Hlynur - 15.10.1983, Síða 11

Hlynur - 15.10.1983, Síða 11
KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR HEFUR ORÐIÐ Heilir og sælir lesendur góðir. Hann vissi hvað hann var að fara fram á hann grj. Þegar við kvöddumst eftir Aðalvíkur og Hesteyrarferðina góðu, og hann bað um nokkrar línur til ykkar. Það verður bara að koma í Ijós með árangurinn. Já, ég nefndi strandaferð, en þangað fórum við tuttugu °9 sjö manns. Hluti úr stjórn LÍS ásamt öðrum sam- vinnustarfsmönnum og gestum. Þar sem ég stóð á bryggjunni með þennan fríða og h^essa hóp, kom til mín kunningi minn og spurði mig hvaða fólk þetta væri. Þegar ég sagði honum það svar- aði hann: “Ekki vissi ég að þið þekktust svona vel allar fjöl- skyldurnar. Farið þið oft í svona ferðir? En ég sagði manninum, að þetta væri aðeins upphaf- 'ð; við hefðum ekki þekkst nema fá okkar, fyrir tíu mín- útum en núna þekktust allir. Eftir þetta samtal varð mór hugsað til LÍS. Hvort við hefðum gert nóg af því að efna til fjölskylduferða. Jú Þær hafa verið auglýstar svolítið en þátttaka ekki verið n®g, en þeir sem farið hafa, hafa verið ánægðir og þeir sem heima sátu sáróánægðir að hafa ekki farið. Mín skoðun er sú, að við eigum að gera meira af því að heimsækja hvort annað í starfsmannafélögunum og koma á ýmiskonar ferðalögum eða skíðaferðum, til að hittast og tengjast ennþá sterkari samvinnuböndum. Hú er LÍS orðið tíu ára. Þetta afmælisbarn samvinnu- starfsmanna er ekki hátt í loftinu frekar en önnur tíu ára oörn, en hefur þó unnið stór afrek á tíu árum. Við samvinnustarfsmenn erum þakklát þeim nítján einstaklingum sem komu saman til viðræðna um stofn- Un LIS. Því núna þegar við lítum til baka og skoðum rnálið í því ijósi hvað hefur verið gert síðastliðin tíu ár, lu eitt stærsta verkefnið er stofnun margra starfsmanna- elaga og endurlífgun annarra. Þetta finnst mér vera einn stærsti þátturinn, og halda sambandinu við þessi e|ög, passa upp á að þau sofni ekki aftur, enda eru Petta börn okkar sem við verðum að passa vel uppá að lognist ekki útaf. LlS hefur staðið fyrir byggingu orlofshúsabyggðar að 'fröst og stendur hún þar á fögrum stað okkur öllum 1 mikils sóma. Núna er í undirbúningi bygging orlofsað- ? °ðu á Norðurlandi og vonandi verður ekki langt að 'ða að sá kjarni rísi þar. LlS hefur verið aðili að KPA síðan 1974 og staðið fyr- !r Þæmur vináttuvikum, sem hafa verið það vinsælar að ærri hafa komist að en vildu. V|ð höfum haft mjög gott samband við Norðurlönoin, °g vonandi eigum við eftir að fá fleiri lönd til að skiptast V|náttutengslum samvinnustarfsmanna. Kannski hefur ekki allt áunnist, sem ætlað var í upp- hafi við stofnun þessara samtaka, en ef allir starfsmenn standa saman í orði og verki þá vonumst við til að vel takist. En fyrst ég er nú farin að nefna samvinnustarfsmenn, get ég ekki látið hjá líða að nefna aðeins okkur kven- mennina sem erum sennilega í meirihluta í verslunum og skrifstofum í kaupfélögunum víðsvegar um landið. Auðvitað er það einstaklingsbundið hvað konur eru duglegar og áhugasamar í félagsmálum, í sinni heima- byggð, kemur þar margt til svo sem langur vinnudagur, og síðan heimilishaldið þar ofan á. Og ber því að fagna því hvað margar konur eru í stjórnum hinna ýmsu starfsmannafélaga, sem kom fram á síðasta þingi í skýrslum frá formönnum félaganna. Ég vil hvetja konur um allt land að taka virkan þátt í félags- málum yfirleitt auðvitað við hlið karlmannanna, því við viljum vinna á jafnréttisgrundvelli. Það er gaman til þess að vita að í stjórn LÍS hafa alltaf verið ein eða tvær konur í stjórn frá upphafi, og mega mörg landssamtök taka það sór til fyrirmyndar. í þessu rabbi mínu, hefur kannski LÍS verið efst á baugi hjá mér, og er það ekki að ástæðulausu þar sem 10 ára afmæli þess er einmitt núna um þessar mundir og 6. landsþingið nýafstaðið að Bifröst, þar ríkti einhugur og gleði yfir öllu og fór þetta þing fram öllum samvinnu- starfsmönnum til mikils sóma. Og í tilefni afmælisins var gefinn út sérstakur afmæl- isbæklingur, sem allir starfsmenn eru búnir að fá í launaumslögunum sínum, þar eru einkunnarorðin: Samvinnuvörur okkar vörur. Því skulum við ekki gleyma, en síðustu orð mín til ykkar að sinni eru: Norðanmenn, til hamingju með áfangann, og LÍS, til hamingju með afmælið. Og munum samvinnustarfsmenn: Sameinaðir stönd- um við, sundraðir föllum við. HLYNUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.