Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 18

Hlynur - 15.06.1975, Blaðsíða 18
Starfsnám Samvinnu- hreyfingarinnar Viðtal við Guðnýu Þorsteins- dóttur sem er fyrsta konan, sem lýkur starfsnámi samvinnuhreyf- ingarinnar. Guðný Þorsteinsdóttir er úr Laxárdal í Hrútafirði og vorið 1973 útskrifaðist hún frá Bifröst. Það er sennilega rangt að kenna Hrútafjörðinn við þoku og súld, a.m.k. er ekkert þokukennt yfir Guðnýu. Falleg, brosmild stúlka með örugga framkomu og alls ekki undirleit eins og talinn var aðalkostur formæðra okkar, enda ekki að vænta á kvennaári og rauðsokkaöld. Hún er fyrsta kon- an, sem lýkur framh námi kaup- féiaganna. Hvað er það?, mun ef- laust ýmsir spyrja, og það er einmitt fyrsta spurningin sem við leggjum fyrir hana. Þetta er fyrst og fremst starfs- reynsla. Upphaflega tók námið rúm tvö ár en hefur nú verið stytt i fjórtán mánuði, eins voru fyrst tveir, sem fóru í námið ár- lega, en er nú aðeins einn. Á þessum tíma á að ferðast á milli er að vísu enn staðfastari jafnaðar- og samvinnumaður eftir en áður. Sú fátækt og eymd, sem ég hef orðið vitni að, hefur kennt mér, að hin gífurlega misskipting auðs og valda, þjóða og manna í milli getur ekki staðist öllu lengur. Petta held ég, að flestir ísl. samvinnu- menn viðurkenni, en það verður lítið gagn að okkur í baráttunni fyrir mannréttindum og jöfnuði meðan við teljum vænlegast að vinna að þeim málum með íhald- inu. Dvöl mín í Tansaníu hefur þess vegna orðið mér afar reynslurík. Lífskjör þar eru til muna lakari en mig gat órað fyrir. Að vísu höf- um við góð laun og ágæta aðbúð, en mér finnst mjög mikils virði að kynnast þessu fólki og aðstæðum þess af eigin raun. Að vísu er stundum sárt að vera svo fjarri íslandi og búa við félagslega og menningarlega einangrun. En það er líka gott að láta eitthvað á móti sér og gaman verður að koma brátt heim aftur. Hlynur þakkar Baldri þetta stutta spjall og væntanlega fáum við að heyra meira frá honum þeg- ar hann kemur heim. Sennilega getur engu okkar órað fyrir þeirri eymd, sem þjóðir þriðja heimsins eiga við að búa, og það er því ein- læg von okkar, að starf Baldurs og félaga hans verði þjóðum Afríku til hagsbóta og við getum veitt þeim rjómann af evrópskri menn- ingu, en ekki sorann sem er oft það eina, sem nýfrjálsar þjóðir erfa frá okkur. Baldur í hópi tveggja samvinnustarfsmanna utan við heimili annars í Chagga-landi í hæðum Killimanjaro- fjalls. Kofinn sem sést á bakgrunni er táknrænn Chaggakofi byggður úr bananalaufum. Baldur og Mwa- katobe, skólastjóri bréfaskólans drekka „Mbegge" úr dæmigerðum krúsum. ^ 4 Baldur í fríðu förurieyti. grj 18 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.