Hlynur - 15.10.1983, Side 22
LANDSSAMBANDS ISL.
SAMVINNUSTARFSMANNA
I. KAFLI
Tilgangur, nafn og varnarþing
1. gr.
Sambandið heitir: Landssamband íslenskra sam-
vinnustarfsmanna (skammstafað L. í. S.).
Heimili þess og varnarþing er I Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur L. í. S. er:
að gangast fyrir stofnun starfsmannafélaga hvar sem
er á landinu og greiða fyrir upptöku slíkra félaga
í L. í. S.
að efla samskipti samvinnustarfsmanna á íslandi
að stuðla að aukinni þekkingu á samvinnuhreyfing-
unni
að auka skilning á þeirri hugsjón sem samvinnuhreyf-
ingin byggir á
að stuðla að erlendu samstarfi samvinnustarfsmanna
að skipuleggja sameiginleg frístundaáhugamál og
stuðla að sem bestum starfsanda innan sam-
vinnuhreyfingarinnar
að hafa á hendi forystu í sameiginlegum hagsmuna-
málum samvinnustarfsmanna.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst L. í. S. ná með því að:
1. Hafa sem nánasta samvinnu við þau félög sem
eru í L. Í.'S. og styðja þau eftir mætti í hagsmuna-
málum þeirra, og í hvivetna að gæta hagsmuna
aðildarfélaganna og tryggja réttindi þeirra.
2. Vinna að því að haida uppi fræðslustarfsemi fyrir
samvinnustarfsmenn t. d. með námskeiðum,
fræðslu- og námsferðum og öðru sem að gagni
má koma.
3. Vinna að bættri aðstöðu á sviði orlofsmála, svo
sem með byggingu orlofshúsa í öllum landshlutum.
II. KAFLI
Inntökuskilyrði í L. í. S.
4. gr.
( L. (. S. geta verið öll starfsmannafélög sem uppfylla
skilyrði laga þessara, þó aðeins eitt starfsmannafélag
frá hverju samvinnufyrirtæki.
5. gr.
Umsókn um inngöngu I L. í. S. skal vera skrifleg og
sendast framkvæmdastjórn L. (. S.
Umsókninni skulu fylgja lög félagsins og félagaskrá.
Framkvæmdastjórn getur veitt félagi aðild að L. í. S.
og skal sú ákvörðun gilda til næsta landsþings sem
tekur endanlega ákvörðun um aðild félagsins.
III. KAFLI
Landsþing L. í. S. og kosning fulltrúa
6. gr.
L. í. S. heldur landsþing annað hvert ár. Landsþing
skal að jafnaði halda á tímabilinu 15/8 til 15/9. Á
landsþingi skal framkvæmdastjórn leggja fram skýrslu
sína og reikninga í fjölrituðu formi eða prentuðu. Enn-
fremur önnur þau gögn, sem nauðsynleg eru til þing-
haldsins.
7. gr.
Framkvæmdastjórn L. í. S. skal boða aðildarfélög til
þings bréflega, með minnst eins mánaðar fyrirvara.
8. gr.
Sé nauðsyn aukaþings vegna aðkallandi mála sem
úrlausnar þurfa, getur framkvæmdastjórn boðað til
þings með styttri fyrirvara, þó minnst einnar viku.
9. gr.
Hvert félag kýs einn fulltrúa á landsþing og síðan ann-
an fulltrúa fyrir félagsmannatölu frá 51-100. Síðan er
einn fulltrúi fyrir hvert byrjað hundrað.
Stjórn L. í. S. skal ávallt sjálfkjörin á landsþing.
Landsþing úrskurðar kjörbréf fulltrúa.
10. gr.
Kjörgengir á landsþing eru allir fullgildir félagsmenn.
11. gr.
Landsþing hefur æðsta vald í öllum málum L. í. S. og
skulu þar tekin fyrir þau mál, sem varða L. í. S. og að-
ildarfélög þess.
12. gr.
í þingboði skal lögð fram dagskrá ásamt reikningum,
svo og allar tillögur um lagabreytingar sem leggja á
fyrir næsta landsþing. Einnig skal getið þeirra mála er
einstök félög hafa óskað eftir að yrðu lögð fyrir þingið.
13. gr.
Landsþing er lögmætt ef til þess er löglega boðað.
14. gr.
Formaður L. (. S. setur landsþing og stjórnar því, þar
til forsetar hafa verið kjörnir.
í upphafi þings skal kjörin þriggja manna kjörbréfa-
nefnd, sem rannsakar kjörbréf fulltrúa og leggur fyrir
þingfund til afgreiðslu. Einnig skal kjörin fimm manna
uppstillingarnefnd til stjórnarkjörs. Kosinn skal forseti
þingsins og varaforseti svo og tveir ritarar.
HLYNUR