Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 9
Draumsýn mín Sem þátttakandi í ferð KPA til íslands hef ég kynnst samhug þvert á öll landamæri. Ég álít hugmynd- ina með vináttuvikur mjög mikils virði. Við á norðurlöndum getum mikið lært hvort af öðru og þær tungumálahömlur, sem hugsanlega eru fyrir hendi hverfa sem dögg fyrir sólu og skyndilega mælum við öll á skandinavisku. Island „sagornas ö“ hélt ég að yrði hluti þeirra drauma minna, sem aldrei verða uppfylltir, fjarlægt þeim raunveruleika, sem það er í dag. Áhrif þessarar stundar eru svo yfirþyrmandi, að það er erfitt að móta þau í orð. Hið innra er ég sem sjóðandi Geysir eða hinar óþrjótandi heitu lindir, sem geta gosið á hverri stundu. Pað verður fyrst við heimkomuna, sem minn- ingarnar munu raðast upp og unnt verður að líta til baka í ró og næði. Frá „upphæðum“ hefur ísland stig- ið fram sem kristaltær lind, sem sál mín laugast í en samtímis rist „ett behagligt sár“ sem aldrei mun gróa. Af hræringum þessarar viku- dvalar á eyjunni fögru ber þó hæst Hugleiðingar um vináttuviku Nú í lok ógleymanlegrar viku á Islandi, sem í senn var viðburða- rík og skemmtileg og þar sem mannleg samskipti sátu í fyrirrúmi, er það skoðun mín, að hugmyndin um vináttuviku standi fyrir sínu. Jafnvel þótt fáum gefist kostur á þátttöku hverju sinni, þá verður er árin líða hópur fólks í hverju landi, sem með ánægju rekur kynningu fyrir kostum eins eða fleiri norður- landanna vegna þeirra áhrifa, er það hefur orðið fyrir í slíkum ferð- um. Yfirleitt hafa það verið þeir fretnstu í röð íþróttamanna innan KPA, sem hafa orðið aðnjótandi hinna ýmsu ferða, en þegar um vináttuviku hefur verið að ræða höfum við hin, sem bara stundum morgunleikfimina fengið tækifæri að vera með. Slíkt hlýtur að vera æskilegt til að auka alhliða starf- semi innan félaganna í hvaða lands- hluta sem þau starfa. En þrátt fyrir þann kostnað sem vináttuvikurnar hafa í för með sér fyrir þann aðila, sem þær heldur hverju sinni hef ég trú á, að hér sé um góða fjárfestingu að ræða, því hún endurgreiðist með betri samvinnu og skilningi milli Norð- urlandanna. þegar við stóðum í Skálholtskirkju, hópur norrænna manna, og allir sungu „Hærra minn guð til þín,“ á fimm tungumálum. I Svíþjóð höfum við slagorð, sem notað er um þvottaefnið Tend sem er þannig: „Sag TEND det rácker.“ Mitt slagorð verður: „Ság ISLAND det rácker.“ Eitt hef ég lært á íslandi: það er nægur tími til svefns þegar veturinn kemur. Prátt fyrir, að sólin hafi að lík- indum skinið í heiði á Akureyri (fyrir norðan) hafa þeir geislar ekki verið minni, sem lýst hafa þessari stórkostlegu ferð og baðað hafa mannfólkið, sem hér hefur verið saman. Kæru íslensku vinir, þakkir fyrir þessa minningu. Inga Blom. Hvað mig snertir er þetta í fyrsta skipti, sem mér gefst kostur á að vera með í slíku móti á vegum KPA og áreiðanlega hafa fyrri vin- áttuvikur orðið þátttakendum minnisstæðar, en ég segi, að við, sem tókum þátt í fyrstu vináttu- viku KPA á íslandi áttum óvið- jafnanlega daga í alla staði. Að lokum vil ég fyrir mína hönd og félaga minna færa vinum okkar á íslandi bestu þakkir fyrir alít, sem við höfum notið og fyrir þá gestrisni og alúð, sem okkur var sýnd. Kær kveðja með von um skjóta endurfundi. Ingrid Axegren. HLYNUR 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.