetta skulum við gera að lokaorðum þessa spjalls. Hlyn- ur þakkar þeim þremenningun- um fyrir rabbið og væntir þess, að þeir verði boðnir velkomnir heim til starfa. ÍXÍ 22 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.