Hlynur - 15.10.1983, Side 20
í þægilegum sófa í horni setustofunnar ræða þau um sam-
skipti starfsmannafélaga, KPA og útgáfumál f.v.: Valdimar
Guðmundsson, Reykjavik, Tryggvi Þórðarson, Reykjavík, Jón-
ína Pálsdóttir, Akureyri, María Símonardóttir, Sauðárkróki,
Svava Kristjánsdóttir, Húsavík, Gunnhildur Kristjánsdóttir,
Reykjavík, Kári I. Guðmann, Akureyri og Guðmundur R. Jó-
hannsson, Reykjavík.
Sköpun atvinnutækifæra
Samvinnuhreyfingin á að vera í fararbroddi í því að
skapa atvinnutækifæri fyrir ýmsa hópa, s. s. konur
sem vilja leita aftur út á vinnumarkaðinn og starfs-
menn sem fara á eftirlaun, en vilja áfram starfa að
einhverjum verkefnum við sitt hæfi.
Tölvur og félagsskírteini
Landsþingið vill vekja athygli á þeim miklu mögu-
leikum sem tölvutækni nútímans veitir fólki og fyrir-
tækjum að skrá margvísleg viðskipti. Nýta ætti félags-
skírteini meira í þessu sambandi, bæði til að veita af-
slætti og safna arði, og hugsanlega leggja hlut í stofn-
sjóði smvinnufélaganna, sem þá yrðu að sjálfsögðu
verðtryggðir.
Fiskirækt kjörið samvinnuverkefni
Landsþingið telur að fiskirækt sé kjörið samvinnuverk-
efni, ekki síst í sveitum landsins, og beinir því til deild-
arstjórna í kaupfélögum og sveitarfélaga, að mynda
samvinnufélög á tilteknum svæðum um fiskirækt, sem
síðan nytu viðskipta og fyrirgreiðslu af ýmsu tagi í
gegn um kaupfélagið á félagssvæðinu. Hlutverk Sam-
bandsins á svo að vera það að vera hér til ráðgjafar
og stuðnings.
Stofna fleiri framleiðslu-
samvinnufélög
Einnig þarf að huga meira að stofnun framleiðslusam-
vinnufélaga í ýmsum smáiðnaði, þar sem félagsmenn
eru eigendur og stjórnendur. Þau framleiðslusam-
vinnufólög sem hér hafa starfað hafa sýnt, að þessi
þáttur í samvinnustarfinu á mikla framtíð fyrir sér, sé
vel að honum hlúð.
Aðildargjald verði kr. 140.00 á
árinu 1984
Þingið leggur til að aðildargjöld næsta árs til LÍS verði
kr. 140.00. Jafnframt heimili landsþing stjórn LÍS að
hækka aðildargjöld fyrir árið 1985 í samræmi við al-
mennar launabreytingar.
Afla framlaga frá samvinnu-
fyrirtækjunum til starfsemi LÍS
Unnið verði eftir mætti að því að afla framlaga frá
samvinnufyrirtækjunum í landinu til starfsemi LÍS og
koma þeim á fastan grundvöll.
Rekstur sniðinn við stakk og
meiri skilvísi
Rekstur LÍS verði hverju sinni alfarið sniðinn að tekju-
möguleikum. Unnið verði að skilvísari og fljótvirkari
innheimtu félagsgjalda til LÍS.
20
HLYNUR