Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 17

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 17
Hrafnhildur, Katrín og Ljósbrá með tveim ungum mönnum af Masaii ættstofni. Ljósbrá Baldursdóttir og vinkona hennar Febrúnta una sér vel. Hvaða máli skiptir það líka hvers litt brosið er? er forstöðumaður framleiðsludeild- ar Samvinnuskólans í Moshi, en sú deild hefur á sinni hendi samn- ingu á flestu námsefni, sem notað er við skólann og sér um útgáfu þess. Samvinnuskólinn er umfangs- mikil menntastofnun með 300 nemendur við nám og eru það ým- ist starfsmenn samvinnufélaga, eða fólk í þjónustu ríkisins, sem þarna undirbýr sig til þess síðar að hafa eftirlit með samvinnufélögunum af ríkisins hálfu. Um 10.000 nemend- ur stunda nám í sérstökum bréfa- skóla og eru það einkum starfs- rnenn og stjórnendur kaupfélag- anna, en í tengslum við bréfaskól- ann er útvarpskennsla. Síðan eru fræðslufuiltrúar á vegum skólans víða um landið, sem stjórna nám- skeiðum og annast margháttaða þjónustu. Ríkisstjórnir norðurlandanna hafa um nokkurt árabil lagt til fjármagn og mannafla til uppbygg- ingar samvinnustarfs í Tansaníu og störfum við þar nú um 30 norð- urlandabúar á sérstökum samningi milli norðurlandanna og Tansaníu. Danska þróunarstofnunin, DAN- IDA hefur á hendi stjórnun starfs- ins. Við erum 10, sem stundum kennslu og skipuleggjum fræðslu- starfið, nokkrir vinna sem sérfræð- tngar í forsætisráðuneytinu, en samvinnustarf og uppbygging sveit- anna heyrir undir það. Hinir að- stoða svo við stjórnunarstörf. Ann- ars vinna nokkuð margir útlend- ingar við Samvinnuskólann og sem stendur erum við frá átta Evrópu- þjóðum á vegum DANIDA, ILO og FAO. Samvinna hornsteinn þriðja heimsins Pú spurðir um árangur þessa starfs okkar, nú, það er auðvitað erfitt að mæla hann, en það má geta þess, að Tanganir telja sjálfir, að þessi aðstoð norðurlandaþjóð- anna sé þeim mjög mikils virði og hafa nú beðið um, að gerður verði nýr fimm ára aðstoðarsamningur, og er nú verið að fjalla um það mál. Verði norðurlöndin við þess- ari beiðni mun mannafli okkar í Tansaníu tvöfaldast. Nýlega var á ferð um Tansaníu sameiginleg nefnd Tangana og norðurlandanna til að gera úttekt á sjö ára starfi okkar og meta beiðnina um fram- haldsaðstoð í Ijósi reynslunnar. Niðurstöður þessarar könnunar verða brátt gerðar heyrum kunnar og ættu þær að geta gefið eitthvert svar við spurningu þinni. Ég þori líka að fullyrða, að starf okkar hef- ur orðið til einhvers gagns, þótt jafnframt sé óhætt að fullyrða, að okkur finnst oft lítið miða og hvergi nærri eins og við hefðum vonast til. Pað er á hinn bóginn alveg tví- mælalaust, að samvinnuformið á mikið erindi til þróunarlandanna. Ég er einlægur samvinnumaður og tel, að sú hugsjón eigi erindi til allra. Pað hefur líka komið í ljós, að samvinnufélög henta sérlega vel þar sem nýfrjálsar þjóðir eru að taka atvinnulífið í eigin hendur. Petta hafa flestir stjórnendur og þjóðarleiðtogar í þriðja heiminum gert sér ljóst og reynt að ætla sam- vinnufélögunum lykilaðstöðu í flestum þýðingarmestu greinum þjóðlífsins. Auðvitað er margt líkt með sam- vinnufélögum á íslandi og í Tans- aníu. Pað er aðal munurinn, að hér eru þau opin og frjáls félagsskapur, en þar suðurfrá eru þau undir ströngu eftirliti opinberra aðila. I Tansaníu hafa menn líka gengið mun lengra en við eigum að venj- ast í samvinnustarfi, því þar eru samvinnuþorp undirstaða þjóðlífs- ins. I þessum þorpum lifa menn saman ,eiga flest saman, framleiða saman og selja saman. Samvinna fólks í Tansaníu er þar af leið- andi mun umfangsmeiri en hér þekkist. Róttæk stefna Pað er rétt, að hér á landi er samvinnustarfið oft túlkað sem nokkurs konar millileið milli kapi- talisma og sósíalisma, tanganar líta á samvinnuhreyfinguna sem eðli- legan og raunar einn af grund- vallarþáttum sósíalistskrar stefnu. Að mínu mati er það alveg rétt, samvinnustefna og samvinnustarf geta aldrei orðið annað en hluti róttækrar stefnu. Pannig hefur dvöl mín í Tansaníu ekki breytt grund- vallarviðhorfum mínum til þjóð- félagsmála á Islandi nema, að ég HLYNUR 17

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.