Hlynur - 15.10.1983, Side 4

Hlynur - 15.10.1983, Side 4
6. LANDSÞING LIS Sjötta landsþing LÍS var haldið að Bifröst dagana 3. og 4. sept s.l. Þetta var jafnframt tíu ára afmælishátíð LÍS en eins og kunnugt er var stofnfundur þess haldinn að Bifröst 1.-2. sept 1973. Til þessa afmælisþings mættu 65 kjörnir fulltrúar frá 25 félögum auk stjórnar LÍS, starfsmanna og allmargra gesta. Starfsmenn landsþingsins f. v. fundarritarar: Kr. Pálmar Arnarsson, Carmen Bonitch, og fundarstjórar: Gísli Gunnlaugsson og Jóhann Steinsson. Flestir fulltrúar mættu að Bifröst að kvöldi föstudags 2. sept. en kl. 9 á laugardagsmorgni setti formaður Þórir Páll Guðjónsson þingið og bauð gesti velkomna. Þá voru starfsmenn kjörnir. Fundarstjórar þeir Jóhann Steinsson, Reykjavík og Gísli Gunnlaugsson, Búðardal- Fundarritarar þau Carmen Bonitch, Borgarnesi og Kr. Pálmar Arnarson, Reykjavík. Þá fluttu gestir ávörp. Fyrstur tal- aði Bo Carlberg frá KPA. Sagði hann þetta sína þriðju ferð til ls- lands og ræddi um hið góða sam- starf KPA og LÍS. Afhenti hann síð' an klukku að gjöf sem hann óskaði að sett yrði upp í Hamragörðum. Hörður Zóphaníasson flutti kveðj- ur frá stjórn SÍS. Kvað hann samtök starfsmanna sameiningartákn sam- vinnuhreyfingarinnar og starfsmenn vera líftaug hennar. Frá ASÍ flutti Jón Eggertsson kveðjur og sagði að starfsmannafé- lög gætu gengt mikilvægu verkefm á vinnustað. Færði hann LÍS að gjöf áletraðan leirskjöld. 4 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.