Hlynur - 15.10.1983, Qupperneq 3
HLYNUR
4-5. tbl. 31. árg. 1983
Ritst. og ábm.:
Guðmundur R. Jóhannsson
símar: 27379 og 33142
Ritnefnd:
Eva Örnólfsdóttir
Jóhannes BekkIngason
Kr. Pálmar Arnarson
Reynir Ingibjartsson
Þóra Elfa Björnsson
Auglýsingar og afgreiðsla:
Hamragarðar
Hávallagötu 24
Reykjavík
sími 21944
Litgreining:
Prentmyndastofan hf.
Útlitsteikning, setning, umbrot
filmuvinna, prentun og bókband:
Prentsmiðjan Edda hf.
Pökkun:
Plastpökkun sf.
Ljósmyndir:
Skyggna hf.
Prentuð eintök: 7500
Fors(ðumynd:
^eldur eru þeir stærri nýju t
arnir á Þingeyri en samt
Pessi oft fært björg i bú.
s°mdi sér vel í fjörunni á Þin
™ eð spegilsléttan Dýrafjörðii
Starfið er rétt að hefjast
Fyrsta dag septembermánaðar 1973 komu allmargir samvinnu-
starfsmenn víða að af landinu saman að Bifröst i Borgarfirði. Til-
gangur fundarins voru hugmyndir nokkurra samvinnustarfsmanna
að stofna samtök starfsmannafélaga samvinnuhreyfingarinnar.
Nokkrir áhugasamir einstaklingar höfðu þá fyrr um árið unnið af
kappi að myndun þessara samtaka. Stofnuð voru allmörg starfs-
mannafélög þetta sumar. Þótt svo að margir efuðust mjög um til-
gang þessara fyrirhuguðu samtaka, tókst frumkvöðiunum að smita
fulltrúana af þeirri bjartsýni sem með þurfti svo að almennur vilji
væri fyrir stofnun L.Í.S.
Nú, 10 árum síðar, þegar litið er yfir farinn veg og sanngjörn út-
tekt gerð á starfi samtakanna, verður það niðurstaðan að fjölda-
margt hefur áunníst í hagsmunamálum samvinnustarfsmanna.
Nefna má að nú eru starfsmannafélögin orðin 45 og í þeim eru
u.þ.b. 5000 félagsmenn. Langflest starfsmannafélögin hafa komið
sér upp orlofsaðstöðu, hæst ber þó orlofsbyggðína að Bifröst sem
er kraftaverk miðað við það, að hún er reist án tilstuðlunar orlofs-
sjóða stéttarfélaganna sem flestir samvinnustarfsmenn greiða í, en
þeir þó nánast einskis notið til þessarar uppbyggingar. Einnig má
nefna sumarbúðirnar að Bifröst og ódýrar orlofsferðir til annarra
landa, sem hafa komið okkur í samband við stéttarsystkini okkar
erlendis. Líka útgáfa á mjög vönduðu félagsblaði sem dreift er til
allra félaga starfsmannafélaganna. Og nú síðasta kjörtímabil hefur
L.Í.S. unnið mikið í lífeyrissjóðsmálum og vinnuverndarmálum.
Mörgu mætti bæta hér við, en þrátt fyrir þessa upptalningu er
starfið rétt að hefjast. Með öflugu starfi starfsmannafélaganna og
L.Í.S. hafa starfsmenn hlotið sess sem einn þýðingarmesti hlekkur-
inn í samvinnustarfinu í landinu. Annar hugsunarháttur fer nú senn
að tilheyra fortíðinni. Því í langflestum tilfellum eru hagsmunir sam-
vinnuhreyfingarinnar og samvinnustarfsmanna sameiginlegir.
Ég sagði hér fyrr að starfið væri að hefjast, því stórhagsmunamál
eru í sigtinu á næstu árum, sem ekki verða leyst nema með sam-
stilltu átaki allra. Þar má nefna orlofssjóð samvinnustarfsmanna, í
stað þess að greiða í orlofssjóði stéttarfélaganna sem samvinnu-
starfsmenn hafa í engu notið. Það er skýlaust réttindamál. Fræðslu-
mál samvinnustarfsmanna sem er orðið mjög þýðingarmikið atriði
allra í nútíma þjóðfélagi. Málefni eftirlaunaþega og vinnuverndarmál
o.fl.
Hvert eitt þessara mála er það stórt og þýðingarmikið fyrir framtíð
samvinnustarfsmanna, að bjartsýni og elja forystumanna L.Í.S. á
næstu árum verður að vera fyrir hendi, ásamt samstöðu allra svo
árangur megi nást.
Samvinnustarfsmenn verða að gæta að því, að þessi stóru mál
verði ekki til þess að menn bresti kjark og þau byrgi sólarsýn.
En að loknu 6. landsþingi L.f.S. og afmælishátíðar er ekki
ástæða til að óttast það. Áhugi og kraftur þingfulltrúa var slíkur að
allir hlutu að hrífast með og þeir sem taka sæti í nýkjörinni stjórn
hafa fyrr sýnt það í verki hvaða árangri er hægt að ná.
Það er því bjart framundan þegar haldið er inní annan áratuginn.
Kristinn Jónsson
HLYNUR
3