Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 19

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 19
ýmissa samvinnufyrirtækja og kynna sér starf þeirra og rekstur. I samráði við Gunnar Grímsson starfsmannastjóra eru þau fyrir- taeki valin, sem menn vilja fara í. Þvi miður er ekkert markvisst skipulag á þessu og mér er ekki grunlaust um, að víða sé þetta fólk notað sem hentugur vinnu- kraftur, sem rekur á fjörur fyrir- tsekjanna. Svo er verið þrjá mán- uði í viðskiptafræðideild Háskól- ans og loks sex vikur í Bifröst. En hvers vegna hafa konur ekki fyrr farið i framhaidsndm- iöf Því get ég ekki svarað. Mér var boðið þetta nám eftir að haft var samráð við Gunnar Grimsson og fannst það áhugavert og hóf námið haustið 1973. Sennilega hef ég átt að vera tilraunadýr til að sanna, að kona gæti sloppið jafn vel frá náminu og karlmaður. 1 hvaöa fyrirtækjum varst þú? Ég hef líklega ferðast minnst þeirra, sem farið hafa í fram- haldsnámið. Ég var hjá Dráttar- vélum hf. og svo í Sambandinu, fyrst í launabókhaldi og svo i aðalbókhaldi. Þetta er svo skamm ur tími, að ekki er hægt að fara viða, þvi varla er hægt að kynn- ast starfinu hjá neinu fyrirtæki, nema vera þar i a. m. k. þrjá mánuði. Mér fannst ég líka þekkja nokkuð starfsemi kaupfélaga, því ég hef unnið i kaupfélaginu á Borðeyri öll sumur síðan ég var fjórtán ára og einn vetur að auki. Hvernig féll þér há-skólanámiö f Heldur fannst mér það tilgangs- litið. Maður fær að koma þarna inn og fylgjast með, en er i raun- inni ákaflega réttindalítil persóna. Ég gat valið í hvaða bekk ég fylgdist með og gerði þau mis- tök að fylgja stúdentum á fyrsta ári, sem er ákaflega þurrt nám, en mér virtist það vera líflegra eftir því sem lengra kom. Það er svo annar handleggur, að mér sem aðeins hef verið í heima- vistarskóla, kom háskólaandinn heldur spánskt fyrir sjónir. Menn mæta í tímum þegar þeim hentar og ekki aðeins það, heldur rápa þeir út og inn í tímunum eftir vild. Þetta heitir víst aka- demiskt frelsi, en þessi sífelldi gegnumtrekkur hlýtur að trufla bá, sem raunverulega vilja læra. Þú hefur sennilega kunnaö het- ur viö Bifröstf Jú, þó það væri dálítið skrítið að vera komin í einkakennslu hjá kennurum, sem ég hafði áður lært hjá í fjölmennum bekk. En á þann hátt fæst líka meira út úr náminu, það er hægt að spyrja meira og fara nánar út í hlutina heldur en þegar lært er í stórri heild og gagnið því meira. Ann- ars lærði ég sex fög og það var tveggja tíma kennsla í viku í hverju fagi og svo tók ég próf úr öllu saman. Þú kenndir líka i skóianum, hvernig var þaöt Ég hafði nú aðeins komið nærri kennslu áður, því ég hafði kennt dálítið einn vetur í barnaskólan- um heima í sveitinni, og hét Því þá að kenna aldrei aftur. 1 Bif- röst gekk þetta miklu betur, iþar var ég aðstoðarkennari í bók- færslu og ég vona, að þeir sem ég sagði til hafi haft einhvert gagn af því. Ef áhugi er fyrir hendi á því sem verið er að kenna, hlýtur einhver árangur að verða af kennslunni og það að komast til skila, sem kennarinn er að reyna að segja. Mér skilst aö þetta sé nokkuö laust í reipunum, er þá nokkuö gagn i þessu rjáli milli fyrirtækjat Jú, mér finnst mikið gagn í þessu og raunverulega meira gagn, en að sitja á skólabekk jafn langan tíma. Það er aldrei hægt að læra allt af bókum, sem unnt er að kynnast í daglegu lífi og þó ekki væri annað er þó alltaf lærdómsríkt að kynnast góðu fólki. Eins og ég sagði, er skipulagið of lítið á þessu námi og árangurinn er fyrst og fremst undir manninum sjálfum komið og hvað hann er duglegur að vera með nefið niðri í öllu í fyrir- tækinu, sem hann vinnur hjá hverju sinni, og auðvitað lika komið undir skilningi forráða- manna fyrirtækisins. Ég þarf engu verkefni að skila nema próf- unum á Bifröst, en fæ einhverja pappíra um, að ég hafi stundað þetta nám en víst engan starfs- titil. Ég fæ kaup meðan á nám- inu stendur, þó sennilega sé það ekki fullt taxtakaup, en ég held því meðan ég er í skólunum. Hygguröu svo á kaupféiags- stjórastarff Nei, ekki að svo komnu máli. Annars held ég, að þó þetta nám sé hugsað til að mennta fólk til ábyrgðarstarfa í samvinnufélög- unum, að mjög fáir séu kaupfé- lagsstjórar og sennilega fæstir þeirra ílengst hjá samvinnuhreyf- ingunni. Það er eflaust fyrst og fremst af því, að lítil fyrirtæki borga betur en stór, enda er hæg- ara að pressa á kaupið hjá þeim. Hvaö er svo framundan þegar náminu lýkur 1. maíf Ég ætla að vera heima norður í Hrútafirði í sumar. Ég hef aldrei á æfinni fengið sumarfrí og síðan um fermingu hef ég raunverulega ekki séð sumarið nema í gegnum glugga. Og í því ágæta veðri, sem var í fyrra sum- ar var ég í fjóra mánuði versl- unarstjóri norður á Brú, og þar var sko nóg að gera. í meira en mánuð gerði ég ekkert nema að vinna og sofa. JEtli þú veröir ekki lika gift og komin meö barn í fangiö áö- ur en nokkur veit aff Auðvitað getur það gerst, en ég vona að ég þurfi ekki að grafa mig yfir pottum og pönnum. Hús- verkin eru nauðsynleg störf, sem þarf að gera, en eiga að hvíla jafnt á báðum hjónum. Það verð- ur heldur ekki breytt Því eðli konunnar að eiga börn og ann- ast um þau. Hins vegar er hverri konu hollt að vinna úti a. m k. hálfan daginn, en þar er sá hæng- ur á að erfitt er að fá gott starf nema skila fullum starfsdegi. En aö lokum, þegar þú hefur slappaö af í sumar, hvaö ætlar þú aö gera í haustf Að vori skyldi enginn ákveða haustið. >jrj HLYNUR 19

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.