Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 15
Og skýrt var frá í 8. tbl. Hlyns í fyrra. Næsta sumar eða í seinni hluta júlí verður haldin vináttu- vika í Pieksámáki, sem er lítill ferðamannabær í Austur-Finnlandi, sem ýmsir telja fegursta hluta Finn- lands. Viku seinna verður svo vin- áttuvika í Danmörku, nánar í Middelfart á Fjóni við Litlabeltis- brúna, en þar er verslunarskóli dönsku samvinnufélaganna. Norð- menn halda svo vináttuviku í lok mars næsta vetur í Dambás, sem er ofarlega í Guðbrandsdalnum eða nánast í Dofrafjöllunum. Slíka viku héldu Norðmenn einnig s. 1. vetur en því miður voru þar engir íslendingar og er þátttaka í vin- áttuviku á þessum tíma nánast ó- framkvæmanleg nema til komi önn- ur og skaplegri fargjöld milli landa og verður komið að því síðar. — Nokkuð var rætt um þátttöku- gjöld á þessum vikum og þótti sumum það gjald, sem tekið var fyrir vináttuvikuna hér nokkuð hátt en það var fimm hundruð krónur sænskar. Mun verða stefnt að því að það geti orðið um 300 kr. sænskar á vináttuvikunum næsta sumar. Skipti á orlofsaðstöðu og samskipti einstakra starfsmannafélaga Eitt aðalumræðuefni fundarins nú var að ræða möguleika á að koma á beinum samskiptum milli einstakra starfsmannafélaga og klúbba. Er hér um að ræða sam- skipti félaga, sem landfræðilega hafa góða aðstöðu á samskiptum t.d. í Nordkalotten, þ. e. norður- byggðum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands eða á milli Skánar og Sjálands. Einnig og ekki síður milli félaga, sem hafa áhuga á sömu hlutum s. s. skiptum á or- lofsaðstöðu, keppni í íþróttum og fleiru t. d. fótbolta, bridge og skák eða á menningar- og fræðslu- sviði. Var samþykkt að kanna í hverju landi fyrir sig að fá a. m. k. 2—3 félög til að taka upp bein samskipti og koma þessu í kring á næsta ári ef nægur áhugi væri til staðar. Kveðja frá í fyrsta sinn tekur Island þátt í norrænu samstarfi innan KPA (LÍS). Fyrir okkur þátttakendur hefur það verið undursamlegur við- burður að kynnast landi og þjóð því hvar sem við höfum komið hefur okkur mætt frábær hlýja, bæði úr iðrun jarðar og frá fólk- inu, sem hér býr. Ekki er vafi á því að skipti á orlofsaðstöðu mun njóta sívaxandi vinsælda á næstu árum. Bíða hér mikil verkefni íslenskra samvinnu- starfsmanna og mun þá koma sér vel sú aðstaða, sem er að skapast að Bifröst. Samvinnustarfsmenn á hinum Norðurlöndunum hafa að- gang að mikilli orlofsaðstöðu, eink- um í Svíþjóð og Noregi. Niður með fargjöldin milli Norðurlandanna íslendingarnir lögðu fram til- lögu á fundinum þar sem skorað er á Norðurlandaráð og yfirvöld í hverju landi, að beita sér fyrir lækkuðum fargjöldum milli Norð- urlandanna, svo þau verði a. m. k. sambærileg við þau fargjöld, sem nú tíðkast til sólarlanda. Var til- lagan samþykkt samhljóða og síð- an send viðkomandi aðilum. Pað er orðið algerlega óverjandi að miða fargjöld milli Norðurland- anna við áætlunarflug nær ein- göngu og er þetta vandamál ekki aðeins íslenskt, heldur meira og minna einn aðal þrándur í götu hagkvæmra ferðalaga milli ann- arra Norðurlanda. Var rætt um það í gamni þó, að ódýrast væri að halda t. d. vináttuvikurnar á Mallorca eða Costa del Sol. Næsti fundur í Noregi að vori Pað hefur verið venja undan- farin ár að KPA ráðið hittist tvisv- ar á ári. Samþykkt var að halda ekki annan fund í ár en hittast Danmörku Pegar við komum heim munum við hafa frá miklu að segja. Og okkur segir svo hugur um, að það verði kapphlaup um að komast með þegar næst verður haldin vin- áttuvika á íslandi. næst í Osló í maíbyrjun 1976. Pá var Torsten Lindholm endurkjör- inn formaður KPA til næsta árs og Hákan Smeds ritari og miðstöð KPA því í Finnlandi til næsta árs. Pótt nú hefði verið haft samflot með vináttuviku með fundartíma, þá var ekki talið eðlilegt að gera svo framvegis. Reyndar gekk illa að finna nægan tíma til fundar- halda nú og var fundinum ekki endanlega slitið fyrr en rétt fyrir brottför frá Laugarvatni þann 2. júlí. Segja má að með fundi þess- um og vináttuvikunni hafi fyrst reynt á það, að við landarnir vær- um fullgildir þátttakendur í því norræna samstarfi, sem tíðkast hef- ur hjá kollegum okkar í meira en aldarfjórðung. Pótt ýmislegt hafi að sjálfsögðu mátt betur fara, þá má fullyrða, að þeir rúml. 50 frændur okkar, sem héldu af landi brott aðfaranótt 4. júlí s. 1. hafi farið með góðar minningar og hlýj- an hug til þessa útskers í vestri sem land okkar er. Og ekki aðeins það, heldur ýmsu fróðari um okk- ar samvinnustarf og þjóðfélag í heild. Pökk sé frábærum leiðsögu- mönnum og áhugasömum hlust- endum. Peir sem eiga eftir á næst- unni að taka þátt í þessu norræna samstarfi eiga örugglega eftir að njóta þeirrar innstæðu, sem við höfum eignast hjá vinum okkar og samherjum handan hafsins, og það er gleðilegt að við getum á stund- um verið gefendur en ekki alltaf þyggjendur. Pátttakendur frá Danmörku. HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.